Klúður á Alþingi lamar endurupptökunefnd Snærós Sindradóttir skrifar 27. júní 2017 06:00 Björn L. Bergsson formaður endurupptökunefndar. vísir/gva Endurupptökunefnd er óstarfhæf þar til Alþingi kemur saman á ný um miðjan september næstkomandi. Skipan nefndarmanns í endurupptökunefnd rann út 16. maí síðastliðinn en Alþingi gleymdi að skipa nýjan nefndarmann í stað hans fyrir þingrof. „Það gerist ekkert fyrr en Alþingi finnur út úr þessu. Ég veit ekki alveg hvar svartipétur liggur en það er alveg ljóst að þetta gleymdist,“ segir Björn L. Bergsson, formaður endurupptökunefndar. Eftir miðnætti á lokadegi Alþingis samþykkti Alþingi hins vegar tilnefningu Hauks Arnar Birgissonar í nefndina og er hann skráður nefndarmaður á heimasíðu Alþingis. Það er hins vegar misskilningur. Endurupptökunefnd bað Alþingi um að samþykkja tímabundna skipan Hauks Arnar í nefndina, fyrst í janúar og síðar í mars, til að bregðast við vanhæfi Ásgerðar Ragnarsdóttur í þremur málum sem fyrir endurupptökunefnd komu. Alþingi tók þá beiðni nefndarinnar hins vegar ekki fyrir fyrr en á lokadegi þings. Í tillögunni kemur þó skýrt fram að Haukur sé skipaður tímabundið í stað Ásgerðar en sú samþykkt gengur þvert á þá staðreynd að tími Ásgerðar í nefndinni var liðinn og því ekki hægt að skipa í stað hennar. Aldrei stóð til að Haukur yrði fullgildur nefndarmaður. Björn segir ekki ljóst hver hefði átt að passa upp á nýja skipan í nefndina en Alþingi tilnefnir einn nefndarmann af þremur í nefndina og dómsmálaráðuneytið skipar hina. Ekki fengust skýr svör frá Alþingi og ráðuneytinu við vinnslu fréttarinnar um hvar ábyrgðin liggur. „Við erum búin að koma því á framfæri við ráðuneytið að við þessar aðstæður er nefndin ekki fullmönnuð og því beint til ráðuneytisins að hlutast til um að Alþingi kjósi nefndarmann við fyrsta tækifæri,“ segir Björn. Samkvæmt vef Alþingis kemur þing saman aftur 12. september. Endurupptökunefnd hefur hins vegar verið óstarfhæf frá 16. maí og allt stefnir því í að hún afgreiði engin mál í fjóra mánuði. Björn segir að nú þegar bíði um tíu mál afgreiðslu hjá nefndinni. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Sjá meira
Endurupptökunefnd er óstarfhæf þar til Alþingi kemur saman á ný um miðjan september næstkomandi. Skipan nefndarmanns í endurupptökunefnd rann út 16. maí síðastliðinn en Alþingi gleymdi að skipa nýjan nefndarmann í stað hans fyrir þingrof. „Það gerist ekkert fyrr en Alþingi finnur út úr þessu. Ég veit ekki alveg hvar svartipétur liggur en það er alveg ljóst að þetta gleymdist,“ segir Björn L. Bergsson, formaður endurupptökunefndar. Eftir miðnætti á lokadegi Alþingis samþykkti Alþingi hins vegar tilnefningu Hauks Arnar Birgissonar í nefndina og er hann skráður nefndarmaður á heimasíðu Alþingis. Það er hins vegar misskilningur. Endurupptökunefnd bað Alþingi um að samþykkja tímabundna skipan Hauks Arnar í nefndina, fyrst í janúar og síðar í mars, til að bregðast við vanhæfi Ásgerðar Ragnarsdóttur í þremur málum sem fyrir endurupptökunefnd komu. Alþingi tók þá beiðni nefndarinnar hins vegar ekki fyrir fyrr en á lokadegi þings. Í tillögunni kemur þó skýrt fram að Haukur sé skipaður tímabundið í stað Ásgerðar en sú samþykkt gengur þvert á þá staðreynd að tími Ásgerðar í nefndinni var liðinn og því ekki hægt að skipa í stað hennar. Aldrei stóð til að Haukur yrði fullgildur nefndarmaður. Björn segir ekki ljóst hver hefði átt að passa upp á nýja skipan í nefndina en Alþingi tilnefnir einn nefndarmann af þremur í nefndina og dómsmálaráðuneytið skipar hina. Ekki fengust skýr svör frá Alþingi og ráðuneytinu við vinnslu fréttarinnar um hvar ábyrgðin liggur. „Við erum búin að koma því á framfæri við ráðuneytið að við þessar aðstæður er nefndin ekki fullmönnuð og því beint til ráðuneytisins að hlutast til um að Alþingi kjósi nefndarmann við fyrsta tækifæri,“ segir Björn. Samkvæmt vef Alþingis kemur þing saman aftur 12. september. Endurupptökunefnd hefur hins vegar verið óstarfhæf frá 16. maí og allt stefnir því í að hún afgreiði engin mál í fjóra mánuði. Björn segir að nú þegar bíði um tíu mál afgreiðslu hjá nefndinni.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent