Blaðafulltrúi Hvíta hússins auglýsti vafasamt myndband um leið og hann gagnrýndi gervifréttir Kjartan Kjartansson skrifar 28. júní 2017 16:59 Sarah Huckabee Sanders lét fjölmiðlamenn fá það óþvegið í Hvíta húsinu í gær. Vísir/EPA Myndband sem sýnir framleiðanda hjá CNN efast um fréttaflutning stöðvarinnar af Donald Trump var framleitt af vefsíðu sem er þekkt fyrir vafasama framsetningu á leynilegum upptökum. Blaðafulltrúi Hvíta hússins mælti með myndbandinu í gær um leið og hann sakaði fjölmiðla um að flytja „gervifréttir“. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, hélt langa tölu yfir blaðamönnum í Hvíta húsinu í gær og fór mikinn um illsku fjölmiðla. Hvatti hún alla landsmenn til að horfa á myndbandið fyrrnefnda óháð því hvort það sem það sýndi væri rétt eða ekki. Það sem það sýndi væri „skömm fyrir alla fjölmiðla, alla blaðamennsku“. Starfsmaður CNN að nafni John Bonifield heyrist á upptökunni segja að honum virðist að umfjöllun stöðvarinnar um meint tengsl Trump við Rússa gæti verið „kjaftæði“. Fréttamenn hennar hafi í raun ekkert fast í höndunum en haldi áfram að segja frá málinu til að halda uppi áhorfi og lestri. Þó að Sanders mælti með myndbandinu á svo kröftugan hátt treysti hún sér ekki til að fullyrða um sannleiksgildi þess.Misvísandi fullyrðingar um stöðu Bonfield hjá CNN Eins og Washington Post bendir á er hins vegar margt bogið við myndbandið sem um ræðir. Framleiðandi þess er James O'Keefe, íhaldsmaður sem heldur úti samtökunum Project Veritas. Hann er þekktur fyrir að beina spjótum sínum að pólitískum andstæðingum og að klippa upptökur saman til að sýna þá í sem verstu ljósi. Í myndbandinu ræðir nafnlaus maður sem vinnur fyrir O'Keefe við Bonifield sem að sögn CNN taldi sig vera að ræða við mann sem hefði áhuga á að starfa við blaðamennsku. Bonifield vissi ekki af því að samtalið væri tekið upp.James O'Keefe er aðgerðasinni af hægri væng bandarískra stjórnmála sem er þekktur fyrir vafasöm vinnubrögð og leynilegar upptökur.Vísir/EPAProject Veritas kynnir Bonifield sem „yfirframleiðandi“ sem gefur í skyn að hann sé ofarlega í goggunarröðinni hjá CNN. Í raun og veru er Bonifield hins vegar framleiðandi fyrir fréttir af heilbrigðis- og matvælamálum hjá CNN. Ekkert liggur því fyrir um hversu mikið hann veit um vinnubrögð CNN þegar kemur að stjórnmálum. Hann er er þar að auki staðsettur í Atlanta en ekki í Washington-borg eða New York þar sem meirihluti frétta stöðvarinnar af stjórnmálum er framleiddur.Fékk skilorðsbundinn dóm fyrir innbrot á skrifstofu þingmanns Project Veritas hefur reglulega notast við leynilegar upptökur af þessu tagi. Útsendarar samtakanna hafa meðal annars villt á sér heimildir og logið til að nálgast viðfangsefni sín. O'Keefe fékk sjálfur skilorðsbundinn dóm fyrir að reyna að komast dulbúinn inn á skrifstofu öldungadeildarþingmanns í New Orleans og eiga við símana hans árið 2010.Sjá einnig:Þrír fréttamenn hætta hjá CNN vegna fréttar um Trump og Rússa Hann reyndi einnig að leggja gildru fyrir fréttamann CNN í fyrra. Bauð hann fréttamanninum á bát sem hann hafði fyllt með ýmsum kynlífsleikföngum. Fréttamaðurinn hafði verið að vinna að frétt um kvikmyndagerðarmynd úr röðum íhaldsmanna eins og O'Keefe.Forsetinn stekkur á gagnrýnina á CNN Donald Trump nýtti sér hins vegar myndband O'Keefe af Bonifield en hann hefur ráðist ítrekað á CNN með stimpli sínum um að stöðin flytji „gervifréttir“ af honum. Áður hafði Trump vegið í sama knérunn þegar þrír fréttamenn CNN sögðu upp störfum eftir að stöðin dró til baka frétt af meintum tengslum eins samstarfsmanna Trump við Rússa. Töldu yfirmenn CNN að fréttin stæðist ekki ritstjórnarleg viðmið. Þeir hafa þó ekki fullyrt að fréttin hafi verið efnislega röng. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Sjá meira
