Fylkir endurheimti toppsæti Inkasso-deildarinnar með 2-0 sigri á Leikni R. í Árbænum í kvöld.
Fylkismenn hafa farið frábærlega af stað á tímabilinu og eru enn ósigraðir í sumar. Þeir eru með eins stigs forskot á toppi Inkasso-deildarinnar og komnir í 8-liða úrslit Borgunarbikarsins.
Leiknismenn eru líka komnir í 8-liða úrslitin í Borgunarbikarnum en hafa bara unnið einn leik í Inkasso-deildinni og sitja í 8. sæti hennar.
Hákon Ingi Jónsson kom Fylki yfir á 37. mínútu eftir að hafa unnið boltann á miðjunni, brunað upp og skorað.
Á 71. mínútu bætti Orri Sveinn Stefánsson öðru marki við. Hann skallaði þá boltann í netið eftir hornspyrnu Daða Ólafssonar.
Fleiri urðu mörkin ekki og Fylkismenn fögnuðu góðum sigri.
Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.
Fylkismenn endurheimtu toppsætið
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið

Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“
Íslenski boltinn

Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir
Íslenski boltinn




Haaland flúði Manchester borg
Enski boltinn

Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa
Íslenski boltinn


„Skandall“ í gær en uppselt í dag
Fótbolti
