Nýr vírus herjar á heiminn Samúel Karl Ólason skrifar 28. júní 2017 06:41 Skilaboðin sem fórnarlömb vírussins sjá. Vísir/AFP Fyrirtæki og stofnanir um heim allan hafa tilkynnt vírus sem heldur gögnum þeirra í gíslingu. Svo virðist sem að Úkraína og Rússland hafi orðið hvað verst úti, en ekki vitað hvaðan árásin hefur verið gerð. Smitist tölvur af vírusnum þarf að greiða 300 dali í Bitcoin til að opna þær aftur. Yfirvöld í Bandaríkjunum biðja fórnarlömb þó um að greiða ekki lausnargjaldið og segja að ekki sé öruggt að tölvurnar verði opnaðar aftur. Sérfræðingar, og þar á meðal Cert-Ís, segja vísbendingar um að vírusinn notist við sama öryggisgalla og WannaCry vírusinn sem fór um heiminn allan í maí. Hann virðist vera ný útfærsla af vírus sem nefnist Petya, samkvæmt frétt BBC. Þessi vírus hefur því fengið nafnið NotPetya. Vírusinn er sagður innihalda kóða sem nefnist Eternal Blue. Þeim kóða var stolið af Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna og var einnig notaður í WannaCry vírusinn. Sjá einnig: Varað við nýrri hrinu tölvuárása Í skilaboðum sem birtast á skjáum tölva sem hafa smitast af vírusum er gefið upp heimilisfang svokallaðs bitcoin veskis og mun vera búið að setja tæplega níu þúsund dali í veskið. Því virðist sem að einhver fórnarlömb hafi brugðið á það ráð að greiða lausnargjaldið. Sérfræðingur sem BBC ræddi við segir að mörg fyrirtæki hafi ekki lokað fyrir þá galla sem WannaCry vírusinn nýtti sér sökum þess hve hratt hann var stöðvaður.Uppfært 07:30 Öryggisfyrirtækið Bleeping Computer hefur fundið leið til að „bólusetja“ tölvur gegn vírusnum. Það er hægt með tiltölulega einföldum hætti og hefur fyrirtækið birt leiðbeiningar á vef sínum. Tækni Tengdar fréttir Hakkarar reyna að endurræsa WannaCry Ítrekuðum og þungum netárásum hefur verið beint gegn vefsvæði sem átti stóran þátt í því að stöðva útbreiðslu vírussins. 20. maí 2017 13:48 Forseti Microsoft harðorður í garð yfirvalda sem hamstra njósnahugbúnað og tölvuvírusa Staðfestir það sem fjölmargir sérfræðingar höfðu bent á eftir að WannyCry-veiran fór að valda usla á föstudaginn, það er að vírusinn byggir á kóða sem tilheyrði stafrænu vopnabúri Bandarísku þjóðaröryggistofnunar, NSA. 15. maí 2017 08:01 Forstjóri Póst-og fjarskiptastofnunar: Gagnagíslatökur komnar til að vera Póst-og fjarskiptastofnun hefur enn sem komið er ekki staðfest veirusmit í neinni tölvu hérlendis að sögn Hrafnkels V. Gíslasonar, forstjóra stofnunarinnar. Gagnagíslatökur séu hins vegar komnar til að vera og fólk þurfi að hafa varann á. 15. maí 2017 09:00 Varað við nýrri hrinu tölvuárása Póst- og fjarskiptastofnun sendir frá sér tilkynningu vegna spilliforrits sem herjar á tölvukerfi í nokkrum löndum. 27. júní 2017 17:52 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Fyrirtæki og stofnanir um heim allan hafa tilkynnt vírus sem heldur gögnum þeirra í gíslingu. Svo virðist sem að Úkraína og Rússland hafi orðið hvað verst úti, en ekki vitað hvaðan árásin hefur verið gerð. Smitist tölvur af vírusnum þarf að greiða 300 dali í Bitcoin til að opna þær aftur. Yfirvöld í Bandaríkjunum biðja fórnarlömb þó um að greiða ekki lausnargjaldið og segja að ekki sé öruggt að tölvurnar verði opnaðar aftur. Sérfræðingar, og