Fjársvik Kickstarter-bróður bæði „skipulögð og úthugsuð“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. júní 2017 14:30 Einar Ágústsson var borinn þungum sökum af fjórum einstaklingum sem létu honum í té tugi milljóna króna. Kickstarter Einar Ágústsson, sem í dag fékk þungan dóm í tugmilljóna fjársvikamáli, á sér engar málsbætur að mati Héraðsdóms Reykjaness. Brotavilji hans hafi verið einbeittur og brot hans „skipulögð og úthugsuð“. Hægt sé að slá því föstu að fjárfestingasjóðurinn sem Einar sagðist starfrækja hafi í raun ekki verið starfræktur. Þetta er meðal þess sem kemur fram í dóminum yfir Einari sem var dæmdur í þriggja ára og níu mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í morgun fyrir fjársvik og brot á gjaldeyrislögum.Sjá einnig: Leggur fram leit í Google og fréttir af Vísi og RÚV í umfangsmiklu fjársvikamáliEinar var ákærður, ásamt félaginu Skajaqouda ehf., sem hann var í forsvari fyrir, fyrir að hafa blekkt fjóra einstaklinga sem létu honum í té 74 milljónir króna, annars vegar tveir karlmenn og ein kona sem samtals létu af hendi 30 milljónir og hins vegar karlmaður sem lét af hendi 44 milljónir króna. Hann neitaði sök. Einstaklingarnir létu Einari í té fjármunina í þeirri trú að féð myndi renna til fjárfestinga í fjárfestingasjóði í Bandaríkjunum sem héti Skajaquoda Fund. Kynnti hann fjárfestingasjóðinn sem öruggan og ábatasaman fjárfestingakost og sendi hann meðal annars fréttabréf til einstaklingannna með upplýsingum um ávöxtun sjóðsins. Einar hefur í fjölmiðlum verið nefndur Kickstarter-bróðir eftir að hann, ásamt bróður sínum, söfnuðu fé í gegnum hópfjármögnunarsíðuna Kickstarter fyrir hin ýmsu verkefni.Fjármunir frá fjárfestunum virðast meðal annars hafa farið til Þýskalands.vísir/Getty„Í lófa lagið“ að framvísa haldbærum gögnum um sjóðinn Málsvörn Einars byggðist að stórum hluta á því að rannsakendur málsins, sem og saksóknari, hafi ekki haft þekkingu á því félagaformi sem var á rekstri Skajaquoda Capital LLC. Þessi vanþekking og skilningsleysi hafi litað ákæruna í málini og afstöðu saksóknara til ákæruliða. Taldi Einar sig hafa sýnt fram á að Skajaqouda Fund væri í raun og veru til, hann hafi verið sjálfstæð eining innan Skajaquoda Capital LLC. Lagði Einar fram staðfestingu bandarískra skattyfirvalda á kennitölu sjóðsins. Því hafi fullyrðingar um að sjóðurinn hafi ekki verið til, verið rangar.Sjá einnig: „Þú ættir að skammast þín að vera hérna“ Í dómnum er lítið gefið fyrir þessar skýringar Einars og segir að framburður Einars hjá lögreglu, sem og fyrir dómi, hafi „verið mjög óljós varðandi meintan sjóðsrekstur hans eða félaga á hans vegum.“ Hann hafi ekki getað gefið haldbærar upplýsingar um starfsemi sjóðsins, hverjar helstu fjárfestingar væru eða hversu margir fjárfestar væru í sjóðnum. Telur héraðsdómur að Einari hafi verið „í lófa lagið, væri fullyrðingar hans um sjóðsreksturinn réttar, að framvísa einhverjum haldbærum gögnum um þann rekstur.“ Það hafi hann hins vegar ekki gert. Var það því mat dómsins að ákæruvaldið hefði fært nægar sönnur á það að „í reynd hafi ekki verið starfræktur sjóður með nafninu Skajaqouda Fund“.Einar Ágústsson í Héraðsdómi Reykjaness við aðalmeðferð málsins.Vísir/Anton BrinkÚtskýringar „óskýrar og þokukenndar“ Í dóminum segir að allur framburður Einars í málinu hafi verið óskýr og þokukenndur, þá sérstaklega þegar Einar reyndi að skýra hvað hafi orðið af þeim 30 milljónum sem þrír af þeim fjórum einstaklingum létu honum í té. Ekki tókst að upplýsa við rannsókn málsins hvað varð af þeim fjármunum en voru þeir raktir til Þýskalands sem og í fjárfestingu í gegnum vefsíðuna aupay.net. Fyrir dómi sagði Einar að hann