Körfubolti

Jón Arnór benti Spánarmeisturunum á Risann úr Bárðardalnum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Tryggvi Snær Hlinason heldur utan í haust.
Tryggvi Snær Hlinason heldur utan í haust. vísir/anton brink
Eins og kom fram í gær er Tryggvi Snær Hlinason, landsliðsmaður í körfubolta, búinn að semja við Spánarmeistara Valencia en hann hefur leik með spænska liðinu eftir EM í haust.

Valencia hefur í langan tíma fylgst með Tryggva Snæ en menn frá félaginu heimsóttu landsliðsmanninn síðasta vetur og hafa ætlað sér undirskrift hans í nokkra mánuði.

Þessi 218 cm hái miðherji verður ekki fyrsti Íslendingurinn sem spilar með Valencia því þar spilaði Jón Arnór Stefánsson sinn síðasta vetur í atvinnumennsku. Jón Arnór á líka stóran þátt í því að Tryggvi fær svona flott fyrsta skref í atvinnumennskunni.

„Jón er ástæða þess að forráðamenn Valencia vita að ég er yfir höfuð til. Jón lét þá vita af mér og hefur ráðlagt mér að fara utan til að spila með betri leikmönnum og þetta er langbesti möguleikinn í stöðunni fyrir mig eins og staðan er í dag,“ segir Tryggvi Snær í viðtali við Morgunblaðið í dag.

Risinn úr Bárðardalnum segir að fyrst um sinn mun hann æfa með aðalliði Valencia en spila með B-liðinu þar til hann verður nógu góður fyrir spænsku úrvalsdeildina sem er sú sterkasta í Evrópu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×