Íslenski boltinn

Sænskur framherji í Grafarvoginn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ágúst Gylfason er búinn að næla í framherja.
Ágúst Gylfason er búinn að næla í framherja. vísir/anton
Sænski framherjinn Linus Olsson gengur í raðir Fjölnis þegar félagaskiptaglugginn opnar 15. júlí næstkomandi. Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, staðfesti þetta í samtali við Fótbolta.net.

Olsson er ætlað að lífga upp á sóknarleik Fjölnis sem hefur ekki verið merkilegur í upphafi móts. Fjölnismenn hafa aðeins skorað átta mörk í fyrstu níu umferðum Pepsi-deildarinnar, fæst allra liða.

Hinn 25 ára gamli Olsson spilar væntanlega sinn fyrsta leik fyrir Fjölni þegar liðið mætir Grindavík 17. júlí.

Olsson lék síðast með Nykøbing í dönsku B-deildinni. Hann skoraði fjögur mörk í 14 deildarleikjum með liðinu á síðasta tímabili.

Olsson hóf ferilinn með Landskrona í heimalandinu en hann hefur einnig leikið með Trelleborg, Akademisk Boldklub í Danmörku og Oklahoma City Energy í Bandaríkjunum.

Fjölnir situr í 10. sæti Pepsi-deildarinnar. Næsti leikur Grafarvogsliðsins er gegn KR sunnudaginn 9. júlí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×