Gunnlaugur: Var hraunað yfir þá nánast hvern einasta dag Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. júní 2017 19:52 Gunnlaugur er sáttur með hvernig hans menn brugðust við mótlæti í byrjun móts. vísir/ernir „Já og nei. Við áttum alveg færi til að klára þetta. En miðað við hvernig leikurinn byrjaði getur maður verið nokkuð sáttur með þetta,“ sagði Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA, aðspurður hvort hann væri sáttur með eitt stig gegn Stjörnunni í dag. Skagamenn áttu í miklum vandræðum í upphafi leiks og gátu talist heppnir að fá bara eitt mark á sig. En Gunnlaugur átti ás upp í erminni og þegar um 10 mínútur voru til hálfleiks breytti hann um leikkerfi og við það jafnaðist leikurinn. „Við tókum bara ákvörðun um það í augnablikinu. Það vill svo til að við höfðum holninguna í það; vorum með miðvörð í hægri bakverði þannig að þetta svínvirkaði. Ég var undrandi hversu fljótt þetta bar árangur. Þeir lentu í miklum vandræðum með okkur,“ sagði Gunnlaugur. Að hans sögn voru Skagamenn hvorki búnir að æfa þetta leikkerfi né spila það á undirbúningstímabilinu. „Við vorum eitt af fáum liðum sem notuðum þetta ekki í vetur. Aftur á móti unnum við aðeins með þetta veturinn í fyrra og hitteðfyrra. Menn þekkja þetta og það voru allir með sitt á hreinu. Þetta gerði þeim erfitt fyrir. Við náðum loksins að dekka betur, betri tökum á köntunum og þetta var eiginlega maður á mann,“ sagði Gunnlaugur. Eftir afar erfiða byrjun á tímabilinu hefur ÍA aðeins tapað einum af síðustu fimm deildarleikjum sínum. Gunnlaugur er ánægður með hvernig hans menn hafa risið upp á afturlappirnar eftir mikið mótlæti. „Ég gríðarlega ánægður. Við erum á hárréttri leið. Strákarnir fá mikið hrós fyrir að halda haus. Þetta var ekkert smá erfið byrjun og í ofanálag er ekkert smá mikil umræða um deildina. Það var hraunað yfir þá nánast hvern einasta dag. Það er ofboðslega sterkt að halda haus og halda klefanum ferskum. Við þurfum bara að halda áfram,“ sagði Gunnlaugur. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og einkunnir: Stjarnan - ÍA 2-2 | Skagamenn sóttu stig í Garðabæinn Stjarnan og ÍA skildu jöfn, 2-2, þegar liðin mættust á Samsung-vellinum í 9. umferð Pepsi-deildar karla í dag. 24. júní 2017 20:00 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Íslenski boltinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Sjá meira
„Já og nei. Við áttum alveg færi til að klára þetta. En miðað við hvernig leikurinn byrjaði getur maður verið nokkuð sáttur með þetta,“ sagði Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA, aðspurður hvort hann væri sáttur með eitt stig gegn Stjörnunni í dag. Skagamenn áttu í miklum vandræðum í upphafi leiks og gátu talist heppnir að fá bara eitt mark á sig. En Gunnlaugur átti ás upp í erminni og þegar um 10 mínútur voru til hálfleiks breytti hann um leikkerfi og við það jafnaðist leikurinn. „Við tókum bara ákvörðun um það í augnablikinu. Það vill svo til að við höfðum holninguna í það; vorum með miðvörð í hægri bakverði þannig að þetta svínvirkaði. Ég var undrandi hversu fljótt þetta bar árangur. Þeir lentu í miklum vandræðum með okkur,“ sagði Gunnlaugur. Að hans sögn voru Skagamenn hvorki búnir að æfa þetta leikkerfi né spila það á undirbúningstímabilinu. „Við vorum eitt af fáum liðum sem notuðum þetta ekki í vetur. Aftur á móti unnum við aðeins með þetta veturinn í fyrra og hitteðfyrra. Menn þekkja þetta og það voru allir með sitt á hreinu. Þetta gerði þeim erfitt fyrir. Við náðum loksins að dekka betur, betri tökum á köntunum og þetta var eiginlega maður á mann,“ sagði Gunnlaugur. Eftir afar erfiða byrjun á tímabilinu hefur ÍA aðeins tapað einum af síðustu fimm deildarleikjum sínum. Gunnlaugur er ánægður með hvernig hans menn hafa risið upp á afturlappirnar eftir mikið mótlæti. „Ég gríðarlega ánægður. Við erum á hárréttri leið. Strákarnir fá mikið hrós fyrir að halda haus. Þetta var ekkert smá erfið byrjun og í ofanálag er ekkert smá mikil umræða um deildina. Það var hraunað yfir þá nánast hvern einasta dag. Það er ofboðslega sterkt að halda haus og halda klefanum ferskum. Við þurfum bara að halda áfram,“ sagði Gunnlaugur.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og einkunnir: Stjarnan - ÍA 2-2 | Skagamenn sóttu stig í Garðabæinn Stjarnan og ÍA skildu jöfn, 2-2, þegar liðin mættust á Samsung-vellinum í 9. umferð Pepsi-deildar karla í dag. 24. júní 2017 20:00 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Íslenski boltinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Sjá meira
Umfjöllun og einkunnir: Stjarnan - ÍA 2-2 | Skagamenn sóttu stig í Garðabæinn Stjarnan og ÍA skildu jöfn, 2-2, þegar liðin mættust á Samsung-vellinum í 9. umferð Pepsi-deildar karla í dag. 24. júní 2017 20:00