Tíst Trump um Jeff Bezoz, Amazon, Washington Post og „internetskatt“ vekur furðu Samúel Karl Ólason skrifar 29. júní 2017 10:27 Jeff Bezoz og Donald Trump. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur vakið mikla furðu með tísti sem hann birti í gær. Sérfræðingar og fjölmiðlar ytra hafa átt erfitt með að átta sig á tístinu og talsmenn Hvíta hússins hafa ekki viljað útskýra það nánar. Í tístinu ræðst Trump gegn fyrirtækjunum Amazon og Washington Post, sem bæði eru í eigu milljarðamæringsins Jeff Bezoz. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Trump ræðst gegn Amazon og Bezoz. „#AmazonWashingtonPost, sem stundum er kallað verndari þess að Amazon greiði ekki internetskatta (sem þeir ættu að gera) er FALSKAR FRÉTTIR!“ tísti Trump.Í maí í fyrra var Trump reiður Washington Post og sagði hann í viðtali á Fox að Bezoz notaði fjölmiðilinn til þess að þingmenn þorðu ekki að skattleggja Amazon eins og réttast væri að gera. „Amazon er að komast upp með morð þegar kemur að sköttum. Hann [Bezoz] er að nota Washington Post fyrir völd svo að stjórnmálamenn í Washington skattleggi Amazon ekki eins það á að skattlega fyrirtækið.“Í kosningabaráttunni sagði Trump einnig að ef hann yrði kosinn forseti myndi Amazon og Bezoz „lenda í miklum vandræðum“.Trump gæti auðveldlega skapað vandræði fyrir Amazon, en fyrirtækið keypti nýverið Whole Foods fyrir 13,7 milljarða dala, en dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna gæti komið í veg fyrir að kaupin gangi í gegn. Að þessu sinni var Trump líklega reiður yfir frétt Washington Post af því að fölsuð forsíðumynd af honum hefði verið hengd upp í mörgum fasteignum forsetans. Hann hefur þó lengi verið með horn í síðu Washington Post, sem hefur birt margar fréttir hafa komið forsetanum illa. Til dæmis var miðillinn fyrstur til að segja frá myndbandinu af Trump þar sem hann stærði sig af því að geta „gripið í píkurnar“ á konum í skjóli frægðar sinnar.Enginn internetskattur til Í Bandaríkjunum er ekkert sem hægt er að kalla „internetskatt“. Á fyrstu árum Amazon var fyrirtækið gagnrýnt fyrir að borga ekki skatta og sögðu keppinautar fyrirtækisins að það veitti þeim ósanngjarnt forskot.Amazon komst hjá skattgreiðslum vegna úrskurðar Hæstaréttar Bandaríkjanna sem sagði til um að ríki gætu ekki rukkað fyrirtæki um skatt án þess að fyrirtækið væri með raunverulega viðveru í tilteknum ríkjum. Það er að segja með verslun, útibú eða slíkt. Það breyttist þó fyrir nokkrum árum og nú hefur Amazon gengið til liðs við fyrrum andstæðinga sína sem kalla eftir lögum sem myndu skylda öll netsölufyrirtæki til þess að greiða söluskatt. Frumvarp þar að lútandi hefur margsinnis verið lagt fram og hefur verið samþykkt af öldungadeild þingsins. Það hefur þó ekki verið samþykkt í fulltrúadeildinni vegna andstöðu þingmanna repúblikana. Einhverjir gagnrýnendur forsetans hafa haldið því fram að með tísti sínu hafi hann verið að hóta því að leggja skatta á Amazon vegna frétta Washington Post. Hins vegar þykir líklegra að Trump hafi ruglast og sé að tala um áðurnefndan söluskatt, sem Amazon greiðir.Sagði „snjallt“ að borga ekki skatta Ofan á allt þetta er ekki langt síðan Trump sjálfur fundaði með Bezoz og öðrum forsvarsmönnum tæknifyrirtækja þar sem rætt var að lækka skatta á slík fyrirtæki. Bezoz hefur nokkrum sinnum hitt Trump á síðustu mánuðum og virtist ákveðinn friður ríkja þeirra á milli. Þvert á venjur forsetaframbjóðenda undanfarinna áratuga hefur Donald Trump neitað að gera skattaskýrslur sínar opinberar. Þegar Hillary Clinton nefndi það í kappræðum þeirra í fyrra og að þær fáu og gömlu skattaskýrslur sem væru opinberar sýndu að hann hefði ekki borgað tekjuskatt. Þá sagði forsetinn að hann væri snjall fyrir að greiða ekki skatta til ríkisins. