Parísarsamkomulagið er sagt í hættu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. júní 2017 07:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu. Nordicphotos/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun á næstu dögum draga Bandaríkin út úr samkomulagi 195 ríkja um aðgerðir í loftslagsmálum, svokölluðu Parísarsamkomulagi. Þetta fullyrða allnokkrir bandarískir fjölmiðlar og vitna í ónafngreinda heimildarmenn innan ríkisstjórnar Trumps. Samkomulagið var undirritað árið 2015 og var það í fyrsta sinn sem svo stór hluti heimsbyggðarinnar sameinaðist í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum. Alls samþykktu 195 af 197 ríkjum Sameinuðu þjóðanna samkomulagið. Sýrland og Níkaragva stóðu ein utan þess. Bandaríkin eru það ríki heims sem blæs út næstmestu magni gróðurhúsalofttegunda. Eru þau því einungis eftirbátur Kínverja. Því er ljóst að riftun samkomulagsins myndi hafa veruleg áhrif. Samkvæmt samkomulaginu skuldbinda Bandaríkin sig til þess að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda um 26 til 28 prósent af því sem útblásturinn var árið 2005 fyrir árið 2025. Óttast er að væntanleg aðgerð Trumps gæti orðið til þess að fleiri ríki fari að fordæmi Bandaríkjanna eða sinni skuldbindingu sinni verr. Hins vegar hafa leiðtogar Kína, Indlands og Evrópusambandsins sagst munu virða samkomulagið jafnvel ef Trump dregur Bandaríkin út úr því. „Félagar okkar í Afríku, Asíu og Kína vænta þess nú að Evrópa leiði þetta átak og við erum tilbúin til þess,“ sagði Maros Sefcovic, varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, við Reuters í gær. „Samkomulagið fellur ekki saman ef ríki dregur sig út úr því,“ sagði Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, í viðtali við BBC. Hann sagði þó að mikilvægt væri að Bandaríkin væru áfram hluti af umræðunni þar sem loftslagsbreytingar væru vandi allra. „En ef eitt ríki dregur sig úr þá er það meiri ástæða fyrir öll hin til að sameinast og ganga úr skugga um að markmið Parísarsamkomulagsins verði uppfyllt,“ sagði Guterres enn fremur. Óljóst er með hvaða hætti ríkisstjórn Trumps gæti dregið sig út úr Parísarsamkomulaginu. Þessu heldur Paul Rincon, greinandi hjá BBC, fram. Samkvæmt ákvæðum samkomulagsins tekur fjögur ár að draga sig út úr því en með því að draga sig úr rammasamningi SÞ um loftslagsbreytingar gætu Bandaríkin losnað á einu ári. Trump hefur verið einarður andstæðingur samkomulagsins allt frá því í kosningabaráttunni. Hefur hann til að mynda sagt að loftslagsbreytingar væru gabb. Þá hét hann því í kosningabaráttunni að draga Bandaríkin út úr samkomulaginu. Það væri slæmt fyrir bandarískt viðskiptalíf og ylli því að erlendir embættismenn gætu haft of mikil áhrif á bandarískt samfélag. „Ég mun tilkynna um ákvörðun mína er varðar Parísarsamkomulagið á næstu dögum. GERUM BANDARÍKIN FRÁBÆR Á NÝ,“ tísti forsetinn í gær. I will be announcing my decision on Paris Accord, Thursday at 3:00 P.M. The White House Rose Garden. MAKE AMERICA GREAT AGAIN!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 1, 2017 Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun á næstu dögum draga Bandaríkin út úr samkomulagi 195 ríkja um aðgerðir í loftslagsmálum, svokölluðu Parísarsamkomulagi. Þetta fullyrða allnokkrir bandarískir fjölmiðlar og vitna í ónafngreinda heimildarmenn innan ríkisstjórnar Trumps. Samkomulagið var undirritað árið 2015 og var það í fyrsta sinn sem svo stór hluti heimsbyggðarinnar sameinaðist í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum. Alls samþykktu 195 af 197 ríkjum Sameinuðu þjóðanna samkomulagið. Sýrland og Níkaragva stóðu ein utan þess. Bandaríkin eru það ríki heims sem blæs út næstmestu magni gróðurhúsalofttegunda. Eru þau því einungis eftirbátur Kínverja. Því er ljóst að riftun samkomulagsins myndi hafa veruleg áhrif. Samkvæmt samkomulaginu skuldbinda Bandaríkin sig til þess að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda um 26 til 28 prósent af því sem útblásturinn var árið 2005 fyrir árið 2025. Óttast er að væntanleg aðgerð Trumps gæti orðið til þess að fleiri ríki fari að fordæmi Bandaríkjanna eða sinni skuldbindingu sinni verr. Hins vegar hafa leiðtogar Kína, Indlands og Evrópusambandsins sagst munu virða samkomulagið jafnvel ef Trump dregur Bandaríkin út úr því. „Félagar okkar í Afríku, Asíu og Kína vænta þess nú að Evrópa leiði þetta átak og við erum tilbúin til þess,“ sagði Maros Sefcovic, varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, við Reuters í gær. „Samkomulagið fellur ekki saman ef ríki dregur sig út úr því,“ sagði Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, í viðtali við BBC. Hann sagði þó að mikilvægt væri að Bandaríkin væru áfram hluti af umræðunni þar sem loftslagsbreytingar væru vandi allra. „En ef eitt ríki dregur sig úr þá er það meiri ástæða fyrir öll hin til að sameinast og ganga úr skugga um að markmið Parísarsamkomulagsins verði uppfyllt,“ sagði Guterres enn fremur. Óljóst er með hvaða hætti ríkisstjórn Trumps gæti dregið sig út úr Parísarsamkomulaginu. Þessu heldur Paul Rincon, greinandi hjá BBC, fram. Samkvæmt ákvæðum samkomulagsins tekur fjögur ár að draga sig út úr því en með því að draga sig úr rammasamningi SÞ um loftslagsbreytingar gætu Bandaríkin losnað á einu ári. Trump hefur verið einarður andstæðingur samkomulagsins allt frá því í kosningabaráttunni. Hefur hann til að mynda sagt að loftslagsbreytingar væru gabb. Þá hét hann því í kosningabaráttunni að draga Bandaríkin út úr samkomulaginu. Það væri slæmt fyrir bandarískt viðskiptalíf og ylli því að erlendir embættismenn gætu haft of mikil áhrif á bandarískt samfélag. „Ég mun tilkynna um ákvörðun mína er varðar Parísarsamkomulagið á næstu dögum. GERUM BANDARÍKIN FRÁBÆR Á NÝ,“ tísti forsetinn í gær. I will be announcing my decision on Paris Accord, Thursday at 3:00 P.M. The White House Rose Garden. MAKE AMERICA GREAT AGAIN!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 1, 2017
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Sjá meira