Lið í efri hlutanum haft samband við Atla Ævar Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. júní 2017 06:00 Handboltamaðurinn Atli Ævar Ingólfsson er nánast örugglega á heimleið eftir fimm ára dvöl í atvinnumennsku í Danmörku og Svíþjóð en samningur hans hjá sænska liðinu Sävehof er útrunninn. „Það er ekki 100 prósent búið að negla það að ég komi heim en það er ansi líklegt. Það lítur út fyrir að við séum á heimleið og því er ég að skoða hvað er í boði,“ segir Atli Ævar sem vildi ekki halda áfram hjá Sävehof en möguleikar voru þó á borðinu í atvinnumennskunni. „Ég átti fund með íþróttastjóranum í byrjun janúar og þar kom í ljós strax að við værum ekki að fara að ná samningum. Við vorum ekki alveg á sömu blaðsíðu með samningsatriði þannig að það gekk ekki upp og þá fór ég að leita annað. Það var áhugi bæði í Skandinavíu og utan hennar en að öllum líkindum er ég að koma heim,“ segir Atli.Málið flæktist Atli er ekki nema 29 ára og hefur verið úti síðan hann hjálpaði HK að vinna sinn fyrsta og eina Íslandsmeistaratitil árið 2012. Eins og hann segir voru möguleikar í stöðunni að halda áfram atvinnumennskunni erlendis en það er annað sem er að kalla hann heim. „Það komu upp ákveðnar fjölskylduaðstæður sem eru að ýta mér heim. Það flæktist bara allt saman þegar þetta kom upp. Núna er ég bara að ganga frá ýmsum lausum endum hérna úti eftir smá flakk með landsliðinu áður en ég kem heim í frí,“ segir Atli Ævar sem hefur nú þegar rætt við sum af betri liðunum í Olís-deildinni. „Það eru tvö til þrjú lið sem eru búin að hafa meira samband en önnur lið. Það eru þau sem ég er að skoða núna. Þetta eru lið í efri hlutanum sem við erum að tala um.“Akureyri væri spennandi Atli Ævar er Akureyringur og höfðu borist fréttir þess efnis að Akureyri Handboltafélag sem er Þór í dag væri búið að hafa samband við Atla. „Það hefði verið rosalega gaman að fara til Akureyrar ef þeir væru í efstu deild. Það hefði klárlega verið kostur en það er erfitt að fara niður í 1. deildina núna. Ég er ekkert að gera lítið úr 1. deildinni en maður þarf aðeins að hugsa um sjálfan sig og halda sér í bestu deildinni. Ég er samt búinn að tala við Sverre og hann veit stöðuna á mér,“ segir Atli Ævar sem kveðst spenntur fyrir Olís-deildinni sem verður gríðarlega sterk á næsta ári. „Þetta verður alveg geggjuð deild. Það er fullt af flottum leikmönnum að hrúgast heim. Þetta lítur alveg rosalega vel út. Deildin fær bara spark í rassgatið með svona meðbyr. Ég vona að þetta verði bara gaman. Fyrst það eru allar líkur á að ég sé að koma heim er bara gaman að umhverfið sem maður kemur heim í sé svona flott,“ segir Atli Ævar.Geir veit hvað ég get Þrátt fyrir að hafa verið að spila með góðum liðum í Svíþjóð undanfarin ár hafa landsleikir Atla Ævars verið af skornum skammti. Hann var kallaður inn á æfingamótið í Noregi fyrr í þessum mánuði og aftur á æfingar eftir tapið á móti Tékklandi en fékk svo ekki tækifæri í leiknum á móti Úkraínu. Atli Ævar hefur þurft að horfa á til dæmis Eyjamanninn Kára Kristján Kristjánsson halda sér fyrir utan hópinn en hann hefur fengið nokkra gagnrýni fyrir frammistöðu sína með landsliðinu. Geir Sveinsson viðurkenndi svo í viðtali við Fréttablaðið að Kári hefði verið í landsliðinu í síðustu leikjum vegna þess að hann er svo sterkur utan vallar. Var þetta ekkert högg fyrir Atla Ævar? „Það auðvitað hægt að fara í fýlu yfir hinu og þessu en ég er ekkert að pæla of mikið í þessu þó að ýmislegt fljúgi nú í gegnum hausinn á manni,“ segir Atli Ævar pollrólegur. „Ég fékk boð til Noregs þar sem mér gekk mjög vel og svo fékk ég tvær æfingar fyrir Úkraínuleikinn til að sýna hvað ég hef upp á að bjóða. Ég er bara ánægður með að Geir veit núna nákvæmlega hvað hann hefur í höndunum með mig. Það er gott fyrir hann að vita ef hann vill velja mig aftur,“ segir Atli Ævar Ingólfsson. Olís-deild karla Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ Sjá meira
Handboltamaðurinn Atli Ævar Ingólfsson er nánast örugglega á heimleið eftir fimm ára dvöl í atvinnumennsku í Danmörku og Svíþjóð en samningur hans hjá sænska liðinu Sävehof er útrunninn. „Það er ekki 100 prósent búið að negla það að ég komi heim en það er ansi líklegt. Það lítur út fyrir að við séum á heimleið og því er ég að skoða hvað er í boði,“ segir Atli Ævar sem vildi ekki halda áfram hjá Sävehof en möguleikar voru þó á borðinu í atvinnumennskunni. „Ég átti fund með íþróttastjóranum í byrjun janúar og þar kom í ljós strax að við værum ekki að fara að ná samningum. Við vorum ekki alveg á sömu blaðsíðu með samningsatriði þannig að það gekk ekki upp og þá fór ég að leita annað. Það var áhugi bæði í Skandinavíu og utan hennar en að öllum líkindum er ég að koma heim,“ segir Atli.Málið flæktist Atli er ekki nema 29 ára og hefur verið úti síðan hann hjálpaði HK að vinna sinn fyrsta og eina Íslandsmeistaratitil árið 2012. Eins og hann segir voru möguleikar í stöðunni að halda áfram atvinnumennskunni erlendis en það er annað sem er að kalla hann heim. „Það komu upp ákveðnar fjölskylduaðstæður sem eru að ýta mér heim. Það flæktist bara allt saman þegar þetta kom upp. Núna er ég bara að ganga frá ýmsum lausum endum hérna úti eftir smá flakk með landsliðinu áður en ég kem heim í frí,“ segir Atli Ævar sem hefur nú þegar rætt við sum af betri liðunum í Olís-deildinni. „Það eru tvö til þrjú lið sem eru búin að hafa meira samband en önnur lið. Það eru þau sem ég er að skoða núna. Þetta eru lið í efri hlutanum sem við erum að tala um.“Akureyri væri spennandi Atli Ævar er Akureyringur og höfðu borist fréttir þess efnis að Akureyri Handboltafélag sem er Þór í dag væri búið að hafa samband við Atla. „Það hefði verið rosalega gaman að fara til Akureyrar ef þeir væru í efstu deild. Það hefði klárlega verið kostur en það er erfitt að fara niður í 1. deildina núna. Ég er ekkert að gera lítið úr 1. deildinni en maður þarf aðeins að hugsa um sjálfan sig og halda sér í bestu deildinni. Ég er samt búinn að tala við Sverre og hann veit stöðuna á mér,“ segir Atli Ævar sem kveðst spenntur fyrir Olís-deildinni sem verður gríðarlega sterk á næsta ári. „Þetta verður alveg geggjuð deild. Það er fullt af flottum leikmönnum að hrúgast heim. Þetta lítur alveg rosalega vel út. Deildin fær bara spark í rassgatið með svona meðbyr. Ég vona að þetta verði bara gaman. Fyrst það eru allar líkur á að ég sé að koma heim er bara gaman að umhverfið sem maður kemur heim í sé svona flott,“ segir Atli Ævar.Geir veit hvað ég get Þrátt fyrir að hafa verið að spila með góðum liðum í Svíþjóð undanfarin ár hafa landsleikir Atla Ævars verið af skornum skammti. Hann var kallaður inn á æfingamótið í Noregi fyrr í þessum mánuði og aftur á æfingar eftir tapið á móti Tékklandi en fékk svo ekki tækifæri í leiknum á móti Úkraínu. Atli Ævar hefur þurft að horfa á til dæmis Eyjamanninn Kára Kristján Kristjánsson halda sér fyrir utan hópinn en hann hefur fengið nokkra gagnrýni fyrir frammistöðu sína með landsliðinu. Geir Sveinsson viðurkenndi svo í viðtali við Fréttablaðið að Kári hefði verið í landsliðinu í síðustu leikjum vegna þess að hann er svo sterkur utan vallar. Var þetta ekkert högg fyrir Atla Ævar? „Það auðvitað hægt að fara í fýlu yfir hinu og þessu en ég er ekkert að pæla of mikið í þessu þó að ýmislegt fljúgi nú í gegnum hausinn á manni,“ segir Atli Ævar pollrólegur. „Ég fékk boð til Noregs þar sem mér gekk mjög vel og svo fékk ég tvær æfingar fyrir Úkraínuleikinn til að sýna hvað ég hef upp á að bjóða. Ég er bara ánægður með að Geir veit núna nákvæmlega hvað hann hefur í höndunum með mig. Það er gott fyrir hann að vita ef hann vill velja mig aftur,“ segir Atli Ævar Ingólfsson.
Olís-deild karla Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ Sjá meira