Fjársvikamál Kickstarter bróður: Kannast ekki við að hafa tekið á móti tíu milljónum í plastpoka Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. apríl 2017 13:30 Einar Ágústsson í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Vísir/Anton Brink „Ég hef alltaf verið heiðarlegur í samskiptum við þau,“ sagði Einar Ágústsson við aðalmeðferð í fjársvikamáli þar sem hann er ákærður fyrir fjársvik að að upphæð rúmlega 74 milljónir króna á árunum 2009 til 2013. Aðalmeðferð hófst í dag í Héraðsdómi Reykjaness. Einar er ákærður, ásamt félaginu Skajaquouda ehf., sem hann var í forsvari fyrir, fyrir að hafa blekkt fjóra einstaklinga sem létu honum í té rúmlega 74 milljónir króna í þeirri trú að féð yrði nýtt til fjárfestinga í fjárfestingasjóði. Hann neitar sök. Að því er fram kemur í fyrsta lið ákærunnar létu þrír Íslendingar, tveir karlmenn og ein kona Einari í té fjármuni fyrir samtals 30 milljónir króna í þeirri trú að féð myndi renna til fjárfestinga í fjárfestingasjóði í Bandaríkjunum sem héti Skajaquoda Fund á árunum 2010 og 2001. Nokkuð var fjallað um Einar og bróður hans í fréttum á liðnu ári, meðal annars vegna þess að þeir söfnuðu metfé á fjármögnunarsíðunni Kickstarter fyrir ferðavindtúrbínum sem þeir ætluðu að framleiða. Þá gerðu þeir bræður einnig kröfu á ríkissjóð vegna 33 milljón króna sóknargjalda sem ekki hafa verið greidd til trúfélags Zúista á Íslandi. Bræðurnir eru tveir af þremur stofnendum félagsins sem var endurvakið af hópi manna sem hét því að endurgreiða meðlimum trúfélagsgjöld frá ríkinu.Málið er í nokkurs konar pattstöðu en bræðurnir vilja peningana út úr félaginu og til sín.Einar er ákærður fyrir fjársvik fyrir rúmlega 74 milljónir króna á árunum 2009 til 2013.vísir„Ég var ekki á landinu“ Samkvæmt ákæru í málinu voru greiðslurnar þrjár talsins. Fyrst fimm milljónir í maí 2010, því næst tíu miljónir í október 2010 eða seint á því ári og því næst fimmtán milljónir í september 2011. Óumdeilt er að Einar tók á móti greiðslu eitt og þrjú en við aðalmeðferð málsins í dag hafnaði hann því að hafa tekið á móti greiðslu númer tvö, upp á tíu milljónir króna. „Það er alveg ljóst að atburðurinn sem þú lýsir þarna gerðist ekki. Ég var ekki á landinu,“ sagði Einar þegar Finnur Vilhjálmsson saksóknari, spurði hann út í greiðsluna. Samkvæmt ákæru var um afhendingu á reiðufé að ræða. Annar karlmannanna, sem bar vitni í málinu, sagði að milljónirnar hefðu verið afhentar Einari í plastpoka. Einari er gefið að sök að hafa frá upphafi blekkt aðila málsins með því að halda röngum upplýsingum að þeim aðilum sem lögðu til fé í fjárfestingarsjóð Einars en í ákærunni er því haldið fram að sjóðurinn hafi aldrei verið starfræktur í eiginlegri mynd.Héraðsdómur Reykjaness.„Okkar helsta regla er að tapa aldrei neinu“ Spurður hvernig samskipti Einars og þeirra sem hann er sakaður um að hafa svikið fé út úr hefðu verið sagði Einar að sameiginlegur kunningi hefði kynnt sig fyrir körlunum tveimur og konunum annars vegar og fyrir þriðja manni hins vegar. Einar er sakaður um að hafa svikið 44,3 milljónir út úr honum á sama eða svipaðan hátt og þremenningunum. Fyrir dómi sýndi saksóknari gögn sem Einar á að hafa sent aðilum málsins þar sem hann kynnti þeim Skajaqouda sjóðinn sem fjárfestingakost. „Okkar helsta regla er að tapa aldrei neinu,“ var meðal þess sem kom fram í