Heilbrigðisfrumvarp repúblikana í öndunarvél Samúel Karl Ólason skrifar 28. júní 2017 12:15 Donald Trump stendur á bakvið þá Mitch McConnell og þingmanninn Pat Roberts. Vísir/Getty Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, hefur frestað atkvæðagreiðslu um umdeilt heilbrigðisfrumvarp vegna andstöðu flokksmanna sinna við frumvarpið. Útlit var fyrir að frumvarpinu hefði verið hafnað, hefði verið kosið um það nú í vikunni eins og til stóð. McConnell mun því nota tímann sem hann vann sér inn til að þjappa þingmönnum sínum saman. Til stendur að kjósa um frumvarpið eftir 4. júlí, þjóðhátíðardag Bandaríkjanna. „Við munum ekki kjósa um frumvarpið í þessari viku, en við erum enn að vinna að því að ná minnst 50 manns á þægilegan stað,“ er haft eftir McConnell á vef New York Times. Öldungaþingmenn repúblikana eru 52 á móti 48 þingmönnum demókrata. Samkvæmt hinni óháðu stofnun Congressional Budget Office, mun frumvarpið leiða til þess að 22 milljónir manna muni missa tryggingar sínar fyrir árið 2026. Þá er talið að frumvarpið muni koma verulega niður á öldruðu, veiku og fátæku fólki.Sjá einnig: Heilbrigðisfrumvarp repúblikana á gjörgæslu Samkvæmt niðurstöðum CBO yrðu alls 49 milljónir manna án tryggingar í Bandaríkjunum árið 2026. Miðað við núverandi lög er áætlað að sú tala verði 28 milljónir. Úttektin leiddi til þess að einhverjir þingmönnum fannst niðurskurðurinn í frumvarpinu of mikill og aðrir neituðu að styðja það þar sem ekki væri gengið nægilega langt í niðurskurði. Minnst fimm þingmenn repúblikana lýstu yfir andstöðu sinni við frumvarpið.McConnell fundaði um stöðuna með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og öðrum þingmönnum í gær. Eftir fundinn sagði hann blaðamönnum að ef honum tækist ekki að þjappa sínu fólki saman, þyrfti hann að semja við Chuck Schumer, leiðtoga minnihlutans. „Þessu lýkur með tveimur mögulegum leiðum. Annað hvort munu repúblikanar vera sammála og breyta stöðunni, eða markaðirnir munu halda áfram að hrynja og við munum neyðast til að setja niður með Schumer. Mig grunar að allar viðræður við demókrata muni ekki innihalda þær breytingar sem við viljum gera.“Repúblikanar hafa barist gegn núverandi lögum um heilbrigðiskerfi og sjúkratryggingar Bandaríkjanna í um sjö ár. Fulltrúadeild þingsins samdi frumvarp og samþykkti naumlega fyrr á árinu, en repúblikanar í öldungadeildinni hafa breytt því mjög mikið og í raun skrifað nýtt. Það var opinberað í síðustu viku og hefur verið harðlega gagnrýnt. Í kosningabaráttunni lofaði Trump að hann myndi breyta kerfinu á fyrsta degi. Bæði frumvörpin sem hafa litið dagsins ljós síðan þá, eru ekki í samræmi við loforð forsetans. Eftir fundinn í gær sagði Trump að þingmennirnir væru mjög nærri því að tryggja þau atkvæði sem væru nauðsynleg. „Þetta verður frábært ef okkur tekst það,“ sagði Trump, samkvæmt Washington Post. „Ef okkur tekst það ekki, verður þetta eitthvað sem við munum ekki kunna vel við og það er í lagi. Ég skil það mjög vel.“ Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Sjá meira
Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, hefur frestað atkvæðagreiðslu um umdeilt heilbrigðisfrumvarp vegna andstöðu flokksmanna sinna við frumvarpið. Útlit var fyrir að frumvarpinu hefði verið hafnað, hefði verið kosið um það nú í vikunni eins og til stóð. McConnell mun því nota tímann sem hann vann sér inn til að þjappa þingmönnum sínum saman. Til stendur að kjósa um frumvarpið eftir 4. júlí, þjóðhátíðardag Bandaríkjanna. „Við munum ekki kjósa um frumvarpið í þessari viku, en við erum enn að vinna að því að ná minnst 50 manns á þægilegan stað,“ er haft eftir McConnell á vef New York Times. Öldungaþingmenn repúblikana eru 52 á móti 48 þingmönnum demókrata. Samkvæmt hinni óháðu stofnun Congressional Budget Office, mun frumvarpið leiða til þess að 22 milljónir manna muni missa tryggingar sínar fyrir árið 2026. Þá er talið að frumvarpið muni koma verulega niður á öldruðu, veiku og fátæku fólki.Sjá einnig: Heilbrigðisfrumvarp repúblikana á gjörgæslu Samkvæmt niðurstöðum CBO yrðu alls 49 milljónir manna án tryggingar í Bandaríkjunum árið 2026. Miðað við núverandi lög er áætlað að sú tala verði 28 milljónir. Úttektin leiddi til þess að einhverjir þingmönnum fannst niðurskurðurinn í frumvarpinu of mikill og aðrir neituðu að styðja það þar sem ekki væri gengið nægilega langt í niðurskurði. Minnst fimm þingmenn repúblikana lýstu yfir andstöðu sinni við frumvarpið.McConnell fundaði um stöðuna með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og öðrum þingmönnum í gær. Eftir fundinn sagði hann blaðamönnum að ef honum tækist ekki að þjappa sínu fólki saman, þyrfti hann að semja við Chuck Schumer, leiðtoga minnihlutans. „Þessu lýkur með tveimur mögulegum leiðum. Annað hvort munu repúblikanar vera sammála og breyta stöðunni, eða markaðirnir munu halda áfram að hrynja og við munum neyðast til að setja niður með Schumer. Mig grunar að allar viðræður við demókrata muni ekki innihalda þær breytingar sem við viljum gera.“Repúblikanar hafa barist gegn núverandi lögum um heilbrigðiskerfi og sjúkratryggingar Bandaríkjanna í um sjö ár. Fulltrúadeild þingsins samdi frumvarp og samþykkti naumlega fyrr á árinu, en repúblikanar í öldungadeildinni hafa breytt því mjög mikið og í raun skrifað nýtt. Það var opinberað í síðustu viku og hefur verið harðlega gagnrýnt. Í kosningabaráttunni lofaði Trump að hann myndi breyta kerfinu á fyrsta degi. Bæði frumvörpin sem hafa litið dagsins ljós síðan þá, eru ekki í samræmi við loforð forsetans. Eftir fundinn í gær sagði Trump að þingmennirnir væru mjög nærri því að tryggja þau atkvæði sem væru nauðsynleg. „Þetta verður frábært ef okkur tekst það,“ sagði Trump, samkvæmt Washington Post. „Ef okkur tekst það ekki, verður þetta eitthvað sem við munum ekki kunna vel við og það er í lagi. Ég skil það mjög vel.“
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Sjá meira