Erlent

Fjögurra saknað eftir flóðbylgjuna á Grænlandi

Kjartan Kjartansson skrifar
Frá Nuuk á Grænlandi. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint.
Frá Nuuk á Grænlandi. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. Vísir/AFP
Grænlenska lögreglan segir nú að fjögura sé saknað í Nuugaatsiaq eftir að flóðbylgja gekk á land í þorpum á vesturströnd landsins. Þetta kemur fram á vef danska ríkisútvarpsins DR.

Jarðskjálfti af stærðinni 4,1 er talinn hafa valdið flóðbylgjunni en hann reið yfir um kl. 23 í gærkvöldi, samkvæmt grænlenska útvarpinu KNR.

Á blaðamannafundi nú fyrir stundu sagði grænlenska lögreglan að ellefu byggingum hafi skolað á haf út þegar flóðið gekk á land. Hún staðfesta hins vegar ekki fregnir um að fólk hafi farist.

Samkvæmt lögreglu býr 101 íbúi í Nuugaatisiaq. Af þeim hafa 78 verið fluttir þaðan fram að þessu. Þyrlur hafa aðstoðað við rýminguna og hefur fólk leitað skjóls uppi á nærliggjandi fjöllum.

„Það er munur á 101 og 78 og ég óttast ekki að þeirra sé allra saknað. Við þurfum hins vegar að komast að því hver þeir eru. Einhverjir gætu verið úti að róa eða í fríi erlendis sem við vitum ekki af,“ sagði Bjørn Tegner Bay, lögreglustjóri, á blaðamannafundinum.

Íbúum í fjörðunum í kringum þorpið Uummannaq var ráðlagt að halda sig frá strandlínunni eftir flóðbylgjuna. Í morgun fékk fólk hins vegar skilaboð um að það gæti snúið til síns heima en að vera tilbúið að flýja á nýjan leik.


Tengdar fréttir

Jarðskjálfti og flóðbylgja á Vestur-Grænlandi

Íbúum í þorpum á Vestur-Grænlandi var skipað að yfirgefa þau vegna flóðbylgna eftir jarðskjálfta af stærðinni fjórir í gær. Slíkir skjálftar eru ekki algengir á Grænlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×