Erlent

Tusk: ESB og Kínverjar efla samstarf sitt á sviði loftslagsmála frá deginum í dag

Atli Ísleifsson skrifar
Li Keqiang, forsætisráðherra Kína, og Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, á fundi sínum í Brussel fyrr í dag.
Li Keqiang, forsætisráðherra Kína, og Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, á fundi sínum í Brussel fyrr í dag. Vísir/AFP
Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, segir að ESB og stjórnvöld í Kína muni auka samstarf sitt á sviði loftslagsmála frá og með deginum í dag.

Tusk sagði þetta í tísti á Twitter-reikningi sínum og segir að Bandaríkjastjórn hafi gert „mikil mistök“ með því að draga sig úr Parísarsamningnum sem miðar að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum. „En baráttan hefur áfram, með eða án Bandaríkjanna,“ segir Tusk.

Donald Trump Bandaríkaforseti kynnti ákvörðun sína á lóð Hvíta hússins í gær. Sagði hann að Bandaríkin myndu draga sig úr samningnum og vinna að því að semja upp á nýtt. Forsetinn sagði það þó skipta litlu ef ekki myndi ná að semja að nýju.

Fyrr í dag var Vladimír Pútín Rússlandsforseti spurður út í ákvörðun Trump og sagði hann of mikið vera gert úr ákvörðun Trump. Enn væri tími til stefnu og að ef allir myndu vinna saman á uppbyggilegan hátt væri vafalaust hægt að komast að samkomulagi.

„Don't worry, be happy,“ sagði forsetinn á ensku á fréttamannafundi sínum í Pétursborg fyrr í dag.


Tengdar fréttir

Halda ótrauð áfram án Donalds Trump

Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að landið segi sig frá Parísarsamkomulaginu. Ber fyrir sig efnahagslegar byrðar. Evrópa og Kína undirbúa sameiginlega yfirlýsingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×