Vindmylla Kickstarter-bræðra komin í sölu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. apríl 2017 13:15 Ágúst Arnar Ágústsson, annar til vinstri og Einar Ágústsson, þriðji frá vinstri, sýna vindmylluna á vörukynningu í síðasta mánuði. Mynd/Janulus Bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir, sem nefndir hafa verið Kickstarter-bræðurnir, hafa hafið sölu á vindtúrbínu. Fjármögnun verkefnisins fór fram á fjáröflunarsíðunni Kickstarter árið 2014 en á ýmsu hefur gengið frá því að söfnunin hófst. Hafa þeir bræður verið til umfjöllunar íslenskra fjölmiðla á undanförnum árum. Fyrst vöktu þeir athygli fyrir safnanir á Kickstarter þar sem þeir söfnuðu háum fjárhæðum frá styrktaraðilum fyrir ýmis verkefni, þar á meðal vindmylluna sem nú er komin á markað. Síðar vakti athygli að Kickstarter lokaði á eina söfnun þeirra bræðra fyrir stærri útgáfu af vindmyllunni en miðað við upplýsingar á vef Kickstarter þarf töluvert til að lokað sé fyrir söfnun.Einar, sem ákærður er fyrir 74 milljón króna fjársvik, sýnir Helga Seljan sjónvarpsmanni vindmylluna.Mynd/JanulusÞess má geta að Einar er ákærður fyrir að hafa svikið rúmlega 74 milljónir króna út úr nokkrum aðilum á árunum 2009 til 2013. Hann neitar sök en beðið er dómsuppkvaðningar í málinu.Þá gerðu þeir bræður einnig kröfu á ríkissjóð vegna 33 milljóna króna sóknargjalda sem ekki hafa verið greidd til trúfélags Zúista á Íslandi. Bræðurnir eru tveir af þremur stofnendum félagsins sem var endurvakið af hópi manna sem hét því að endurgreiða meðlimum trúfélagsgjöld frá ríkinu.Málið er í nokkurs konar pattstöðu þar sem ekki er ljóst hvar sóknargjöld zúista munu enda, það er hjá þeim sem eru í forsvari fyrir félagið nú eða hjá stofnendunum sem höfðuðu málið.Ekki sama varan en reiknar með að styrktaraðilar verði sáttir Söfnunin fyrir ferðatúrbínuna hófst eins og áður segir árið 2014 og miðað við upplýsingar á Kickstarter-síðu verkefnisins var reiknað með að varan yrði send til styrktaraðila í upphafi ársins 2015. Sé horft til þeirra vöru sem bræðurnir kynntu árið 2014 og er nú kominn á markað sést að töluverður munur er á vindmyllunum. Í samtali við Vísi segir Ágúst Arnar, sem er framkvæmdastjóri Janulus, framleiðenda Janulus, að gamla hönnunin hafi einfaldlega verið of þung í vöfum. „Við vorum með aðra hönnun og hún var bara að reynast of erfið í framleiðslu. Hún var of þung og var farinn að verða allt of erfið. Það þurfti að setjast við hönnunarborðið og gera annað „concept“ með sömu markmiðum til þess að þetta yrði að veruleika,“ segir Ágúst Arnar sem bætir því við að 2-3 ár sé eðlilegur tími til þess að klára slík verkefni.Myndin til vinstri sýnir upprunalegu útgáfuna, sú til hægri þá sem nú er komin út.Mynd/JanulusAthygli vekur að í upplýsingagjöf til styrktaraðila vindmyllunnar þann 17. mars síðastliðinn eru tafirnar á framleiðslunni meðal annars útskýrðar á þann hátt að þeir bræður hafi þurft að hætta framleiðslu vegna „lyga“ líkt og það er orðað í orðsendingunni. Aðspurður um þetta segir Ágúst Arnar að fyrirspurnir frá fjölmiðlum á Íslandi til Kickstarter hafi orðið þess valdandi hætta þurfti framleiðslunni. „Við lentum í leiðindamálum. Það var lokað á okkur, okkur fannst ekki alveg vera sanngjarnt hvað gerðist þarna. Það komu undarlegar fyrirspurnir frá fjölmiðlum á Íslandi sem að innihéldu fullyrðingar sem brutu gegn reglum Kickstarter,“ segir Ágúst Arnar sem vill ekki tjá sig frekar um hvaða fjölmiðla ræðir en Kastljós og Stundin fjölluðu meðal annars um þá bræður um svipað leyti. Sé litið yfir þær athugasemdir sem stuðningsaðilar verkefnis hafa sett inn má sjá að þeir sem styrktu verkefnið voru orðnir mjög ósáttir við tafirnar. Sjá má á ummælunum að flestir virðast á einhverjum tímapunkti hafa gefist upp á því að bíða eftir því að fá túrbínuna. Virðast sumir einnig sannfærðir um að þeir bræður hafi svikið þá sem styrktu verkefnið.