Myndband sem sýnir framleiðanda hjá CNN efast um fréttaflutning stöðvarinnar af Donald Trump var framleitt af vefsíðu sem er þekkt fyrir vafasama framsetningu á leynilegum upptökum. Blaðafulltrúi Hvíta hússins mælti með myndbandinu í gær um leið og hann sakaði fjölmiðla um að flytja „gervifréttir“. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, hélt langa tölu yfir blaðamönnum í Hvíta húsinu í gær og fór mikinn um illsku fjölmiðla. Hvatti hún alla landsmenn til að horfa á myndbandið fyrrnefnda óháð því hvort það sem það sýndi væri rétt eða ekki. Það sem það sýndi væri „skömm fyrir alla fjölmiðla, alla blaðamennsku“. Starfsmaður CNN að nafni John Bonifield heyrist á upptökunni segja að honum virðist að umfjöllun stöðvarinnar um meint tengsl Trump við Rússa gæti verið „kjaftæði“. Fréttamenn hennar hafi í raun ekkert fast í höndunum en haldi áfram að segja frá málinu til að halda uppi áhorfi og lestri. Þó að Sanders mælti með myndbandinu á svo kröftugan hátt treysti hún sér ekki til að fullyrða um sannleiksgildi þess.Misvísandi fullyrðingar um stöðu Bonfield hjá CNN Eins og Washington Post bendir á er hins vegar margt bogið við myndbandið sem um ræðir. Framleiðandi þess er James O'Keefe, íhaldsmaður sem heldur úti samtökunum Project Veritas. Hann er þekktur fyrir að beina spjótum sínum að pólitískum andstæðingum og að klippa upptökur saman til að sýna þá í sem verstu ljósi. Í myndbandinu ræðir nafnlaus maður sem vinnur fyrir O'Keefe við Bonifield sem að sögn CNN taldi sig vera að ræða við mann sem hefði áhuga á að starfa við blaðamennsku. Bonifield vissi ekki af því að samtalið væri tekið upp.James O'Keefe er aðgerðasinni af hægri væng bandarískra stjórnmála sem er þekktur fyrir vafasöm vinnubrögð og leynilegar upptökur.Vísir/EPAProject Veritas kynnir Bonifield sem „yfirframleiðandi“ sem gefur í skyn að hann sé ofarlega í goggunarröðinni hjá CNN. Í raun og veru er Bonifield hins vegar framleiðandi fyrir fréttir af heilbrigðis- og matvælamálum hjá CNN. Ekkert liggur því fyrir um hversu mikið hann veit um vinnubrögð CNN þegar kemur að stjórnmálum. Hann er er þar að auki staðsettur í Atlanta en ekki í Washington-borg eða New York þar sem meirihluti frétta stöðvarinnar af stjórnmálum er framleiddur.Fékk skilorðsbundinn dóm fyrir innbrot á skrifstofu þingmanns Project Veritas hefur reglulega notast við leynilegar upptökur af þessu tagi. Útsendarar samtakanna hafa meðal annars villt á sér heimildir og logið til að nálgast viðfangsefni sín. O'Keefe fékk sjálfur skilorðsbundinn dóm fyrir að reyna að komast dulbúinn inn á skrifstofu öldungadeildarþingmanns í New Orleans og eiga við símana hans árið 2010.Sjá einnig:Þrír fréttamenn hætta hjá CNN vegna fréttar um Trump og Rússa Hann reyndi einnig að leggja gildru fyrir fréttamann CNN í fyrra. Bauð hann fréttamanninum á bát sem hann hafði fyllt með ýmsum kynlífsleikföngum. Fréttamaðurinn hafði verið að vinna að frétt um kvikmyndagerðarmynd úr röðum íhaldsmanna eins og O'Keefe.Forsetinn stekkur á gagnrýnina á CNN Donald Trump nýtti sér hins vegar myndband O'Keefe af Bonifield en hann hefur ráðist ítrekað á CNN með stimpli sínum um að stöðin flytji „gervifréttir“ af honum. Áður hafði Trump vegið í sama knérunn þegar þrír fréttamenn CNN sögðu upp störfum eftir að stöðin dró til baka frétt af meintum tengslum eins samstarfsmanna Trump við Rússa. Töldu yfirmenn CNN að fréttin stæðist ekki ritstjórnarleg viðmið. Þeir hafa þó ekki fullyrt að fréttin hafi verið efnislega röng.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Sjá meira