NBC ýfir upp sár foreldra barnanna í Sandy Hook Kjartan Kjartansson skrifar 13. júní 2017 11:15 Megyn Kelly hætti á Fox News fyrr á þessu ári og réð sig til NBC. Vísir/EPA Bandaríska sjónvarpsstöðin NBC liggur nú undir harðri gagnrýni vegna viðtals við Alex Jones, þekktan samsæriskenningasmið, sem á að birtast á sunnudag. Jones hefur meðal annars haldið því fram að fjöldamorðið í Sandy Hook hafi verið sett á svið. Tuttugu börn og sex fullorðnir féllu fyrir hendi byssumanns í Sandy Hook-grunnskólanum í Connecticut árið 2012. Jones, sem rekur vefsíðuna Infowars og heldur úti útvarpsþætti, hefur haldið því á lofti að bandarísk stjórnvöld hafi sett morðin á svið með barnaleikurum til að fá almenning til að styðja byssulöggjöf. Jones verður viðmælandi þáttastjórnandans Megyn Kelly á sunnudag. Foreldrar barna sem létust í fjöldamorðinu í Sandy Hook eru reiðir henni og NBC fyrir að gefa samsæriskenningum Jones aukið vægi með þessum hætti. Fylgjendur Jones áreita foreldra myrtra barnaReiði þeirra kemur ekki á óvart. Sumir aðstandendur þeirra sem voru myrt hafa orðið fyrir áreiti frá fólki sem trúir villtum samsæriskenningum Jones og sakar foreldra jafnvel um að taka þátt í gabbi. Alex Jones (t.v.) með Roger Stone, einum helsta ráðgjafa Trump í kosningabarátunni (f.m.).Vísir/AFP „Það er ekki bara hægt að setja hann í kassa og segja að hann sé bara karakter. Hann er virkilega að særa fólk,“ segir Nelba Márquez-Green sem missti sex ára gamla dóttur sína í harmleiknum við AP-fréttastofuna. Hún óttast að svo áberandi viðtal við Jones muni eggja fylgjendur hans áfram og áreiti þeirra muni aukast. Kelly átti að vera veislustjóri á árlegum viðburði aðgerðahóps gegn byssuofbeldi sem stofnaður var af nokkrum foreldrum frá Sandy Hook. Foreldrarnir hafa nú tilkynnt henni að nærveru hennar verði ekki óskað samkvæmt frétt Washington Post. Sandy Hook er fjarri því eina samsæriskenningin sem Jones hefur borið út á öldum ljósvakans. Hann deildi meðal annars framandlegri kenningu um að Hillary Clinton og aðrir demókratar rækju barnaníðingshring í kjallara flatbökustaðar í Washington-borg. Vopnaður maður var síðar handtekinn á staðnum sem sagðist vera að rannsaka hvort það væri satt. Jones sakaði Barack Obama, fyrrverandi forseta, einnig um að eitra vatn í Bandaríkjum með þeim afleiðingum að froskar yrðu samkynhneigðir. Mærður af Trump og veitt blaðamannaskírteini Sjálf ver Kelly ákvörðun sína um að veita Jones rými í sjónvarpsdagskrá einnar stærstu sjónvarpsstöðvar landsins, meðal annars með því að Donald Trump forseti hafi lofað samsæriskenningasmiðinn í hástert. Infowars hafi einnig fengið tímabundin blaðamannaskilríki í Hvíta húsinu nýlega. „Margir þekkja hann ekki. Okkar hlutverk er að varpa ljósi,“ skrifaði Kelly á Twitter. POTUS's been on & praises @RealAlexJones' show. He's giving Infowars a WH press credential. Many don't know him; our job is 2 shine a light. https://t.co/5e88BJyqnz— Megyn Kelly (@megynkelly) June 12, 2017 Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hóf skothríð á umdeildum pítsustað Öfgasinnaðir hægri menn hafa lengi dreift rangri frétt um að Hillary Clinton reki barnaklámshring úr fyrirtækinu. 5. desember 2016 13:48 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump Sjá meira
Bandaríska sjónvarpsstöðin NBC liggur nú undir harðri gagnrýni vegna viðtals við Alex Jones, þekktan samsæriskenningasmið, sem á að birtast á sunnudag. Jones hefur meðal annars haldið því fram að fjöldamorðið í Sandy Hook hafi verið sett á svið. Tuttugu börn og sex fullorðnir féllu fyrir hendi byssumanns í Sandy Hook-grunnskólanum í Connecticut árið 2012. Jones, sem rekur vefsíðuna Infowars og heldur úti útvarpsþætti, hefur haldið því á lofti að bandarísk stjórnvöld hafi sett morðin á svið með barnaleikurum til að fá almenning til að styðja byssulöggjöf. Jones verður viðmælandi þáttastjórnandans Megyn Kelly á sunnudag. Foreldrar barna sem létust í fjöldamorðinu í Sandy Hook eru reiðir henni og NBC fyrir að gefa samsæriskenningum Jones aukið vægi með þessum hætti. Fylgjendur Jones áreita foreldra myrtra barnaReiði þeirra kemur ekki á óvart. Sumir aðstandendur þeirra sem voru myrt hafa orðið fyrir áreiti frá fólki sem trúir villtum samsæriskenningum Jones og sakar foreldra jafnvel um að taka þátt í gabbi. Alex Jones (t.v.) með Roger Stone, einum helsta ráðgjafa Trump í kosningabarátunni (f.m.).Vísir/AFP „Það er ekki bara hægt að setja hann í kassa og segja að hann sé bara karakter. Hann er virkilega að særa fólk,“ segir Nelba Márquez-Green sem missti sex ára gamla dóttur sína í harmleiknum við AP-fréttastofuna. Hún óttast að svo áberandi viðtal við Jones muni eggja fylgjendur hans áfram og áreiti þeirra muni aukast. Kelly átti að vera veislustjóri á árlegum viðburði aðgerðahóps gegn byssuofbeldi sem stofnaður var af nokkrum foreldrum frá Sandy Hook. Foreldrarnir hafa nú tilkynnt henni að nærveru hennar verði ekki óskað samkvæmt frétt Washington Post. Sandy Hook er fjarri því eina samsæriskenningin sem Jones hefur borið út á öldum ljósvakans. Hann deildi meðal annars framandlegri kenningu um að Hillary Clinton og aðrir demókratar rækju barnaníðingshring í kjallara flatbökustaðar í Washington-borg. Vopnaður maður var síðar handtekinn á staðnum sem sagðist vera að rannsaka hvort það væri satt. Jones sakaði Barack Obama, fyrrverandi forseta, einnig um að eitra vatn í Bandaríkjum með þeim afleiðingum að froskar yrðu samkynhneigðir. Mærður af Trump og veitt blaðamannaskírteini Sjálf ver Kelly ákvörðun sína um að veita Jones rými í sjónvarpsdagskrá einnar stærstu sjónvarpsstöðvar landsins, meðal annars með því að Donald Trump forseti hafi lofað samsæriskenningasmiðinn í hástert. Infowars hafi einnig fengið tímabundin blaðamannaskilríki í Hvíta húsinu nýlega. „Margir þekkja hann ekki. Okkar hlutverk er að varpa ljósi,“ skrifaði Kelly á Twitter. POTUS's been on & praises @RealAlexJones' show. He's giving Infowars a WH press credential. Many don't know him; our job is 2 shine a light. https://t.co/5e88BJyqnz— Megyn Kelly (@megynkelly) June 12, 2017
Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hóf skothríð á umdeildum pítsustað Öfgasinnaðir hægri menn hafa lengi dreift rangri frétt um að Hillary Clinton reki barnaklámshring úr fyrirtækinu. 5. desember 2016 13:48 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump Sjá meira
Hóf skothríð á umdeildum pítsustað Öfgasinnaðir hægri menn hafa lengi dreift rangri frétt um að Hillary Clinton reki barnaklámshring úr fyrirtækinu. 5. desember 2016 13:48