Ágúst Arnar kynnir vöruna.Mynd/JanulusÁgúst Arnar segir alveg ljóst að bræðurnir hafi sett sér ákveðin tímamörk sem þeir hafi ekki náð að standa við en aðspurður um hvort að þeir hafi svikið stuðningsaðila sína segir Ágúst Arnar það af og frá. „Ég held að það sé búið að afsanna það í dag,“ segir hann og vísar til þess að búið sé að senda eintök af vindmyllum til stuðningsaðilanna. Reiknar Ágúst Arnar með að þeir muni verða sáttir með vöruna sem þeir hafi eða séu að fá í hendurnar. Undir þetta tekur Serge Sozonoff, einn stuðningsaðila söfnunarinnar, sem skilur eftir sig athugasemd á Kickstarter-síðu verkefnisins. Þar segist hann hafa fengið vindmylluna í hendurnar og að þrátt fyrir að hún sé ekkert lík þeirri sem hann hafi stutt sé hann sáttur við að þeir bræður hafi lagt það á sig að klára verkefnið og senda stuðningsaðilunum þá vöru sem þeir hafa nú framleitt.Heimurinn undir Ljóst er Ágúst Arbar er stoltur vöru þeirra bræðra en hann segir að hún sé aðallega hugsuð fyrir þá sem þurfa að hlaða síma eða myndavélar á stöðum þar sem erfitt er að komast í rafmagn. „Segjum að þú sért í útilegu þá getur þú treyst á vindinn til að hlaða græjurnar. Til þess að hlaða síma og minni græjur þarftu fjóra til fimm metra á sekúndu, þá ertu farinn að búa til nógu mikið rafmagn,“ segir Ágúst Arnar. Þá sé möguleiki að hlaða 12 volta batterí sé vindstyrkur hærri og segir Ágúst Arnar að prófanir hafi lofað góðu. Þeir hafi reynt að hafa vindmylluna létta og meðfærilega og auðvelda í notkun svo sem flestir gætu notað hana. Næsta skref sé að þróa framleiðsluferlið enn frekar til þess að koma vörunni í sölu á markað út um allan heim. „Það er eftirspurn eftir svona græju, það er á hreinu. Ég er búinn að sanna að það sé hægt að búa þetta til, nú er bara mitt að sanna að það sé markaður fyrir þetta. Það er næsta skref.“ Trúmál Zuism Tengdar fréttir Annar Kickstarterbróðirinn ákærður fyrir tug milljóna fjársvik Einar Ágústsson, annar tveggja bræðra sem á liðnu ári stóðu fyrir söfnun á vefsíðunni Kickstarter fyrir ferðavindtúrbínum, hefur verið ákærður fyrir fjársvik að upphæð rúmlega 74 milljónir króna á árunum 2009 til 2013. 8. febrúar 2016 14:15 Fjársvikamál Kickstarter bróður: Kannast ekki við að hafa tekið á móti tíu milljónum í plastpoka Aðalmeðferð fer nú fram í fjársvikamáli Einars Ágústssonar en hann er ákærður fyrir fjársvik að að upphæð rúmlega 74 milljónir króna á árunum 2009 til 2013. 5. apríl 2017 13:30 Kickstarter-bræður fá ekki sóknargjöld zúista í bili Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá máli stofnenda og skráðra forsvarsmanna trúfélags zúista á Íslandi á hendur ríkissjóði en málið var höfðað vegna 33 milljóna króna sóknargjalda sem ekki hafa verið greidd út til félagsins. 8. febrúar 2017 17:10 Safna metfé á Kickstarter: Íslenskir bræður vilja færa almenningi vindorku Hugmynd þeirra Ágústs og Einars Ágústssona hefur vakið athygli víða um heim. 19. október 2015 22:20 Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Engir rauðir límmiðar lengur á Iittala Viðskipti erlent Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Fleiri fréttir Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Sjá meira
Bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir, sem nefndir hafa verið Kickstarter-bræðurnir, hafa hafið sölu á vindtúrbínu. Fjármögnun verkefnisins fór fram á fjáröflunarsíðunni Kickstarter árið 2014 en á ýmsu hefur gengið frá því að söfnunin hófst. Hafa þeir bræður verið til umfjöllunar íslenskra fjölmiðla á undanförnum árum. Fyrst vöktu þeir athygli fyrir safnanir á Kickstarter þar sem þeir söfnuðu háum fjárhæðum frá styrktaraðilum fyrir ýmis verkefni, þar á meðal vindmylluna sem nú er komin á markað. Síðar vakti athygli að Kickstarter lokaði á eina söfnun þeirra bræðra fyrir stærri útgáfu af vindmyllunni en miðað við upplýsingar á vef Kickstarter þarf töluvert til að lokað sé fyrir söfnun.Einar, sem ákærður er fyrir 74 milljón króna fjársvik, sýnir Helga Seljan sjónvarpsmanni vindmylluna.Mynd/JanulusÞess má geta að Einar er ákærður fyrir að hafa svikið rúmlega 74 milljónir króna út úr nokkrum aðilum á árunum 2009 til 2013. Hann neitar sök en beðið er dómsuppkvaðningar í málinu.Þá gerðu þeir bræður einnig kröfu á ríkissjóð vegna 33 milljóna króna sóknargjalda sem ekki hafa verið greidd til trúfélags Zúista á Íslandi. Bræðurnir eru tveir af þremur stofnendum félagsins sem var endurvakið af hópi manna sem hét því að endurgreiða meðlimum trúfélagsgjöld frá ríkinu.Málið er í nokkurs konar pattstöðu þar sem ekki er ljóst hvar sóknargjöld zúista munu enda, það er hjá þeim sem eru í forsvari fyrir félagið nú eða hjá stofnendunum sem höfðuðu málið.Ekki sama varan en reiknar með að styrktaraðilar verði sáttir Söfnunin fyrir ferðatúrbínuna hófst eins og áður segir árið 2014 og miðað við upplýsingar á Kickstarter-síðu verkefnisins var reiknað með að varan yrði send til styrktaraðila í upphafi ársins 2015. Sé horft til þeirra vöru sem bræðurnir kynntu árið 2014 og er nú kominn á markað sést að töluverður munur er á vindmyllunum. Í samtali við Vísi segir Ágúst Arnar, sem er framkvæmdastjóri Janulus, framleiðenda Janulus, að gamla hönnunin hafi einfaldlega verið of þung í vöfum. „Við vorum með aðra hönnun og hún var bara að reynast of erfið í framleiðslu. Hún var of þung og var farinn að verða allt of erfið. Það þurfti að setjast við hönnunarborðið og gera annað „concept“ með sömu markmiðum til þess að þetta yrði að veruleika,“ segir Ágúst Arnar sem bætir því við að 2-3 ár sé eðlilegur tími til þess að klára slík verkefni.Myndin til vinstri sýnir upprunalegu útgáfuna, sú til hægri þá sem nú er komin út.Mynd/JanulusAthygli vekur að í upplýsingagjöf til styrktaraðila vindmyllunnar þann 17. mars síðastliðinn eru tafirnar á framleiðslunni meðal annars útskýrðar á þann hátt að þeir bræður hafi þurft að hætta framleiðslu vegna „lyga“ líkt og það er orðað í orðsendingunni. Aðspurður um þetta segir Ágúst Arnar að fyrirspurnir frá fjölmiðlum á Íslandi til Kickstarter hafi orðið þess valdandi hætta þurfti framleiðslunni. „Við lentum í leiðindamálum. Það var lokað á okkur, okkur fannst ekki alveg vera sanngjarnt hvað gerðist þarna. Það komu undarlegar fyrirspurnir frá fjölmiðlum á Íslandi sem að innihéldu fullyrðingar sem brutu gegn reglum Kickstarter,“ segir Ágúst Arnar sem vill ekki tjá sig frekar um hvaða fjölmiðla ræðir en Kastljós og Stundin fjölluðu meðal annars um þá bræður um svipað leyti. Sé litið yfir þær athugasemdir sem stuðningsaðilar verkefnis hafa sett inn má sjá að þeir sem styrktu verkefnið voru orðnir mjög ósáttir við tafirnar. Sjá má á ummælunum að flestir virðast á einhverjum tímapunkti hafa gefist upp á því að bíða eftir því að fá túrbínuna. Virðast sumir einnig sannfærðir um að þeir bræður hafi svikið þá sem styrktu verkefnið.Ágúst Arnar kynnir vöruna.Mynd/JanulusÁgúst Arnar segir alveg ljóst að bræðurnir hafi sett sér ákveðin tímamörk sem þeir hafi ekki náð að standa við en aðspurður um hvort að þeir hafi svikið stuðningsaðila sína segir Ágúst Arnar það af og frá. „Ég held að það sé búið að afsanna það í dag,“ segir hann og vísar til þess að búið sé að senda eintök af vindmyllum til stuðningsaðilanna. Reiknar Ágúst Arnar með að þeir muni verða sáttir með vöruna sem þeir hafi eða séu að fá í hendurnar. Undir þetta tekur Serge Sozonoff, einn stuðningsaðila söfnunarinnar, sem skilur eftir sig athugasemd á Kickstarter-síðu verkefnisins. Þar segist hann hafa fengið vindmylluna í hendurnar og að þrátt fyrir að hún sé ekkert lík þeirri sem hann hafi stutt sé hann sáttur við að þeir bræður hafi lagt það á sig að klára verkefnið og senda stuðningsaðilunum þá vöru sem þeir hafa nú framleitt.Heimurinn undir Ljóst er Ágúst Arbar er stoltur vöru þeirra bræðra en hann segir að hún sé aðallega hugsuð fyrir þá sem þurfa að hlaða síma eða myndavélar á stöðum þar sem erfitt er að komast í rafmagn. „Segjum að þú sért í útilegu þá getur þú treyst á vindinn til að hlaða græjurnar. Til þess að hlaða síma og minni græjur þarftu fjóra til fimm metra á sekúndu, þá ertu farinn að búa til nógu mikið rafmagn,“ segir Ágúst Arnar. Þá sé möguleiki að hlaða 12 volta batterí sé vindstyrkur hærri og segir Ágúst Arnar að prófanir hafi lofað góðu. Þeir hafi reynt að hafa vindmylluna létta og meðfærilega og auðvelda í notkun svo sem flestir gætu notað hana. Næsta skref sé að þróa framleiðsluferlið enn frekar til þess að koma vörunni í sölu á markað út um allan heim. „Það er eftirspurn eftir svona græju, það er á hreinu. Ég er búinn að sanna að það sé hægt að búa þetta til, nú er bara mitt að sanna að það sé markaður fyrir þetta. Það er næsta skref.“
Trúmál Zuism Tengdar fréttir Annar Kickstarterbróðirinn ákærður fyrir tug milljóna fjársvik Einar Ágústsson, annar tveggja bræðra sem á liðnu ári stóðu fyrir söfnun á vefsíðunni Kickstarter fyrir ferðavindtúrbínum, hefur verið ákærður fyrir fjársvik að upphæð rúmlega 74 milljónir króna á árunum 2009 til 2013. 8. febrúar 2016 14:15 Fjársvikamál Kickstarter bróður: Kannast ekki við að hafa tekið á móti tíu milljónum í plastpoka Aðalmeðferð fer nú fram í fjársvikamáli Einars Ágústssonar en hann er ákærður fyrir fjársvik að að upphæð rúmlega 74 milljónir króna á árunum 2009 til 2013. 5. apríl 2017 13:30 Kickstarter-bræður fá ekki sóknargjöld zúista í bili Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá máli stofnenda og skráðra forsvarsmanna trúfélags zúista á Íslandi á hendur ríkissjóði en málið var höfðað vegna 33 milljóna króna sóknargjalda sem ekki hafa verið greidd út til félagsins. 8. febrúar 2017 17:10 Safna metfé á Kickstarter: Íslenskir bræður vilja færa almenningi vindorku Hugmynd þeirra Ágústs og Einars Ágústssona hefur vakið athygli víða um heim. 19. október 2015 22:20 Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Engir rauðir límmiðar lengur á Iittala Viðskipti erlent Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Fleiri fréttir Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Sjá meira
Annar Kickstarterbróðirinn ákærður fyrir tug milljóna fjársvik Einar Ágústsson, annar tveggja bræðra sem á liðnu ári stóðu fyrir söfnun á vefsíðunni Kickstarter fyrir ferðavindtúrbínum, hefur verið ákærður fyrir fjársvik að upphæð rúmlega 74 milljónir króna á árunum 2009 til 2013. 8. febrúar 2016 14:15
Fjársvikamál Kickstarter bróður: Kannast ekki við að hafa tekið á móti tíu milljónum í plastpoka Aðalmeðferð fer nú fram í fjársvikamáli Einars Ágústssonar en hann er ákærður fyrir fjársvik að að upphæð rúmlega 74 milljónir króna á árunum 2009 til 2013. 5. apríl 2017 13:30
Kickstarter-bræður fá ekki sóknargjöld zúista í bili Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá máli stofnenda og skráðra forsvarsmanna trúfélags zúista á Íslandi á hendur ríkissjóði en málið var höfðað vegna 33 milljóna króna sóknargjalda sem ekki hafa verið greidd út til félagsins. 8. febrúar 2017 17:10
Safna metfé á Kickstarter: Íslenskir bræður vilja færa almenningi vindorku Hugmynd þeirra Ágústs og Einars Ágústssona hefur vakið athygli víða um heim. 19. október 2015 22:20