Erlent

Rýma fleiri bæi vegna ótta um annan skjálfta

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Vædderen er ekki eina eftirlitsskipið að aðstoða en skiptið Ejnar Mikkelsen er þarna einnig á ferð og aðstoðar við að rýma byggðir.
Vædderen er ekki eina eftirlitsskipið að aðstoða en skiptið Ejnar Mikkelsen er þarna einnig á ferð og aðstoðar við að rýma byggðir. Søren Lund
Eftirlitsskipið Vædderen heldur aftur til Niaqornat á Grænlandi til að hafa umsjón með aðstæðum eftir að mikill jarðskjálfti skall á Nuugaatsiaq á laugardaginn sem staðsett er stutt frá.

Samkvæmt Sermitsiaq, grænlenskum fréttamiðli, er óttast að annar skjálfti sé væntanlegur. Vædderen er ekki eina eftirlitsskipið að aðstoða en skipið Ejnar Mikkelsen er þarna einnig á ferð og aðstoðar við að rýma byggðir. Fjögurra er enn saknað.

Hér má sjá djúpt skarð í fjallinu sem kom af stað flóðbylgjunni.Søren Lund
Skarð í fjallinu

Búið er að birta mynd af fjallshlíðinni sem brotnaði upp úr í kjölfar jarðskjálftans og kom á stað flóðbylgjunni. Vædderen mun fylgjast með fjallshlíðinni en hún er enn talin geta valdið fleiri flóðbylgjum þar sem jarðlagið sé tiltölulega laust. Samkvæmt Arktisk Kommando munu þyrlur vera kallaðar út til að fylgjast með svæðinu.

Viðbúnaður er mikill á svæðinu og samkvæmt áhættumati yfirvalda töldu þeir best að rýma bæði Illorsuit og Niaqornat í kjölfari þessarar áhættu. Íbúar hafa verið ferjaðir yfir á eftirlitsskipið með þyrlu. Vædderen mun halda áfram til Uummannaq og Ejnar Mikkelsen siglir mót bænum Aasiaat.

Ekki hefur talist þörf að rýma bæina Ikersaat, Saattut, Ukkusissat og Qaarsut. Íbúar á svæðinu eru beðnir um að hafa auga með ástandinu og breytingu sjávar.


Tengdar fréttir

Jarðskjálfti og flóðbylgja á Vestur-Grænlandi

Íbúum í þorpum á Vestur-Grænlandi var skipað að yfirgefa þau vegna flóðbylgna eftir jarðskjálfta af stærðinni fjórir í gær. Slíkir skjálftar eru ekki algengir á Grænlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×