þar á meðal Cert-Ís, segja vísbendingar um að vírusinn notist við sama öryggisgalla og WannaCry vírusinn sem fór um heiminn allan í maí. Hann virðist vera ný útfærsla af vírus sem nefnist Petya, samkvæmt frétt BBC. Þessi vírus hefur því fengið nafnið NotPetya. Vírusinn er sagður innihalda kóða sem nefnist Eternal Blue. Þeim kóða var stolið af Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna og var einnig notaður í WannaCry vírusinn. Sjá einnig: Varað við nýrri hrinu tölvuárása Í skilaboðum sem birtast á skjáum tölva sem hafa smitast af vírusum er gefið upp heimilisfang svokallaðs bitcoin veskis og mun vera búið að setja tæplega níu þúsund dali í veskið. Því virðist sem að einhver fórnarlömb hafi brugðið á það ráð að greiða lausnargjaldið. Sérfræðingur sem BBC ræddi við segir að mörg fyrirtæki hafi ekki lokað fyrir þá galla sem WannaCry vírusinn nýtti sér sökum þess hve hratt hann var stöðvaður.Uppfært 07:30 Öryggisfyrirtækið Bleeping Computer hefur fundið leið til að „bólusetja“ tölvur gegn vírusnum. Það er hægt með tiltölulega einföldum hætti og hefur fyrirtækið birt leiðbeiningar á vef sínum.
Tækni Tengdar fréttir Hakkarar reyna að endurræsa WannaCry Ítrekuðum og þungum netárásum hefur verið beint gegn vefsvæði sem átti stóran þátt í því að stöðva útbreiðslu vírussins. 20. maí 2017 13:48 Forseti Microsoft harðorður í garð yfirvalda sem hamstra njósnahugbúnað og tölvuvírusa Staðfestir það sem fjölmargir sérfræðingar höfðu bent á eftir að WannyCry-veiran fór að valda usla á föstudaginn, það er að vírusinn byggir á kóða sem tilheyrði stafrænu vopnabúri Bandarísku þjóðaröryggistofnunar, NSA. 15. maí 2017 08:01 Forstjóri Póst-og fjarskiptastofnunar: Gagnagíslatökur komnar til að vera Póst-og fjarskiptastofnun hefur enn sem komið er ekki staðfest veirusmit í neinni tölvu hérlendis að sögn Hrafnkels V. Gíslasonar, forstjóra stofnunarinnar. Gagnagíslatökur séu hins vegar komnar til að vera og fólk þurfi að hafa varann á. 15. maí 2017 09:00 Varað við nýrri hrinu tölvuárása Póst- og fjarskiptastofnun sendir frá sér tilkynningu vegna spilliforrits sem herjar á tölvukerfi í nokkrum löndum. 27. júní 2017 17:52 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Hakkarar reyna að endurræsa WannaCry Ítrekuðum og þungum netárásum hefur verið beint gegn vefsvæði sem átti stóran þátt í því að stöðva útbreiðslu vírussins. 20. maí 2017 13:48
Forseti Microsoft harðorður í garð yfirvalda sem hamstra njósnahugbúnað og tölvuvírusa Staðfestir það sem fjölmargir sérfræðingar höfðu bent á eftir að WannyCry-veiran fór að valda usla á föstudaginn, það er að vírusinn byggir á kóða sem tilheyrði stafrænu vopnabúri Bandarísku þjóðaröryggistofnunar, NSA. 15. maí 2017 08:01
Forstjóri Póst-og fjarskiptastofnunar: Gagnagíslatökur komnar til að vera Póst-og fjarskiptastofnun hefur enn sem komið er ekki staðfest veirusmit í neinni tölvu hérlendis að sögn Hrafnkels V. Gíslasonar, forstjóra stofnunarinnar. Gagnagíslatökur séu hins vegar komnar til að vera og fólk þurfi að hafa varann á. 15. maí 2017 09:00
Varað við nýrri hrinu tölvuárása Póst- og fjarskiptastofnun sendir frá sér tilkynningu vegna spilliforrits sem herjar á tölvukerfi í nokkrum löndum. 27. júní 2017 17:52