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fleiri fréttir Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur vakið mikla furðu með tísti sem hann birti í gær. Sérfræðingar og fjölmiðlar ytra hafa átt erfitt með að átta sig á tístinu og talsmenn Hvíta hússins hafa ekki viljað útskýra það nánar. Í tístinu ræðst Trump gegn fyrirtækjunum Amazon og Washington Post, sem bæði eru í eigu milljarðamæringsins Jeff Bezoz. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Trump ræðst gegn Amazon og Bezoz. „#AmazonWashingtonPost, sem stundum er kallað verndari þess að Amazon greiði ekki internetskatta (sem þeir ættu að gera) er FALSKAR FRÉTTIR!“ tísti Trump.Í maí í fyrra var Trump reiður Washington Post og sagði hann í viðtali á Fox að Bezoz notaði fjölmiðilinn til þess að þingmenn þorðu ekki að skattleggja Amazon eins og réttast væri að gera. „Amazon er að komast upp með morð þegar kemur að sköttum. Hann [Bezoz] er að nota Washington Post fyrir völd svo að stjórnmálamenn í Washington skattleggi Amazon ekki eins það á að skattlega fyrirtækið.“Í kosningabaráttunni sagði Trump einnig að ef hann yrði kosinn forseti myndi Amazon og Bezoz „lenda í miklum vandræðum“.Trump gæti auðveldlega skapað vandræði fyrir Amazon, en fyrirtækið keypti nýverið Whole Foods fyrir 13,7 milljarða dala, en dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna gæti komið í veg fyrir að kaupin gangi í gegn. Að þessu sinni var Trump líklega reiður yfir frétt Washington Post af því að fölsuð forsíðumynd af honum hefði verið hengd upp í mörgum fasteignum forsetans. Hann hefur þó lengi verið með horn í síðu Washington Post, sem hefur birt margar fréttir hafa komið forsetanum illa. Til dæmis var miðillinn fyrstur til að segja frá myndbandinu af Trump þar sem hann stærði sig af því að geta „gripið í píkurnar“ á konum í skjóli frægðar sinnar.Enginn internetskattur til Í Bandaríkjunum er ekkert sem hægt er að kalla „internetskatt“. Á fyrstu árum Amazon var fyrirtækið gagnrýnt fyrir að borga ekki skatta og sögðu keppinautar fyrirtækisins að það veitti þeim ósanngjarnt forskot.Amazon komst hjá skattgreiðslum vegna úrskurðar Hæstaréttar Bandaríkjanna sem sagði til um að ríki gætu ekki rukkað fyrirtæki um skatt án þess að fyrirtækið væri með raunverulega viðveru í tilteknum ríkjum. Það er að segja með verslun, útibú eða slíkt. Það breyttist þó fyrir nokkrum árum og nú hefur Amazon gengið til liðs við fyrrum andstæðinga sína sem kalla eftir lögum sem myndu skylda öll netsölufyrirtæki til þess að greiða söluskatt. Frumvarp þar að lútandi hefur margsinnis verið lagt fram og hefur verið samþykkt af öldungadeild þingsins. Það hefur þó ekki verið samþykkt í fulltrúadeildinni vegna andstöðu þingmanna repúblikana. Einhverjir gagnrýnendur forsetans hafa haldið því fram að með tísti sínu hafi hann verið að hóta því að leggja skatta á Amazon vegna frétta Washington Post. Hins vegar þykir líklegra að Trump hafi ruglast og sé að tala um áðurnefndan söluskatt, sem Amazon greiðir.Sagði „snjallt“ að borga ekki skatta Ofan á allt þetta er ekki langt síðan Trump sjálfur fundaði með Bezoz og öðrum forsvarsmönnum tæknifyrirtækja þar sem rætt var að lækka skatta á slík fyrirtæki. Bezoz hefur nokkrum sinnum hitt Trump á síðustu mánuðum og virtist ákveðinn friður ríkja þeirra á milli. Þvert á venjur forsetaframbjóðenda undanfarinna áratuga hefur Donald Trump neitað að gera skattaskýrslur sínar opinberar. Þegar Hillary Clinton nefndi það í kappræðum þeirra í fyrra og að þær fáu og gömlu skattaskýrslur sem væru opinberar sýndu að hann hefði ekki borgað tekjuskatt. Þá sagði forsetinn að hann væri snjall fyrir að greiða ekki skatta til ríkisins.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fleiri fréttir Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Sjá meira