teldi að peningarnir væru enn þar sem hann sendi þá, óhreyfðir. Aftur gaf héraðsdómur lítið fyrir þessar skýringar og sagði það sæta furðu að Einar skyldi ekki hafa „veitt atbeina sinn til þess að nálgast þá fjármuni vitnanna,“ miðað við þær útskýringar hans að fjármunirnir væru enn á sama stað.Sjá einnig: Kannast ekki við að hafa tekið á móti tíu milljónum í plastpoka Við rannsókn málsins lagði sérstakur saksóknari hald á 67,5 milljónir króna á reikningum Skajaqouda ehf. Samkvæmt dómi héraðsdóms mun sú upphæð, ásamt vöxtum frá árinu 2013, samtals tæpar 75 milljónir króna renna til greiðslu skaðabótakrafna einstaklinganna sem Einar var fundinn sekur um að hafa svikið fé út úr. Nægir hún til þess að greiða höfuðstól skaðabótakrafna þeirra. Í dóminum segir meðal annars að af gögnum málsins megi ráða að hluti þeirra fjármuna sem lagður var hald á, hafi komið frá karlmanninum sem lét af hendi 44 milljónir króna. Einar var einnig sakfelldur fyrir brot á gjaldeyrislögum en sýknaður af ákæru um skjalafals. Hann var sem fyrr segir dæmdur í þriggja ára og níu mánaða fangelsi. Þá þarf hann að greiða málsvarnarlaun verjenda síns, 8,4 milljónir auk annars málskostnaðar. Dómsmál Tengdar fréttir Fjársvikamál Kickstarter bróður: Kannast ekki við að hafa tekið á móti tíu milljónum í plastpoka Aðalmeðferð fer nú fram í fjársvikamáli Einars Ágústssonar en hann er ákærður fyrir fjársvik að að upphæð rúmlega 74 milljónir króna á árunum 2009 til 2013. 5. apríl 2017 13:30 Kickstarterbróðirinn neitar sök í fjársvikamáli Einar Ágústsson sem ákærður er fyrir að hafa svikið rúmlega 74 milljónir króna út úr nokkrum aðilum á árunum 2009 til 2013 neitaði sök þegar mál sérstaks saksóknara gegn honum var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness eftir hádegi í dag. 10. febrúar 2016 15:43 Fauk í vitni fyrir dómi: „Þú ættir að skammast þín að vera hérna“ Einstaklingarnar sem Einar Ágústsson er sakaður um að hafa blekkt í 74 milljón króna fjársvikamáli báru vitni fyrir dómi í dag. 5. apríl 2017 16:00 Leggur fram leit í Google og fréttir af Vísi og RÚV í umfangsmiklu fjársvikamáli Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að héraðssaksóknari fái að leggja fram tuttugu ný dómskjöl í umfangsmiklu fjársvikamáli gegn Einar Ágústssyni. 15. febrúar 2017 21:23 Þungur dómur í tug milljóna króna fjársvikamáli Kickstarter bróður Einar Ágústsson, sem nefndur hefur verið Kickstarter-bróðir, var í dag dæmdur í þriggja ára og níu mánaða fangelsi í héraðsdómi Reykjaness fyrir fjársvik. 2. júní 2017 09:45 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Erlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Fleiri fréttir Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Sjá meira
Einar Ágústsson, sem í dag fékk þungan dóm í tugmilljóna fjársvikamáli, á sér engar málsbætur að mati Héraðsdóms Reykjaness. Brotavilji hans hafi verið einbeittur og brot hans „skipulögð og úthugsuð“. Hægt sé að slá því föstu að fjárfestingasjóðurinn sem Einar sagðist starfrækja hafi í raun ekki verið starfræktur. Þetta er meðal þess sem kemur fram í dóminum yfir Einari sem var dæmdur í þriggja ára og níu mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í morgun fyrir fjársvik og brot á gjaldeyrislögum.Sjá einnig: Leggur fram leit í Google og fréttir af Vísi og RÚV í umfangsmiklu fjársvikamáliEinar var ákærður, ásamt félaginu Skajaqouda ehf., sem hann var í forsvari fyrir, fyrir að hafa blekkt fjóra einstaklinga sem létu honum í té 74 milljónir króna, annars vegar tveir karlmenn og ein kona sem samtals létu af hendi 30 milljónir og hins vegar karlmaður sem lét af hendi 44 milljónir króna. Hann neitaði sök. Einstaklingarnir