Dómsmálaráðherra Trump ber vitni í dag Kjartan Kjartansson skrifar 13. júní 2017 10:11 Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. Vísir/AFP Jeff Sessions, dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Donalds Trump, kemur fyrir leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag. Búist er við að hann verði spurður út í samskipti sín við rússneskan sendiherra og aðkomu sína að brottrekstri James Comey, fyrrverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI. Ólíklegt er talið að Sessions muni greina frá samtölum sínum við forsetann, að því er Politico hefur eftir heimildamönnum sem blaðið segir standa ráðherranum nærri. The Guardian segir að mögulega muni Sessions neita að svara og bera fyrir sig réttindi sem handhafar framkvæmdavaldsins hafa til að veita ekki upplýsingar. Sessions varð uppvís að því að hafa ekki greint frá samskiptum sínum við rússneska embættismenn fyrir þingnefnd sem fjallaði um skipan hans í embætti dómsmálaráðherra. Hann sagði sig frá rannsókn á meintum tengslum samstarfsmanna Trump við Rússa í kjölfarið.Ráðherrann líklega sjálfur undir smásjánniComey bar fyrir nefndinni í síðustu viku að hann hefði beðið Sessions um að sjá til þess að Trump hefði ekki beint samband við sig aftur. Sagði hann forsetann hafa krafið sig um hollustu á einkafundi þeirra og lýst von sinni um að Comey hætti rannsókn á tengslunum við Rússa. Túlkaði Comey það sem tilmæli þess efnis.James Comey bar vitni eiðsvarinn í síðustu viku.Vísir/GettyDómsmálaráðuneytið gaf út yfirlýsingu í kjölfarið þar sem það neitaði frásögn Comey af samskiptum þeirra Sessions um forsetann. Politico segir að samskipti Trump og Sessions hafi verið sérlega stirð undanfarið. Forsetinn kenni dómsmálaráðherranum um að skipaður hafi verið sérstakur rannsakandi til að kanna tengsl framboðs hans við Rússa. Þá telur hann að Sessions hefði ekki átt að segja sig frá málunum. Sessions er líklega sjálfur undir smásjánni hjá Robert Mueller, rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. Comey gaf í skyn í framburði sínum í síðustu viku að fleiri ástæður hefðu verið fyrir því að Sessions dróg sig í hlé en aðeins sú að hann hefði komið nærri framboði Trump. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Jeff Sessions kemur fyrir þingnefnd vegna vitnisburðar Comey Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, mun sitja fyrir svörum leyniþjónustunefndar öldungadeildarþings Bandaríkjanna á þriðjudag. 10. júní 2017 23:32 Neitar að hafa rætt um Comey við Trump Donald Trump er sagður hafa kallað James Comey, fyrrverandi forstjóra FBI, „klikkhaus“ á fundi með Sergej Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í síðustu viku. Lavrov neitar því hins vegar að þeir hafi rætt um Comey. 20. maí 2017 17:36 Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Robert Mueller mun hafa yfirumsjón yfir rannsókninni. 17. maí 2017 22:51 Trump krafðist hollustu Comey og vildi fella niður rannsókn Framburður fyrrverandi forstjóra alríkisrlögreglunnar FBI um samskipti hans við Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur verið birtur. 7. júní 2017 18:45 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Sjá meira
Jeff Sessions, dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Donalds Trump, kemur fyrir leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag. Búist er við að hann verði spurður út í samskipti sín við rússneskan sendiherra og aðkomu sína að brottrekstri James Comey, fyrrverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI. Ólíklegt er talið að Sessions muni greina frá samtölum sínum við forsetann, að því er Politico hefur eftir heimildamönnum sem blaðið segir standa ráðherranum nærri. The Guardian segir að mögulega muni Sessions neita að svara og bera fyrir sig réttindi sem handhafar framkvæmdavaldsins hafa til að veita ekki upplýsingar. Sessions varð uppvís að því að hafa ekki greint frá samskiptum sínum við rússneska embættismenn fyrir þingnefnd sem fjallaði um skipan hans í embætti dómsmálaráðherra. Hann sagði sig frá rannsókn á meintum tengslum samstarfsmanna Trump við Rússa í kjölfarið.Ráðherrann líklega sjálfur undir smásjánniComey bar fyrir nefndinni í síðustu viku að hann hefði beðið Sessions um að sjá til þess að Trump hefði ekki beint samband við sig aftur. Sagði hann forsetann hafa krafið sig um hollustu á einkafundi þeirra og lýst von sinni um að Comey hætti rannsókn á tengslunum við Rússa. Túlkaði Comey það sem tilmæli þess efnis.James Comey bar vitni eiðsvarinn í síðustu viku.Vísir/GettyDómsmálaráðuneytið gaf út yfirlýsingu í kjölfarið þar sem það neitaði frásögn Comey af samskiptum þeirra Sessions um forsetann. Politico segir að samskipti Trump og Sessions hafi verið sérlega stirð undanfarið. Forsetinn kenni dómsmálaráðherranum um að skipaður hafi verið sérstakur rannsakandi til að kanna tengsl framboðs hans við Rússa. Þá telur hann að Sessions hefði ekki átt að segja sig frá málunum. Sessions er líklega sjálfur undir smásjánni hjá Robert Mueller, rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. Comey gaf í skyn í framburði sínum í síðustu viku að fleiri ástæður hefðu verið fyrir því að Sessions dróg sig í hlé en aðeins sú að hann hefði komið nærri framboði Trump.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Jeff Sessions kemur fyrir þingnefnd vegna vitnisburðar Comey Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, mun sitja fyrir svörum leyniþjónustunefndar öldungadeildarþings Bandaríkjanna á þriðjudag. 10. júní 2017 23:32 Neitar að hafa rætt um Comey við Trump Donald Trump er sagður hafa kallað James Comey, fyrrverandi forstjóra FBI, „klikkhaus“ á fundi með Sergej Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í síðustu viku. Lavrov neitar því hins vegar að þeir hafi rætt um Comey. 20. maí 2017 17:36 Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Robert Mueller mun hafa yfirumsjón yfir rannsókninni. 17. maí 2017 22:51 Trump krafðist hollustu Comey og vildi fella niður rannsókn Framburður fyrrverandi forstjóra alríkisrlögreglunnar FBI um samskipti hans við Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur verið birtur. 7. júní 2017 18:45 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Sjá meira
Jeff Sessions kemur fyrir þingnefnd vegna vitnisburðar Comey Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, mun sitja fyrir svörum leyniþjónustunefndar öldungadeildarþings Bandaríkjanna á þriðjudag. 10. júní 2017 23:32
Neitar að hafa rætt um Comey við Trump Donald Trump er sagður hafa kallað James Comey, fyrrverandi forstjóra FBI, „klikkhaus“ á fundi með Sergej Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í síðustu viku. Lavrov neitar því hins vegar að þeir hafi rætt um Comey. 20. maí 2017 17:36
Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Robert Mueller mun hafa yfirumsjón yfir rannsókninni. 17. maí 2017 22:51
Trump krafðist hollustu Comey og vildi fella niður rannsókn Framburður fyrrverandi forstjóra alríkisrlögreglunnar FBI um samskipti hans við Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur verið birtur. 7. júní 2017 18:45