kynningargögnum um sjóðinn. Meðal þess sem kynnt var að sjóðurinn hefði náð um 40 prósent ávöxtun árið 2009. Aðspurður um hvernig sjóðurinn hefði náð slíkri ávöxtun sagði Einar að það hefði meðal annars verið gert með vaxtamunaviðskiptum. Einar sendi síðan aðilinum yfirlit yfir ávöxtun og eignir og í einu slíku fréttabréfi kom fram að ávöxtunin hafi verið 38 þúsund dollarar. Einar svaraði því játandi spurður um hvort að þessar hagnaðartölur væru réttar og sagðist hann alltaf hafa verið heiðarlegur í samskiptum við aðilana. Fjárfestingin hefði gengið vel Spurður að því af hverju hann hafi ekki greitt þá fjármuni út til þeirra sem báðu um það sagði Einar að aldrei hafi formlega verið óskað eftir því samkvæmt reglum sem sjóðurinn hafði um innlausn fjármuna. Spurður hvort að það eitt og sér hafi verið þess valdandi að hann gat ekki greitt út svaraði Einar að á ýmsu hefði gengið í samskiptum sínum við þau þrjú sem létu honum samanlagt 30 miljónir í té. „Auðvitað er það forsmatriði en það var náttúrulega gekk á ýmsu í okkar samskiptum. Þau ætluðu að eiga í einhverjum viðskiptum sín á milli sem komu mér ekkert við, þau fóru í vaskinn.“Sakaði einn af fjárfestunum um að hafa notað handrukkara Sagði Einar að annar mannanna hefði verið búinn að skuldbinda sig til þess að kaupa íbúð en verið „fullkomnlega ljóst að ákveðnir hlutir hafi verið í gangi sem þyrfti að klára áður en hægt væri að losna, “ líkt og Einar orðaði það. Taldi hann einnig að maðurinn hefði verið búinn að koma sér í klípu og reynt að slíta samningum með „allskonar bellibrögðum og háttsemi,“ meðal annars með „handrukkurum“. Ákveðnir samningar hefðu hins vegar verið í gildi og aldrei hafi verið formlega óskað eftir innlausn fjárfestingarinnar.Fjármunir frá fjárfestunum virðast meðal annars hafa farið ó gegnum Deutsche Bankvísir/GettyEn hvar eru peningarnir núna? Saksóknari rakti slóð fjármunanna frá Íslandi til Bandaríkjanna í gegnum Lúxemborg og þaðan til Sviss í félag sem heitir EM Trade auk fjárfestinga í gulli í gegnum vefsíðu að nafni AuPay.net. Einari er gefið að sök að hafa ráðstafað fjármunum í eigin þágu eða annars með þeim hætti að ekki gat samrýmst ætluðum fjárfestingum þeirra sem fjárfestu í sjóði Einars. Í ákærunni segir að tilraunir þeirra til þess að endurheimta fjármuni sína hafi reynst árangurslausar og megi telja þá glataða. Saksóknari spurði Einar hvar peningarnir væru núna? „Þeir eru væntanlega bara enn þar sem þeir eru, þangað sem ég sendi,“ svaraði Einar sem sagði að sjóðurinn væri enn til en hafi ekki verið starfandi frá því að rannsókn þessa máls hófst. „Þetta setti líf mitt og starfsemi úr skorðum þannig að það hefur ekki gerst mikið síðan,“ sagði Einar. Eftir að annar mannana, sem hafði leyst til sín kröfu viðskiptafélaga sinna á hendur Einari, fór að krefja hann um fjármunina til baka, bauðst hann til þess að endurgreiða hluta fjárfestingarinnar. „Við vorum að tala um 28 milljónir sem hann fengi greiddar og það myndi ljúka okkar viðskiptum,“ sagði Einar en tiltók þó að það hefði verið óvanalegt enda óháð skilmálum sjóðsins. Sagði Einar að því boði hafi verið vel tekið. Málið hafi hins vegar allt komist í uppnám daginn eftir þegar Einar var úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins. Hann neitaði því alfarið að fjármunir þeir sem um ræðir í málinum hafi verið nýttir í eigin þágu og þá sagði hann að allir þeir fjármunir sem lagðir hefðu verið í sjóðinn, væru þar enn Aðalmeðferð málsins heldur áfram í dag. Tengdar fréttir Annar Kickstarterbróðirinn ákærður fyrir tug milljóna fjársvik Einar Ágústsson, annar tveggja bræðra sem á liðnu ári stóðu fyrir söfnun á vefsíðunni Kickstarter fyrir ferðavindtúrbínum, hefur verið ákærður fyrir fjársvik að upphæð rúmlega 74 milljónir króna á árunum 2009 til 2013. 8. febrúar 2016 14:15 Kickstarterbróðirinn neitar sök í fjársvikamáli Einar Ágústsson sem ákærður er fyrir að hafa svikið rúmlega 74 milljónir króna út úr nokkrum aðilum á árunum 2009 til 2013 neitaði sök þegar mál sérstaks saksóknara gegn honum var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness eftir hádegi í dag. 10. febrúar 2016 15:43 Kickstarter-bræður fá ekki sóknargjöld zúista í bili Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá máli stofnenda og skráðra forsvarsmanna trúfélags zúista á Íslandi á hendur ríkissjóði en málið var höfðað vegna 33 milljóna króna sóknargjalda sem ekki hafa verið greidd út til félagsins. 8. febrúar 2017 17:10 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Erlent Eldur í bifreið og útihúsgögnum Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Fleiri fréttir „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Sjá meira
„Ég hef alltaf verið heiðarlegur í samskiptum við þau,“ sagði Einar Ágústsson við aðalmeðferð í fjársvikamáli þar sem hann er ákærður fyrir fjársvik að að upphæð rúmlega 74 milljónir króna á árunum 2009 til 2013. Aðalmeðferð hófst í dag í Héraðsdómi Reykjaness. Einar er ákærður, ásamt félaginu Skajaquouda ehf., sem hann var í forsvari fyrir, fyrir að hafa blekkt fjóra einstaklinga sem létu honum í té rúmlega 74 milljónir króna í þeirri trú að féð yrði nýtt til fjárfestinga í fjárfestingasjóði. Hann neitar sök. Að því er fram kemur í fyrsta lið ákærunnar létu þrír Íslendingar, tveir karlmenn og ein kona Einari í té fjármuni fyrir samtals 30 milljónir króna í þeirri trú að féð myndi renna til fjárfestinga í fjárfestingasjóði í Bandaríkjunum sem héti Skajaquoda Fund á árunum 2010 og 2001. Nokkuð var fjallað um Einar og bróður hans í fréttum á liðnu ári, meðal annars vegna þess að þeir söfnuðu metfé á fjármögnunarsíðunni Kickstarter fyrir ferðavindtúrbínum sem þeir ætluðu að framleiða. Þá gerðu þeir bræður einnig kröfu á ríkissjóð vegna 33 milljón króna sóknargjalda sem ekki hafa verið greidd til trúfélags Zúista á Íslandi. Bræðurnir eru tveir af þremur stofnendum félagsins sem var endurvakið af hópi manna sem hét því að endurgreiða meðlimum trúfélagsgjöld frá ríkinu.Málið er í nokkurs konar pattstöðu en bræðurnir vilja peningana út úr félaginu og til sín.Einar er ákærður fyrir fjársvik fyrir rúmlega 74 milljónir króna á árunum 2009 til 2013.vísir„Ég var ekki á landinu“ Samkvæmt ákæru í málinu voru greiðslurnar þrjár talsins. Fyrst fimm milljónir í maí 2010, því næst tíu miljónir í október 2010 eða seint á því ári og því næst fimmtán milljónir í september 2011. Óumdeilt er að Einar tók á móti greiðslu eitt og þrjú en við aðalmeðferð málsins í dag hafnaði hann því að hafa tekið á móti greiðslu númer tvö, upp á tíu milljónir króna. „Það er alveg ljóst að atburðurinn sem þú lýsir þarna gerðist ekki. Ég var ekki á landinu,“ sagði Einar þegar Finnur Vilhjálmsson saksóknari, spurði hann út í greiðsluna. Samkvæmt ákæru var um afhendingu á reiðufé að ræða. Annar karlmannanna, sem bar vitni í málinu, sagði að milljónirnar hefðu verið afhentar Einari í plastpoka. Einari er gefið að sök að hafa frá upphafi blekkt aðila málsins með því að halda röngum upplýsingum að þeim aðilum sem lögðu til fé í fjárfestingarsjóð Einars en í ákærunni er því haldið fram að sjóðurinn hafi aldrei verið starfræktur í eiginlegri mynd.Héraðsdómur Reykjaness.„Okkar helsta regla er að tapa aldrei neinu“ Spurður hvernig samskipti Einars og þeirra sem hann er sakaður um að hafa svikið fé út úr hefðu verið sagði Einar að sameiginlegur kunningi hefði kynnt sig fyrir körlunum tveimur og konunum annars vegar og fyrir þriðja manni hins vegar. Einar er sakaður um að hafa svikið 44,3 milljónir út úr honum á sama eða svipaðan hátt og þremenningunum. Fyrir dómi sýndi saksóknari gögn sem Einar á að hafa sent aðilum málsins þar sem hann kynnti þeim Skajaqouda sjóðinn sem fjárfestingakost. „Okkar helsta regla er að tapa aldrei neinu,“ var meðal þess sem kom fram í kynningargögnum um sjóðinn. Meðal þess sem kynnt var að sjóðurinn hefði náð um 40 prósent ávöxtun árið 2009. Aðspurður um hvernig sjóðurinn hefði náð slíkri ávöxtun sagði Einar að það hefði meðal annars verið gert með vaxtamunaviðskiptum. Einar sendi síðan aðilinum yfirlit yfir ávöxtun og eignir og í einu slíku fréttabréfi kom fram að ávöxtunin hafi verið 38 þúsund dollarar. Einar svaraði því játandi spurður um hvort að þessar hagnaðartölur væru réttar og sagðist hann alltaf hafa verið heiðarlegur í samskiptum við aðilana. Fjárfestingin hefði gengið vel Spurður að því af hverju hann hafi ekki greitt þá fjármuni út til þeirra sem báðu um það sagði Einar að aldrei hafi formlega verið óskað eftir því samkvæmt reglum sem sjóðurinn hafði um innlausn fjármuna. Spurður hvort að það eitt og sér hafi verið þess valdandi að hann gat ekki greitt út svaraði Einar að á ýmsu hefði gengið í samskiptum sínum við þau þrjú sem létu honum samanlagt 30 miljónir í té. „Auðvitað er það forsmatriði en það var náttúrulega gekk á ýmsu í okkar samskiptum. Þau ætluðu að eiga í einhverjum viðskiptum sín á milli sem komu mér ekkert við, þau fóru í vaskinn.“Sakaði einn af fjárfestunum um að hafa notað handrukkara Sagði Einar að annar mannanna hefði verið búinn að skuldbinda sig til þess að kaupa íbúð en verið „fullkomnlega ljóst að ákveðnir hlutir hafi verið í gangi sem þyrfti að klára áður en hægt væri að losna, “ líkt og Einar orðaði það. Taldi hann einnig að maðurinn hefði verið búinn að koma sér í klípu og reynt að slíta samningum með „allskonar bellibrögðum og háttsemi,“ meðal annars með „handrukkurum“. Ákveðnir samningar hefðu hins vegar verið í gildi og aldrei hafi verið formlega óskað eftir innlausn fjárfestingarinnar.Fjármunir frá fjárfestunum virðast meðal annars hafa farið ó gegnum Deutsche Bankvísir/GettyEn hvar eru peningarnir núna? Saksóknari rakti slóð fjármunanna frá Íslandi til Bandaríkjanna í gegnum Lúxemborg og þaðan til Sviss í félag sem heitir EM Trade auk fjárfestinga í gulli í gegnum vefsíðu að nafni AuPay.net. Einari er gefið að sök að hafa ráðstafað fjármunum í eigin þágu eða annars með þeim hætti að ekki gat samrýmst ætluðum fjárfestingum þeirra sem fjárfestu í sjóði Einars. Í ákærunni segir að tilraunir þeirra til þess að endurheimta fjármuni sína hafi reynst árangurslausar og megi telja þá glataða. Saksóknari spurði Einar hvar peningarnir væru núna? „Þeir eru væntanlega bara enn þar sem þeir eru, þangað sem ég sendi,“ svaraði Einar sem sagði að sjóðurinn væri enn til en hafi ekki verið starfandi frá því að rannsókn þessa máls hófst. „Þetta setti líf mitt og starfsemi úr skorðum þannig að það hefur ekki gerst mikið síðan,“ sagði Einar. Eftir að annar mannana, sem hafði leyst til sín kröfu viðskiptafélaga sinna á hendur Einari, fór að krefja hann um fjármunina til baka, bauðst hann til þess að endurgreiða hluta fjárfestingarinnar. „Við vorum að tala um 28 milljónir sem hann fengi greiddar og það myndi ljúka okkar viðskiptum,“ sagði Einar en tiltók þó að það hefði verið óvanalegt enda óháð skilmálum sjóðsins. Sagði Einar að því boði hafi verið vel tekið. Málið hafi hins vegar allt komist í uppnám daginn eftir þegar Einar var úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins. Hann neitaði því alfarið að fjármunir þeir sem um ræðir í málinum hafi verið nýttir í eigin þágu og þá sagði hann að allir þeir fjármunir sem lagðir hefðu verið í sjóðinn, væru þar enn Aðalmeðferð málsins heldur áfram í dag.
Tengdar fréttir Annar Kickstarterbróðirinn ákærður fyrir tug milljóna fjársvik Einar Ágústsson, annar tveggja bræðra sem á liðnu ári stóðu fyrir söfnun á vefsíðunni Kickstarter fyrir ferðavindtúrbínum, hefur verið ákærður fyrir fjársvik að upphæð rúmlega 74 milljónir króna á árunum 2009 til 2013. 8. febrúar 2016 14:15 Kickstarterbróðirinn neitar sök í fjársvikamáli Einar Ágústsson sem ákærður er fyrir að hafa svikið rúmlega 74 milljónir króna út úr nokkrum aðilum á árunum 2009 til 2013 neitaði sök þegar mál sérstaks saksóknara gegn honum var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness eftir hádegi í dag. 10. febrúar 2016 15:43 Kickstarter-bræður fá ekki sóknargjöld zúista í bili Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá máli stofnenda og skráðra forsvarsmanna trúfélags zúista á Íslandi á hendur ríkissjóði en málið var höfðað vegna 33 milljóna króna sóknargjalda sem ekki hafa verið greidd út til félagsins. 8. febrúar 2017 17:10 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Erlent Eldur í bifreið og útihúsgögnum Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Fleiri fréttir „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Sjá meira
Annar Kickstarterbróðirinn ákærður fyrir tug milljóna fjársvik Einar Ágústsson, annar tveggja bræðra sem á liðnu ári stóðu fyrir söfnun á vefsíðunni Kickstarter fyrir ferðavindtúrbínum, hefur verið ákærður fyrir fjársvik að upphæð rúmlega 74 milljónir króna á árunum 2009 til 2013. 8. febrúar 2016 14:15
Kickstarterbróðirinn neitar sök í fjársvikamáli Einar Ágústsson sem ákærður er fyrir að hafa svikið rúmlega 74 milljónir króna út úr nokkrum aðilum á árunum 2009 til 2013 neitaði sök þegar mál sérstaks saksóknara gegn honum var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness eftir hádegi í dag. 10. febrúar 2016 15:43
Kickstarter-bræður fá ekki sóknargjöld zúista í bili Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá máli stofnenda og skráðra forsvarsmanna trúfélags zúista á Íslandi á hendur ríkissjóði en málið var höfðað vegna 33 milljóna króna sóknargjalda sem ekki hafa verið greidd út til félagsins. 8. febrúar 2017 17:10