létu Einari í té fjármunina í þeirri trú að féð myndi renna til fjárfestinga í fjárfestingasjóði í Bandaríkjunum sem héti Skajaquoda Fund. Kynnti hann fjárfestingasjóðinn sem öruggan og ábatasaman fjárfestingakost og sendi hann meðal annars fréttabréf til einstaklingannna með upplýsingum um ávöxtun sjóðsins. Einar hefur í fjölmiðlum verið nefndur Kickstarter-bróðir eftir að hann, ásamt bróður sínum, söfnuðu fé í gegnum hópfjármögnunarsíðuna Kickstarter fyrir hin ýmsu verkefni.Fjármunir frá fjárfestunum virðast meðal annars hafa farið til Þýskalands.vísir/Getty„Í lófa lagið“ að framvísa haldbærum gögnum um sjóðinn Málsvörn Einars byggðist að stórum hluta á því að rannsakendur málsins, sem og saksóknari, hafi ekki haft þekkingu á því félagaformi sem var á rekstri Skajaquoda Capital LLC. Þessi vanþekking og skilningsleysi hafi litað ákæruna í málini og afstöðu saksóknara til ákæruliða. Taldi Einar sig hafa sýnt fram á að Skajaqouda Fund væri í raun og veru til, hann hafi verið sjálfstæð eining innan Skajaquoda Capital LLC. Lagði Einar fram staðfestingu bandarískra skattyfirvalda á kennitölu sjóðsins. Því hafi fullyrðingar um að sjóðurinn hafi ekki verið til, verið rangar.Sjá einnig: „Þú ættir að skammast þín að vera hérna“ Í dómnum er lítið gefið fyrir þessar skýringar Einars og segir að framburður Einars hjá lögreglu, sem og fyrir dómi, hafi „verið mjög óljós varðandi meintan sjóðsrekstur hans eða félaga á hans vegum.“ Hann hafi ekki getað gefið haldbærar upplýsingar um starfsemi sjóðsins, hverjar helstu fjárfestingar væru eða hversu margir fjárfestar væru í sjóðnum. Telur héraðsdómur að Einari hafi verið „í lófa lagið, væri fullyrðingar hans um sjóðsreksturinn réttar, að framvísa einhverjum haldbærum gögnum um þann rekstur.“ Það hafi hann hins vegar ekki gert. Var það því mat dómsins að ákæruvaldið hefði fært nægar sönnur á það að „í reynd hafi ekki verið starfræktur sjóður með nafninu Skajaqouda Fund“.Einar Ágústsson í Héraðsdómi Reykjaness við aðalmeðferð málsins.Vísir/Anton BrinkÚtskýringar „óskýrar og þokukenndar“ Í dóminum segir að allur framburður Einars í málinu hafi verið óskýr og þokukenndur, þá sérstaklega þegar Einar reyndi að skýra hvað hafi orðið af þeim 30 milljónum sem þrír af þeim fjórum einstaklingum létu honum í té. Ekki tókst að upplýsa við rannsókn málsins hvað varð af þeim fjármunum en voru þeir raktir til Þýskalands sem og í fjárfestingu í gegnum vefsíðuna aupay.net. Fyrir dómi sagði Einar að hann teldi að peningarnir væru enn þar sem hann sendi þá, óhreyfðir. Aftur gaf héraðsdómur lítið fyrir þessar skýringar og sagði það sæta furðu að Einar skyldi ekki hafa „veitt atbeina sinn til þess að nálgast þá fjármuni vitnanna,“ miðað við þær útskýringar hans að fjármunirnir væru enn á sama stað.Sjá einnig: Kannast ekki við að hafa tekið á móti tíu milljónum í plastpoka Við rannsókn málsins lagði sérstakur saksóknari hald á 67,5 milljónir króna á reikningum Skajaqouda ehf. Samkvæmt dómi héraðsdóms mun sú upphæð, ásamt vöxtum frá árinu 2013, samtals tæpar 75 milljónir króna renna til greiðslu skaðabótakrafna einstaklinganna sem Einar var fundinn sekur um að hafa svikið fé út úr. Nægir hún til þess að greiða höfuðstól skaðabótakrafna þeirra. Í dóminum segir meðal annars að af gögnum málsins megi ráða að hluti þeirra fjármuna sem lagður var hald á, hafi komið frá karlmanninum sem lét af hendi 44 milljónir króna. Einar var einnig sakfelldur fyrir brot á gjaldeyrislögum en sýknaður af ákæru um skjalafals. Hann var sem fyrr segir dæmdur í þriggja ára og níu mánaða fangelsi. Þá þarf hann að greiða málsvarnarlaun verjenda síns, 8,4 milljónir auk annars málskostnaðar.
Dómsmál Tengdar fréttir Fjársvikamál Kickstarter bróður: Kannast ekki við að hafa tekið á móti tíu milljónum í plastpoka Aðalmeðferð fer nú fram í fjársvikamáli Einars Ágústssonar en hann er ákærður fyrir fjársvik að að upphæð rúmlega 74 milljónir króna á árunum 2009 til 2013. 5. apríl 2017 13:30 Kickstarterbróðirinn neitar sök í fjársvikamáli Einar Ágústsson sem ákærður er fyrir að hafa svikið rúmlega 74 milljónir króna út úr nokkrum aðilum á árunum 2009 til 2013 neitaði sök þegar mál sérstaks saksóknara gegn honum var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness eftir hádegi í dag. 10. febrúar 2016 15:43 Fauk í vitni fyrir dómi: „Þú ættir að skammast þín að vera hérna“ Einstaklingarnar sem Einar Ágústsson er sakaður um að hafa blekkt í 74 milljón króna fjársvikamáli báru vitni fyrir dómi í dag. 5. apríl 2017 16:00 Leggur fram leit í Google og fréttir af Vísi og RÚV í umfangsmiklu fjársvikamáli Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að héraðssaksóknari fái að leggja fram tuttugu ný dómskjöl í umfangsmiklu fjársvikamáli gegn Einar Ágústssyni. 15. febrúar 2017 21:23 Þungur dómur í tug milljóna króna fjársvikamáli Kickstarter bróður Einar Ágústsson, sem nefndur hefur verið Kickstarter-bróðir, var í dag dæmdur í þriggja ára og níu mánaða fangelsi í héraðsdómi Reykjaness fyrir fjársvik. 2. júní 2017 09:45 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Erlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Fleiri fréttir Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Sjá meira
Fjársvikamál Kickstarter bróður: Kannast ekki við að hafa tekið á móti tíu milljónum í plastpoka Aðalmeðferð fer nú fram í fjársvikamáli Einars Ágústssonar en hann er ákærður fyrir fjársvik að að upphæð rúmlega 74 milljónir króna á árunum 2009 til 2013. 5. apríl 2017 13:30
Kickstarterbróðirinn neitar sök í fjársvikamáli Einar Ágústsson sem ákærður er fyrir að hafa svikið rúmlega 74 milljónir króna út úr nokkrum aðilum á árunum 2009 til 2013 neitaði sök þegar mál sérstaks saksóknara gegn honum var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness eftir hádegi í dag. 10. febrúar 2016 15:43
Fauk í vitni fyrir dómi: „Þú ættir að skammast þín að vera hérna“ Einstaklingarnar sem Einar Ágústsson er sakaður um að hafa blekkt í 74 milljón króna fjársvikamáli báru vitni fyrir dómi í dag. 5. apríl 2017 16:00
Leggur fram leit í Google og fréttir af Vísi og RÚV í umfangsmiklu fjársvikamáli Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að héraðssaksóknari fái að leggja fram tuttugu ný dómskjöl í umfangsmiklu fjársvikamáli gegn Einar Ágústssyni. 15. febrúar 2017 21:23
Þungur dómur í tug milljóna króna fjársvikamáli Kickstarter bróður Einar Ágústsson, sem nefndur hefur verið Kickstarter-bróðir, var í dag dæmdur í þriggja ára og níu mánaða fangelsi í héraðsdómi Reykjaness fyrir fjársvik. 2. júní 2017 09:45
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent