Ósammála um menntagúrúinn sem á að bjarga skólamálum: „Þetta er svo mikið bla, bla, bla Líf“ Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 25. júní 2017 15:36 Líf og Halldór voru ekki sammála um hvað þyrfti að leggja áherslu á í skólamálum í borginni. Vísir/Samsett mynd „Mig langar að tala um skólamálin,“ sagði Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, þegar hún og Halldór Halldórsson, oddviti sjálfstæðismanna í borginni, mættust í Sprengjusandi á Bylgjunni í hádeginu. Halldór sagði að best væri að leggja áherslu á einkarekna skóla og samkeppni á skólamarkaði. „Við höfum meiri áhuga á að virkja fleiri einkaskóla og myndum vilja sjá meiri samkeppni. Við höfum líka talað um það, að fé myndi fylgja skólabörnum þannig að foreldrar geti haft meira val um skóla,“ sagði Halldór og vitnaði þar í lágt hlutfall einkaskóla hér á landi þegar þáttastjórnandi benti á að nú þegar gætu foreldrar valið skóla barna sinna.Menntagúrúinn til bjargar Líf mótmælti þessum hugmyndum Halldórs og sagði að lönd á borð við Svíþjóð, sem hefðu tekið upp þetta kerfi, væru að falla frá því. Halldór benti þá á að einkaskólar væru algengir í Svíþjóð og að mikil ásókn væri í einkaskóla hér á landi. Líf ræddi einnig um nýtt samstarf við sérfræðing í menntamálum, Pasi Sahlberg. „Við erum farin af stað með mjög víðtækt samráð í því að móta menntastefnu til framtíðar. Við höfum fengið til okkar Pasi Sahlberg, sem er mikill menntagúru, finnskur. Hann segir að við skulum ekki leggja áherslu á þessa samkeppni, við skulum setja nemandann í forgrunn og hvernig honum tekst að finna sína fjöl í skólakerfinu. Allt of mörgum börnum líður illa, það er allt of mikið einelti,“ sagði Líf og taldi að það væru aðrir mikilvægari þættir heldur en samkeppni á skólamarkaði, sem þyrfti að huga að. Halldór greip þá fram í og sagði þetta vera blaður. „Þetta er svo mikið bla, bla, bla Líf, þetta er svo mikið blaður,“ sagði Halldór en sagði að hann væri ekki að meina að þetta væri blaður í Líf heldur þyrfti að setja varnagla á svona gúrúa þar sem þeir hefðu ekki endilega alltaf rétt fyrir sér. Búið er að setja á fót starfshópa, skipaða af fagfólki úr skólasamfélaginu, til að leita leiða til að bregðast við kjörum og starfsaðstæðum kennara. Skóla - og menntamál Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Fleiri fréttir Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Sjá meira
„Mig langar að tala um skólamálin,“ sagði Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, þegar hún og Halldór Halldórsson, oddviti sjálfstæðismanna í borginni, mættust í Sprengjusandi á Bylgjunni í hádeginu. Halldór sagði að best væri að leggja áherslu á einkarekna skóla og samkeppni á skólamarkaði. „Við höfum meiri áhuga á að virkja fleiri einkaskóla og myndum vilja sjá meiri samkeppni. Við höfum líka talað um það, að fé myndi fylgja skólabörnum þannig að foreldrar geti haft meira val um skóla,“ sagði Halldór og vitnaði þar í lágt hlutfall einkaskóla hér á landi þegar þáttastjórnandi benti á að nú þegar gætu foreldrar valið skóla barna sinna.Menntagúrúinn til bjargar Líf mótmælti þessum hugmyndum Halldórs og sagði að lönd á borð við Svíþjóð, sem hefðu tekið upp þetta kerfi, væru að falla frá því. Halldór benti þá á að einkaskólar væru algengir í Svíþjóð og að mikil ásókn væri í einkaskóla hér á landi. Líf ræddi einnig um nýtt samstarf við sérfræðing í menntamálum, Pasi Sahlberg. „Við erum farin af stað með mjög víðtækt samráð í því að móta menntastefnu til framtíðar. Við höfum fengið til okkar Pasi Sahlberg, sem er mikill menntagúru, finnskur. Hann segir að við skulum ekki leggja áherslu á þessa samkeppni, við skulum setja nemandann í forgrunn og hvernig honum tekst að finna sína fjöl í skólakerfinu. Allt of mörgum börnum líður illa, það er allt of mikið einelti,“ sagði Líf og taldi að það væru aðrir mikilvægari þættir heldur en samkeppni á skólamarkaði, sem þyrfti að huga að. Halldór greip þá fram í og sagði þetta vera blaður. „Þetta er svo mikið bla, bla, bla Líf, þetta er svo mikið blaður,“ sagði Halldór en sagði að hann væri ekki að meina að þetta væri blaður í Líf heldur þyrfti að setja varnagla á svona gúrúa þar sem þeir hefðu ekki endilega alltaf rétt fyrir sér. Búið er að setja á fót starfshópa, skipaða af fagfólki úr skólasamfélaginu, til að leita leiða til að bregðast við kjörum og starfsaðstæðum kennara.
Skóla - og menntamál Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Fleiri fréttir Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Sjá meira