Guðjón tekur við starfinu af Bryngeiri Torfasyni sem var látinn taka pokann sinn á dögunum.
Guðjón er uppalinn í Garðinum og hóf meistaraflokksferilinn með Víði árið 2000. Hann lék þó lengst af með Keflavík og varð bikarmeistari með félaginu 2004 og 2006. Þá varð Guðjón Íslandsmeistari með FH 2012.
Guðjón lagði skóna á hilluna í vetur og hefur síðan þá þjálfað 2. flokk Keflavíkur og verið í þjálfaraliði meistaraflokks.
Víðir situr í 4. sæti 2. deildar með 11 stig, fimm stigum á eftir toppliði Magna.