Auðveldara og ódýrara að skipta um banka Kristinn Ingi Jónsson skrifar 14. júní 2017 07:00 Landsbankinn hefur meðal annars fallist á að leggja ekki uppgreiðslugjöld á lán með breytilegum vöxtum til einstaklinga og lítilla fyrirtækja. Samkeppniseftirlitið telur að þetta muni auka samkeppni. Fréttablaðið/Andri Marínó Sátt Samkeppniseftirlitsins við Landsbankann um að bankinn grípi til aðgerða sem auðvelda viðskiptavinum að færa viðskipti sín annað er til þess fallin að auka aðhald og samkeppni á bankamarkaði. Þetta segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, í samtali við Fréttablaðið. Viðræður við Arion banka og Íslandsbanka um sams konar aðgerðir eru á lokastigi. Tilkynnt var um sáttina í fyrradag, en aðgerðirnar sem Landsbankinn skuldbindur sig til að grípa til miða meðal annars að því að draga úr þeim kostnaði sem viðskiptavinir verða fyrir þegar þeir skipta um banka, stuðla að virkara aðhaldi af hálfu viðskiptavina og eins vinna gegn aðstæðum sem rennt gætu stoðum undir „þögla samhæfingu“ á bankamarkaði.Páll Gunnar Pálsson, forstjóri SamkeppniseftirlitsinsSem dæmi hefur Landsbankinn fallist á að leggja ekki uppgreiðslugjöld á lán með breytilegum vöxtum til einstaklinga og lítilla fyrirtækja. Þá þurfa þeir sem taka íbúðalán hjá bankanum ekki lengur að færa öll viðskipti sín til bankans. Eins verða viðskiptavinir upplýstir fyrirfram um verulegar breytingar á vöxtum og verðskrá. Páll Gunnar segir Samkeppniseftirlitið lengi hafa stefnt að því að ryðja úr vegi samkeppnishindrunum og búa í haginn fyrir öflugri samkeppni á fjármálamarkaði. „Við höfum meðal annars verið með til skoðunar ýmsa bindingu og höfum, líkt og samkeppniseftirlit víða í kringum okkur, haft áhyggjur af því að það hamli samkeppni þegar einstaklingar og lítil og meðalstór fyrirtæki eiga erfitt með að færa sig á milli þjónustuveitenda vegna ýmiss konar kostnaðar sem af því stafar eða þá vegna þess að það sé erfitt í framkvæmd.“ Á þessum grunni hafi eftirlitið boðað til viðræðna við stóru viðskiptabankana þrjá sumarið 2015, meðal annars um aðgerðir til þess að efla samkeppni og draga úr umræddum skiptikostnaði. Var Landsbankinn fyrsti bankinn til þess að ljúka viðræðunum. Páll Gunnar segir Samkeppniseftirlitið hafa átt mjög uppbyggilegar viðræður við alla bankana að undanförnu. Það sé í sjálfu sér jákvætt að bankarnir séu reiðubúnir til þess að ræða þessa hluti og grípa til aðgerða sem séu hagfelldar viðskiptavinum. „Með því að draga úr hindrunum fyrir viðskiptavini við að skipta um banka geta þeir veitt bönkunum meira aðhald. Þeir hafa þetta vopn í höndunum að geta fært sig á milli banka á einfaldari hátt en áður. Þetta aðhald gerir það væntanlega að verkum að bankarnir reyna að halda í sína viðskiptavini með heilbrigðri samkeppni. Þannig að þetta ætti að skila sér í betri kjörum og betri þjónustu.“ Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Sátt Samkeppniseftirlitsins við Landsbankann um að bankinn grípi til aðgerða sem auðvelda viðskiptavinum að færa viðskipti sín annað er til þess fallin að auka aðhald og samkeppni á bankamarkaði. Þetta segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, í samtali við Fréttablaðið. Viðræður við Arion banka og Íslandsbanka um sams konar aðgerðir eru á lokastigi. Tilkynnt var um sáttina í fyrradag, en aðgerðirnar sem Landsbankinn skuldbindur sig til að grípa til miða meðal annars að því að draga úr þeim kostnaði sem viðskiptavinir verða fyrir þegar þeir skipta um banka, stuðla að virkara aðhaldi af hálfu viðskiptavina og eins vinna gegn aðstæðum sem rennt gætu stoðum undir „þögla samhæfingu“ á bankamarkaði.Páll Gunnar Pálsson, forstjóri SamkeppniseftirlitsinsSem dæmi hefur Landsbankinn fallist á að leggja ekki uppgreiðslugjöld á lán með breytilegum vöxtum til einstaklinga og lítilla fyrirtækja. Þá þurfa þeir sem taka íbúðalán hjá bankanum ekki lengur að færa öll viðskipti sín til bankans. Eins verða viðskiptavinir upplýstir fyrirfram um verulegar breytingar á vöxtum og verðskrá. Páll Gunnar segir Samkeppniseftirlitið lengi hafa stefnt að því að ryðja úr vegi samkeppnishindrunum og búa í haginn fyrir öflugri samkeppni á fjármálamarkaði. „Við höfum meðal annars verið með til skoðunar ýmsa bindingu og höfum, líkt og samkeppniseftirlit víða í kringum okkur, haft áhyggjur af því að það hamli samkeppni þegar einstaklingar og lítil og meðalstór fyrirtæki eiga erfitt með að færa sig á milli þjónustuveitenda vegna ýmiss konar kostnaðar sem af því stafar eða þá vegna þess að það sé erfitt í framkvæmd.“ Á þessum grunni hafi eftirlitið boðað til viðræðna við stóru viðskiptabankana þrjá sumarið 2015, meðal annars um aðgerðir til þess að efla samkeppni og draga úr umræddum skiptikostnaði. Var Landsbankinn fyrsti bankinn til þess að ljúka viðræðunum. Páll Gunnar segir Samkeppniseftirlitið hafa átt mjög uppbyggilegar viðræður við alla bankana að undanförnu. Það sé í sjálfu sér jákvætt að bankarnir séu reiðubúnir til þess að ræða þessa hluti og grípa til aðgerða sem séu hagfelldar viðskiptavinum. „Með því að draga úr hindrunum fyrir viðskiptavini við að skipta um banka geta þeir veitt bönkunum meira aðhald. Þeir hafa þetta vopn í höndunum að geta fært sig á milli banka á einfaldari hátt en áður. Þetta aðhald gerir það væntanlega að verkum að bankarnir reyna að halda í sína viðskiptavini með heilbrigðri samkeppni. Þannig að þetta ætti að skila sér í betri kjörum og betri þjónustu.“
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira