Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar samþykkt 1. júní 2017 08:00 Tímamót, segir forsætisráðherra. vísir/ernir Alþingi samþykkti fjármálaáætlun ríkisins til næstu fimm ára klukkan tvö í nótt, með 32 atkvæðum gegn 31, eða með nákvæmum fjölda stjórnarliða og stjórnarandstæðinga. Tillaga Pírata um að vísa áætluninni aftur til ríkisstjórnarinnar var þannig felld, með sama atkvæðahlutfalli, eða 32 atkvæðum gegn 31 einu. Þá voru breytingatillögur Samfylkingarinnar og Vinstri grænna einnig felldar, en stjórnarandstaðan var afar gagnrýnin á ríkisfjármálaáætlunina.Tungan svört Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sagði á þingfundi í nótt að ekkert vit væri í því að samþykkja áætlunina í óbreyttri mynd. Ekki einu sinni stjórnarliðar hafi trú á henni. „Hún stendur ekki undir þeim væntingum sem voru gefnar hér fyrir kosningar. Hún stendur ekki undir neinni raunverulegri framtíðarsýn fyrir þetta samfélag. Hún boðar algjört metnaðarleysi,“ sagði Katrín. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, tók í svipaðan streng: „Ég held að aldrei fyrr hafi ríkisstjórn svikið kosningaloforð sín jafn hratt og þessi hefur gert og ef hæstvirtur fjármálaráðherra myndi reka út úr sér tunguna væri hún örugglega svört.“ Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokks, sagði áætlunina sérkennilega og að skynsamlegast væri fyrir ríkisstjórnina að fella hana, enda sé áætlunin langt frá væntingum,.Metnaðarfull og framsækin Þá sagði Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra að ríkisfjármálaáætlunin væri metnaðarfull, framsækin og um leið aðhaldssöm. Þá sé hann enn að læra og sé tilbúinn til að læra af þeim ábendingum sem þingmenn hafi komið með. „Hún bætir víða í í málaflokknum. Hún styrkir velferðarkerfið. Hún styrkir samgöngukerfið. Ég get vel skilið að marga þingmenn fýsi að leggja meira í hina ýmsu málaflokka. Það viljum við auðvitað öll, leggja gott til mála en við erum í þeirri stöðu að við þurfum að forgangsraða,“ sagði Benedikt. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fagnaði samþykktinni undir lok þingfundar. „Það eru tímamót, það er sögulegt í þinginu.“ Þing kemur aftur saman klukkan 11 fyrir hádegi en það er til þess að ræða nánar tillögur dómsmálaráðherra um skipan dómara við Landsrétt. Þingflokkarnir samþykktu frekari umfjöllun um málið upp úr miðnætti í gær. Alþingi Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Erlent Fleiri fréttir Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Sjá meira
Alþingi samþykkti fjármálaáætlun ríkisins til næstu fimm ára klukkan tvö í nótt, með 32 atkvæðum gegn 31, eða með nákvæmum fjölda stjórnarliða og stjórnarandstæðinga. Tillaga Pírata um að vísa áætluninni aftur til ríkisstjórnarinnar var þannig felld, með sama atkvæðahlutfalli, eða 32 atkvæðum gegn 31 einu. Þá voru breytingatillögur Samfylkingarinnar og Vinstri grænna einnig felldar, en stjórnarandstaðan var afar gagnrýnin á ríkisfjármálaáætlunina.Tungan svört Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sagði á þingfundi í nótt að ekkert vit væri í því að samþykkja áætlunina í óbreyttri mynd. Ekki einu sinni stjórnarliðar hafi trú á henni. „Hún stendur ekki undir þeim væntingum sem voru gefnar hér fyrir kosningar. Hún stendur ekki undir neinni raunverulegri framtíðarsýn fyrir þetta samfélag. Hún boðar algjört metnaðarleysi,“ sagði Katrín. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, tók í svipaðan streng: „Ég held að aldrei fyrr hafi ríkisstjórn svikið kosningaloforð sín jafn hratt og þessi hefur gert og ef hæstvirtur fjármálaráðherra myndi reka út úr sér tunguna væri hún örugglega svört.“ Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokks, sagði áætlunina sérkennilega og að skynsamlegast væri fyrir ríkisstjórnina að fella hana, enda sé áætlunin langt frá væntingum,.Metnaðarfull og framsækin Þá sagði Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra að ríkisfjármálaáætlunin væri metnaðarfull, framsækin og um leið aðhaldssöm. Þá sé hann enn að læra og sé tilbúinn til að læra af þeim ábendingum sem þingmenn hafi komið með. „Hún bætir víða í í málaflokknum. Hún styrkir velferðarkerfið. Hún styrkir samgöngukerfið. Ég get vel skilið að marga þingmenn fýsi að leggja meira í hina ýmsu málaflokka. Það viljum við auðvitað öll, leggja gott til mála en við erum í þeirri stöðu að við þurfum að forgangsraða,“ sagði Benedikt. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fagnaði samþykktinni undir lok þingfundar. „Það eru tímamót, það er sögulegt í þinginu.“ Þing kemur aftur saman klukkan 11 fyrir hádegi en það er til þess að ræða nánar tillögur dómsmálaráðherra um skipan dómara við Landsrétt. Þingflokkarnir samþykktu frekari umfjöllun um málið upp úr miðnætti í gær.
Alþingi Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Erlent Fleiri fréttir Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Sjá meira