Þróttur og Leiknir R. gerðu 3-3 jafntefli í fyrsta leik 7. umferðar Inkasso-deildarinnar í kvöld.
Þróttarar eru með þriggja stiga forskot á toppnum á meðan Leiknismenn eru í 6. sætinu.
Ólafur Hrannar Kristjánsson kom Þrótti yfir strax á 4. mínútu þegar hann skoraði gegn sínum gömlu félögum.
Aron Fuego Daníelsson jafnaði metin á 13. mínútu en á 32. mínútu setti Hreinn Ingi Örnólfsson boltinn í eigið mark og kom Leikni yfir.
Elvar Páll Sigurðsson virtist svo vera búinn að tryggja Leikni sigurinn þegar hann kom Breiðhyltingum í 1-3 á 82. mínútu.
Rafn Andri Haraldsson minnkaði muninn fjórum mínútum síðar og þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma jafnaði Heiðar Geir Júlíusson metin. Lokatölur 3-3.
Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.

