Keiluhöll Akureyrar lokað: „Bara búið hjá þessu fólki“ Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 27. júní 2017 19:40 Keila er hin fínasta afþreying að mati margra. Þorgeir, fyrrum eigandi Keiluhallar Akureyrar, segir þetta vera afar sorglegt mál. vísir/KTD Keiluhöllinni á Akureyri hefur verið lokað. Búið er að selja húsnæðið og nýir eigendur stefna á að rífa það til að hefja uppbyggingu á nýjum íbúðum í hverfinu. Þetta var eina keiluhöllin á Norðurlandi. Þorgeir Jónsson, eigandi keiluhallarinnar, segir þetta afar sorglegt mál. Hann hafi fylgst með uppbyggingu starfseminnar fyrir tíu árum síðan og glaðst yfir hverjum nagla sem negldur var í vegg. Hann og starfsmenn hans hafa undanfarið unnið við að rýma keiluhöllina.Framkvæmdir eru hafnar á svæðinu. Blómaval hafði áður verið rekið í húsnæðinu áður en keiluhöllin, með átta keilubrautum, tók til starfa.vísir/KTD„Ég fékk tilkynningu um það í mars að mér bæri að loka fyrir fyrsta maí. Þetta var undarlegt, spes og leiðinlegt,“ segir Þorgeir í samtali við Vísi. Hann segir að íbúum bæjarins þyki þetta sorgleg þróun. Starfsemin hefur að sögn Þorgeirs gengið misvel. „Það versta við þetta, fyrir utan þessa afþreyingu sem er nánast síðasta afþreyingin í bænum, er að það var mikið íþróttastarf í kringum þetta. Það voru fimm lið að spila í Íslandsmóti og kannski það allra dapurlegasta er að það voru tveir sautján ára unglingar í landsliðinu í keilu, þannig að ef ekki verður brugðist við fljótt þá er þetta bara búið hjá þessu fólki,“ segir Þorgeir. Hann nefnir að þrjú lið muni reyna að halda áfram í Íslandsmótinu næsta vetur. Þorgeir segir það ekki í kortunum að opna aðra keiluhöll eins og er. „Ég hef ekkert bolmagn í það og það er svona verið að ræða þetta. Við eigum brautirnar og vélarnar en keiludeildin sem slík hefur ekkert fjármagn í dag. Það vantar bara fjármagn og skilning frá Akureyrarbæ, sem er ekki á borðinu né sýnileg. Staðan er mjög döpur í dag,“ segir Þorgeir. Hann segist þó vita að það verði einn daginn sett upp keiluhöll en það geti hins vegar orðið of seint fyrir það starf sem hafi verið núna. Íþróttir Mest lesið Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Innlent Fleiri fréttir Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Sjá meira
Keiluhöllinni á Akureyri hefur verið lokað. Búið er að selja húsnæðið og nýir eigendur stefna á að rífa það til að hefja uppbyggingu á nýjum íbúðum í hverfinu. Þetta var eina keiluhöllin á Norðurlandi. Þorgeir Jónsson, eigandi keiluhallarinnar, segir þetta afar sorglegt mál. Hann hafi fylgst með uppbyggingu starfseminnar fyrir tíu árum síðan og glaðst yfir hverjum nagla sem negldur var í vegg. Hann og starfsmenn hans hafa undanfarið unnið við að rýma keiluhöllina.Framkvæmdir eru hafnar á svæðinu. Blómaval hafði áður verið rekið í húsnæðinu áður en keiluhöllin, með átta keilubrautum, tók til starfa.vísir/KTD„Ég fékk tilkynningu um það í mars að mér bæri að loka fyrir fyrsta maí. Þetta var undarlegt, spes og leiðinlegt,“ segir Þorgeir í samtali við Vísi. Hann segir að íbúum bæjarins þyki þetta sorgleg þróun. Starfsemin hefur að sögn Þorgeirs gengið misvel. „Það versta við þetta, fyrir utan þessa afþreyingu sem er nánast síðasta afþreyingin í bænum, er að það var mikið íþróttastarf í kringum þetta. Það voru fimm lið að spila í Íslandsmóti og kannski það allra dapurlegasta er að það voru tveir sautján ára unglingar í landsliðinu í keilu, þannig að ef ekki verður brugðist við fljótt þá er þetta bara búið hjá þessu fólki,“ segir Þorgeir. Hann nefnir að þrjú lið muni reyna að halda áfram í Íslandsmótinu næsta vetur. Þorgeir segir það ekki í kortunum að opna aðra keiluhöll eins og er. „Ég hef ekkert bolmagn í það og það er svona verið að ræða þetta. Við eigum brautirnar og vélarnar en keiludeildin sem slík hefur ekkert fjármagn í dag. Það vantar bara fjármagn og skilning frá Akureyrarbæ, sem er ekki á borðinu né sýnileg. Staðan er mjög döpur í dag,“ segir Þorgeir. Hann segist þó vita að það verði einn daginn sett upp keiluhöll en það geti hins vegar orðið of seint fyrir það starf sem hafi verið núna.
Íþróttir Mest lesið Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Innlent Fleiri fréttir Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Sjá meira