Fimm hundruð milljón kíló Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 15. júní 2017 07:00 Þeir sem hella mjólk út á morgunmatinn sinn upplifa öðru hverju eitt kíló þegar þeir taka upp óopnaða mjólkurfernu. Margfaldaðu þá tilfinningu með 500 milljónum og þú skilur að um er að ræða mikið magn. Hér er verið að tala um útblástur gróðurhúsalofttegunda þ.e. koltvísýring. 500 milljón kíló er magnið sem við Íslendingar þurfum að minnka, bara í samgöngum, til að ná skuldbindingum okkar í loftslagsmálum fyrir árið 2030. Þetta er ekki markmið heldur skuldbinding sem er, að mínu mati eitthvað, sem þarf að gera en ekki eitthvað sem okkur langar að gera. Samkvæmt skuldbindingum eigum við að minnka útblástur um 40% frá viðmiðunarárinu 1990. En hvað með stóriðjuna og sjávarútveginn? Stóriðjan er í öðru kerfi, ETS-kerfi, sem hefur líka skuldbindingar og er óháð sérbókhaldi Íslands. Það má líkja þessu við bikar- og deildarkeppni í knattspyrnu. Bæði bikar og deild snúast um sama hlutinn þ.e. fótbolta. Fólk vill sjá árangur, og helst verðlaun, í báðum keppnum. Árangur í bikarkeppni gefur þér hins vegar engin stig í deildarkeppninni eða öfugt. Ef t.d. öll álver á Íslandi myndu loka á morgun, þá værum við samt sem áður ekkert nær því að ná skuldbindingum Íslands í loftlagsmálum. Hvað sjávarútveginn varðar, þá er það nú einfaldlega þannig að hann er nú þegar búinn að ná 40% minnkun frá viðmiðunarárinu 1990 með skynsamlegri sóknarstýringu og betri skipum. Bruni jarðefnaeldsneytis er lykilþáttur í útstreymi koltvísýrings og um 70% af útblæstri heims koma til vegna orkunotkunar. Að meðaltali byggjast 80% af frumorkunotkun í heiminum á brennslu jarðefnaeldsneytis. Á Íslandi er þessu öfugt farið þar sem yfir 80% af frumorkunotkun koma frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Þessi góða staða Íslendinga þrengir mjög aðgerðamöguleika okkar til að draga úr útblæstri. Á meðan aðrar Evrópuþjóðir geta náð 40% samdrætti með blöndu aðgerða sem snúa að raforkuframleiðslu, húshitun og samgöngum þá höfum við einungis samgönguflokkinn til að vinna með.Samgöngur eru lykilatriði Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að þegar kemur að fólksbílum þá eru lausnirnar tilbúnar og ekkert nema innleiðing eftir. Allir sem vilja endurnýja fólksbílinn sinn geta nú keypt nýjan eða notaðan bíl sem gengur að hluta eða öllu leyti fyrir rafmagni eða metani. Ef við setjum þetta magn í samhengi þá samsvara 500 milljón kg útblæstri um 200 þúsund fólksbíla. Það vill svo skemmtilega til að það eru einmitt um 200 þúsund virkir fólksbílar á vegum landsins. Þetta þýðir að til að ná 40% minnkun á útblæstri í samgöngum, miðað við árið 1990, þá þurfum við einfaldlega að skipta út öllum fólksbílum landsins yfir í nýorkubíla fyrir árið 2030. Það er óþarfi að örvænta því allir ættu að geta fundið fólksbíl við hæfi, á næstu árum, sem gengur fyrir öðru en jarðefnaeldsneyti. Í síðasta mánuði voru t.d. rafbílar um 50% af nýskráðum bílum í Noregi. Ef þeir virka í Noregi þá virka þeir hér og það eina sem þarf er neyslustýring með innflutningsgjöldum. Trappa þarf upp innflutningsgjöld á bensín- og dísilbíla og endurmeta þau svo reglulega út frá því hversu hratt orkuskiptin ganga. Ef það stefnir í að við náum ekki Parísarmarkmiðum þá þarf að hækka gjöldin enn frekar og ef það stefnir í óefni þá þarf að íhuga bann við innflutningi á nýjum bensín- og dísilbílum eins og nokkrar hyggjast gera í náinni framtíð. En hvaða forræðishyggja er þetta og aðför að einstaklingsfrelsinu? Mega neytendur ekki bara kaupa eldsneytisfreka fáka í friði? Að mínu mati á neyslustýring rétt á sér í þessu tilfelli þar sem eldsneytisnotkun er því miður ekki einkamál hvers og eins, því að ef við náum ekki markmiðum okkar þá mun kostnaðurinn lenda á okkur öllum. Er sanngjarnt að þurfa að borga fyrir losunarkvóta sem tilkominn er vegna óskynsamlegra bifreiðakaupa nágranna þinna í framtíðinni? Næsti bíll sem þú kaupir verður hreinlega að nota nútímalegri orku en sá gamli. Flóknara er það nú ekki. Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sigurður Ingi Friðleifsson Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Sjá meira
Þeir sem hella mjólk út á morgunmatinn sinn upplifa öðru hverju eitt kíló þegar þeir taka upp óopnaða mjólkurfernu. Margfaldaðu þá tilfinningu með 500 milljónum og þú skilur að um er að ræða mikið magn. Hér er verið að tala um útblástur gróðurhúsalofttegunda þ.e. koltvísýring. 500 milljón kíló er magnið sem við Íslendingar þurfum að minnka, bara í samgöngum, til að ná skuldbindingum okkar í loftslagsmálum fyrir árið 2030. Þetta er ekki markmið heldur skuldbinding sem er, að mínu mati eitthvað, sem þarf að gera en ekki eitthvað sem okkur langar að gera. Samkvæmt skuldbindingum eigum við að minnka útblástur um 40% frá viðmiðunarárinu 1990. En hvað með stóriðjuna og sjávarútveginn? Stóriðjan er í öðru kerfi, ETS-kerfi, sem hefur líka skuldbindingar og er óháð sérbókhaldi Íslands. Það má líkja þessu við bikar- og deildarkeppni í knattspyrnu. Bæði bikar og deild snúast um sama hlutinn þ.e. fótbolta. Fólk vill sjá árangur, og helst verðlaun, í báðum keppnum. Árangur í bikarkeppni gefur þér hins vegar engin stig í deildarkeppninni eða öfugt. Ef t.d. öll álver á Íslandi myndu loka á morgun, þá værum við samt sem áður ekkert nær því að ná skuldbindingum Íslands í loftlagsmálum. Hvað sjávarútveginn varðar, þá er það nú einfaldlega þannig að hann er nú þegar búinn að ná 40% minnkun frá viðmiðunarárinu 1990 með skynsamlegri sóknarstýringu og betri skipum. Bruni jarðefnaeldsneytis er lykilþáttur í útstreymi koltvísýrings og um 70% af útblæstri heims koma til vegna orkunotkunar. Að meðaltali byggjast 80% af frumorkunotkun í heiminum á brennslu jarðefnaeldsneytis. Á Íslandi er þessu öfugt farið þar sem yfir 80% af frumorkunotkun koma frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Þessi góða staða Íslendinga þrengir mjög aðgerðamöguleika okkar til að draga úr útblæstri. Á meðan aðrar Evrópuþjóðir geta náð 40% samdrætti með blöndu aðgerða sem snúa að raforkuframleiðslu, húshitun og samgöngum þá höfum við einungis samgönguflokkinn til að vinna með.Samgöngur eru lykilatriði Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að þegar kemur að fólksbílum þá eru lausnirnar tilbúnar og ekkert nema innleiðing eftir. Allir sem vilja endurnýja fólksbílinn sinn geta nú keypt nýjan eða notaðan bíl sem gengur að hluta eða öllu leyti fyrir rafmagni eða metani. Ef við setjum þetta magn í samhengi þá samsvara 500 milljón kg útblæstri um 200 þúsund fólksbíla. Það vill svo skemmtilega til að það eru einmitt um 200 þúsund virkir fólksbílar á vegum landsins. Þetta þýðir að til að ná 40% minnkun á útblæstri í samgöngum, miðað við árið 1990, þá þurfum við einfaldlega að skipta út öllum fólksbílum landsins yfir í nýorkubíla fyrir árið 2030. Það er óþarfi að örvænta því allir ættu að geta fundið fólksbíl við hæfi, á næstu árum, sem gengur fyrir öðru en jarðefnaeldsneyti. Í síðasta mánuði voru t.d. rafbílar um 50% af nýskráðum bílum í Noregi. Ef þeir virka í Noregi þá virka þeir hér og það eina sem þarf er neyslustýring með innflutningsgjöldum. Trappa þarf upp innflutningsgjöld á bensín- og dísilbíla og endurmeta þau svo reglulega út frá því hversu hratt orkuskiptin ganga. Ef það stefnir í að við náum ekki Parísarmarkmiðum þá þarf að hækka gjöldin enn frekar og ef það stefnir í óefni þá þarf að íhuga bann við innflutningi á nýjum bensín- og dísilbílum eins og nokkrar hyggjast gera í náinni framtíð. En hvaða forræðishyggja er þetta og aðför að einstaklingsfrelsinu? Mega neytendur ekki bara kaupa eldsneytisfreka fáka í friði? Að mínu mati á neyslustýring rétt á sér í þessu tilfelli þar sem eldsneytisnotkun er því miður ekki einkamál hvers og eins, því að ef við náum ekki markmiðum okkar þá mun kostnaðurinn lenda á okkur öllum. Er sanngjarnt að þurfa að borga fyrir losunarkvóta sem tilkominn er vegna óskynsamlegra bifreiðakaupa nágranna þinna í framtíðinni? Næsti bíll sem þú kaupir verður hreinlega að nota nútímalegri orku en sá gamli. Flóknara er það nú ekki. Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun