Umfjöllun: Tékkland - Ísland 27-24 | Strákarnir sjálfum sér verstir í Tékklandi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 14. júní 2017 18:00 Aron Pálmarsson á ferðinni í fyrri leik liðanna í Höllinni. vísir/ernir EM-draumur strákanna okkar er svo gott sem dáinn eftir grátlegt tap gegn Tékkum ytra. Ísland átti möguleika að fá að minnsta kosti stig úr leiknum en fór hrikalega illa að ráði sínu. Það er lítið annað um fyrri hálfleik að segja en að hann hafi verið hreinasta hörmung. Íslenska liðið var ömurlega lélegt. Sóknarleikurinn klaufalegur og hægur. Skotin léleg og enginn virtist vita hvað hann ætlaði sér að gera. Pínlegt að horfa á þetta. Dómgæslan var léleg en sóknarleikur Íslands var lélegri. Ekki bætti úr skák að Íslandsbaninn Martin Galia hélt uppteknum þeim óþolandi hætti að verja eins og berserkur gegn okkur. Hann varði um tíu skot í hálfleiknum. Varnarleikurinn var upp og ofan en Björgvin Páll gat ekki klukkað tuðruna í markinu. Aron Rafn kom allt of seint af bekknum. Ef hann hefði ekki komið inn hefði vond staða verið skelfileg í hálfleik. Aron Rafn bjargaði því sem hægt var að bjarga á lokamínútunum. Engu að síður leiddu Tékkar með fimm marka mun í hálfleik, 14-9. Lengi framan af síðari hálfleik gekk ekkert hjá strákunum að saxa á forskotið þó svo bæði vörn- og sóknarleikur væri mun betri en í fyrri hálfleik. Þegar um tíu mínútur voru eftir af leiknum hrökk íslenska liðið aftur á móti í gang. Er fimm mínútur voru eftir af leiknum var munurinn aðeins eitt mark, 23-22, og Tékkar að fara á taugum á meðan okkar menn voru í stuði. Tékkar fengu að hanga lengi á boltanum og skoruðu órúlega dýrmætt mark er þrjár mínútur voru eftir. 25-23. Aron lét svo verja frá sér og vonin dó endanlega er Tékkar skoruðu í kjölfarið. Þetta þýðir að vonin um að komast á EM er lítil. Íslenska liðið átti einfaldlega ekki góðan leik í dag. Aron Pálmarsson er stjarna liðsins og á að draga vagninn. Hann var heillum horfinn í þessum leik og munar um minna. Ólafur Guðmundsson hafði ekkert fram að færa, Rúnar Kárason gat ekkert í fyrri hálfleik og fór á bekkinn og sat þar til enda. Kári slakur á línunni og grátlegt að geta ekki fengið meira út úr línusendingum Arons. Guðjón Valur skilaði sínu allan leikinn og innkoma Janusar Daða í síðari hálfleik var vítamínið sem liðið þurfti. Hann var frábær. Stal boltum í vörninni, eins og Alexander Petersson, og var beittur í sókninni. Ómar Ingi lék af skynsemi en skoraði aðeins eitt mark. Aron Rafn varði ágætlega. Leikurinn var of kaflaskiptur og liðið nýtti færin sín hrikalega illa. Í raun var liðið sjálfu sér verst. Strákarnir köstuðu frá sér þeim tækifærum sem gáfust í leiknum. Andlegi styrkurinn virðist ekki vera nógu mikill. Þetta lið er einfaldlega ekki orðið nógu gott eins og þetta tap gegn Tékklandi sannaði. Frammistaða liðsins í undankeppninni hefur valdið vonbrigðum. Það eru leikmenn í liðinu sem geta mun betur en það er ekki nóg að tala um það. Það verður að sýna og sanna. Það gengur illa. Hér að neðan má sjá leiklýsinguna.Tékkland - Ísland:
EM-draumur strákanna okkar er svo gott sem dáinn eftir grátlegt tap gegn Tékkum ytra. Ísland átti möguleika að fá að minnsta kosti stig úr leiknum en fór hrikalega illa að ráði sínu. Það er lítið annað um fyrri hálfleik að segja en að hann hafi verið hreinasta hörmung. Íslenska liðið var ömurlega lélegt. Sóknarleikurinn klaufalegur og hægur. Skotin léleg og enginn virtist vita hvað hann ætlaði sér að gera. Pínlegt að horfa á þetta. Dómgæslan var léleg en sóknarleikur Íslands var lélegri. Ekki bætti úr skák að Íslandsbaninn Martin Galia hélt uppteknum þeim óþolandi hætti að verja eins og berserkur gegn okkur. Hann varði um tíu skot í hálfleiknum. Varnarleikurinn var upp og ofan en Björgvin Páll gat ekki klukkað tuðruna í markinu. Aron Rafn kom allt of seint af bekknum. Ef hann hefði ekki komið inn hefði vond staða verið skelfileg í hálfleik. Aron Rafn bjargaði því sem hægt var að bjarga á lokamínútunum. Engu að síður leiddu Tékkar með fimm marka mun í hálfleik, 14-9. Lengi framan af síðari hálfleik gekk ekkert hjá strákunum að saxa á forskotið þó svo bæði vörn- og sóknarleikur væri mun betri en í fyrri hálfleik. Þegar um tíu mínútur voru eftir af leiknum hrökk íslenska liðið aftur á móti í gang. Er fimm mínútur voru eftir af leiknum var munurinn aðeins eitt mark, 23-22, og Tékkar að fara á taugum á meðan okkar menn voru í stuði. Tékkar fengu að hanga lengi á boltanum og skoruðu órúlega dýrmætt mark er þrjár mínútur voru eftir. 25-23. Aron lét svo verja frá sér og vonin dó endanlega er Tékkar skoruðu í kjölfarið. Þetta þýðir að vonin um að komast á EM er lítil. Íslenska liðið átti einfaldlega ekki góðan leik í dag. Aron Pálmarsson er stjarna liðsins og á að draga vagninn. Hann var heillum horfinn í þessum leik og munar um minna. Ólafur Guðmundsson hafði ekkert fram að færa, Rúnar Kárason gat ekkert í fyrri hálfleik og fór á bekkinn og sat þar til enda. Kári slakur á línunni og grátlegt að geta ekki fengið meira út úr línusendingum Arons. Guðjón Valur skilaði sínu allan leikinn og innkoma Janusar Daða í síðari hálfleik var vítamínið sem liðið þurfti. Hann var frábær. Stal boltum í vörninni, eins og Alexander Petersson, og var beittur í sókninni. Ómar Ingi lék af skynsemi en skoraði aðeins eitt mark. Aron Rafn varði ágætlega. Leikurinn var of kaflaskiptur og liðið nýtti færin sín hrikalega illa. Í raun var liðið sjálfu sér verst. Strákarnir köstuðu frá sér þeim tækifærum sem gáfust í leiknum. Andlegi styrkurinn virðist ekki vera nógu mikill. Þetta lið er einfaldlega ekki orðið nógu gott eins og þetta tap gegn Tékklandi sannaði. Frammistaða liðsins í undankeppninni hefur valdið vonbrigðum. Það eru leikmenn í liðinu sem geta mun betur en það er ekki nóg að tala um það. Það verður að sýna og sanna. Það gengur illa. Hér að neðan má sjá leiklýsinguna.Tékkland - Ísland:
EM 2018 í handbolta Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Fleiri fréttir Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Sjá meira