Heppin þjóð Kári Stefánsson skrifar 6. júní 2017 07:00 Á síðustu dögum vorþings var það um margt eins og sveitaböll hér á árum áður, þingmenn töluðu mikinn en sögðu fátt og varla var nokkur möguleiki að skilja það sem þó heyrðist fyrir háværum undirtóni, angurværum, sem ku eiga rætur sínar í því þegar slæmar samviskur um það bil 62 manna sem eru samtímis í húsi, gera það sem slæmum samviskum er lagið og mynda kór og syngja Ó, Jesús bróðir besti. Það vantar einn upp á fullt hús vegna þess að hann er flestum stundum að leita að sænskum blaðamanni sem fékk hann til þess að segja ósatt fyrir framan myndavélar. Sumir halda að hann muni biðja blaðamanninn afsökunar ef hann finnur hann, aðrir halda að honum hafi einfaldlega líkað svo vel sú lífsreynsla að segja ósatt fyrir framan myndavél að hann vilji fá að gera meira af því. Flest af því sem hann hefur sagt opinberlega upp á síðkastið bendir til þess að síðari kosturinn reynist réttur. En þótt þingheimur hafi yfirleitt hljómað eins og hann hefði teygað vökva af þeirri gerð sem yljaði mönnum á sveitaböllum, sjálfsupphafinn, málglaður, úr tengslum við raunveruleikann, og í engu skapi til þess að efna loforð sem hann gaf þjóðinni fyrir kosningar, þá voru á því undantekningar. Heilbrigðismálaráðherra var ein þeirra en hann hljómaði að vanda eins og hann væri stóned, skakkur, freðinn eða hvað svo sem menn vilja kalla það ástand sem fólk fer í við neyslu kannabis. Hann var þýðmæltur og talaði fallega um að hann vildi endilega endurreisa heilbrigðiskerfið en það væru bara engir peningar til. Kannski talar hann svona vegna þess að hann vann lengi við að afgreiða í bókabúð og sá bara hvernig fólk eyðir fé en ekki hvernig það aflar fjár, einn af þeim mönnum sem sjá bara það sem er öðrum megin við sama sem merkið þegar hann horfir á jöfnur. Það hefur nefnilega aldrei verið meiri auður í íslensku samfélagi og það væri í samræmi við vilja fólksins í landinu að skattleggja þennan auð til þess að standa straum af kostnaði við gott heilbrigðiskerfi. En það er ljóst að þegar maður er allt í einu orðinn ráðherra og svífur um í sinnepslitum jakkafötum, á svipinn eins og heimurinn sé búinn til úr bómull, þá hefur maður enga þörf fyrir að standa við loforð sem maður gaf fyrir kosningar og maður hefur fullan rétt á því að segja samfélaginu að þær kröfur sem maður gerði að sínum fyrir kosningar séu óraunhæfar eftir þær. Honum gleymist líka að þegar maður talar, hversu þýðlega sem það er gert, er maður bara að tjá það sem maður veit, en ef maður hlustar gæti maður lært. Ætli tregða hans til þess að hlusta sé vegna þess að hann sé hræddur við að læra eitthvað ljótt? Það er greinilega ein af aðferðunum til þess að takast á við sögur af þjáningu og eymd, sem á rætur sínar í löskuðu heilbrigðiskerfi, að hlusta ekki en horfa dulúðugum augum út í heiminn, skakkur á svip og segja eitthvað fallegt og undurmjúkt. Það er ljóst á fimm ára áætlun ríkisfjármála sem Alþingi samþykkti á dögunum að ríkisstjórnin ætlar að svíkja flest ef ekki allt sem þjóðin á skilið, bað um og var lofað fyrir kosningar. Hún virðist staðráðin í að vinna keppnina um það hvað sé versta ríkisstjórn í sögu lýðveldisins. Og ég prísa okkur samt sæl þótt undarlegt megi virðast. Þegar bölvunin verður blessun, sem gerist af og til, minnir það mig gjarnan á sögu sem ég hef oft sagt af því þegar faðir minn sté út úr bíl við bæ í Suðursveit og hundur rauk á hann og beit hann í hægri fótlegginn. Faðir minn var einfættur og með gervifótlegg úr áli hægra megin þannig að hundgreyið fékk taugaáfall og þaut ýlfrandi frá bænum, niður brekkuna, fyrir fjóshorn og sást ekki aftur í nokkra daga. En faðir minn leit á mig og sagði brosandi út undir eyru: Þarna sérðu, strákur, það er ekki alltaf vont að hafa glatað fæti. Stjórnarandstaðan á Þingi er sá hundur sem hefur sannfært mig um að núverandi ríkisstjórn sé ekki það versta sem hefði getað komið fyrir okkur. Stjórnarandstaðan er gagnslaus, hugmyndasnauð og málstola. Hvar eru tillögur stjórnarandstöðunnar um endurreisn heilbrigðiskerfisins, til minnkunar á muninum á þeim sem eiga og eiga ekki, að heilbrigðu bankakerfi og til þess að takast á við árekstra hagsmuna samfélagsins og hagsmuna þeirra sem samfélagið hefur kosið til þess að stjórna sér? Hvar er stjórnarandstaðan? Skyldi hún halda að hún sé að ferja okkur inn í betri heim og að leiðin liggi í gegnum Vaðlaheiðargöngin? Það er eins gott fyrir hana að gera sér grein fyrir því að í þá ferð fer hún ein. Það fylgir henni enginn. Að lokum ráð til lesandans: þegar þú fyllist örvæntingu út af vesöld ríkisstjórnarinnar mundu að þetta hefði getað verið verra. Við hefðum getað endað með núverandi stjórnarandstöðu í ríkisstjórn og það er staðreynd að þótt ríkisstjórnin sé býsna slöpp er stjórnarandstaðan líklega verri. Þar af leiðandi eigum við kannski að prísa okkur sæl fyrir þann gervifót sem ríkisstjórnin er þótt það þýði að við verðum ein og óstudd að sjá um að veita henni aðhald, stjórnarandstaðan á Þingi leggur þar næstum ekkert af mörkum.Höfundur er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Stefánsson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Sjá meira
Á síðustu dögum vorþings var það um margt eins og sveitaböll hér á árum áður, þingmenn töluðu mikinn en sögðu fátt og varla var nokkur möguleiki að skilja það sem þó heyrðist fyrir háværum undirtóni, angurværum, sem ku eiga rætur sínar í því þegar slæmar samviskur um það bil 62 manna sem eru samtímis í húsi, gera það sem slæmum samviskum er lagið og mynda kór og syngja Ó, Jesús bróðir besti. Það vantar einn upp á fullt hús vegna þess að hann er flestum stundum að leita að sænskum blaðamanni sem fékk hann til þess að segja ósatt fyrir framan myndavélar. Sumir halda að hann muni biðja blaðamanninn afsökunar ef hann finnur hann, aðrir halda að honum hafi einfaldlega líkað svo vel sú lífsreynsla að segja ósatt fyrir framan myndavél að hann vilji fá að gera meira af því. Flest af því sem hann hefur sagt opinberlega upp á síðkastið bendir til þess að síðari kosturinn reynist réttur. En þótt þingheimur hafi yfirleitt hljómað eins og hann hefði teygað vökva af þeirri gerð sem yljaði mönnum á sveitaböllum, sjálfsupphafinn, málglaður, úr tengslum við raunveruleikann, og í engu skapi til þess að efna loforð sem hann gaf þjóðinni fyrir kosningar, þá voru á því undantekningar. Heilbrigðismálaráðherra var ein þeirra en hann hljómaði að vanda eins og hann væri stóned, skakkur, freðinn eða hvað svo sem menn vilja kalla það ástand sem fólk fer í við neyslu kannabis. Hann var þýðmæltur og talaði fallega um að hann vildi endilega endurreisa heilbrigðiskerfið en það væru bara engir peningar til. Kannski talar hann svona vegna þess að hann vann lengi við að afgreiða í bókabúð og sá bara hvernig fólk eyðir fé en ekki hvernig það aflar fjár, einn af þeim mönnum sem sjá bara það sem er öðrum megin við sama sem merkið þegar hann horfir á jöfnur. Það hefur nefnilega aldrei verið meiri auður í íslensku samfélagi og það væri í samræmi við vilja fólksins í landinu að skattleggja þennan auð til þess að standa straum af kostnaði við gott heilbrigðiskerfi. En það er ljóst að þegar maður er allt í einu orðinn ráðherra og svífur um í sinnepslitum jakkafötum, á svipinn eins og heimurinn sé búinn til úr bómull, þá hefur maður enga þörf fyrir að standa við loforð sem maður gaf fyrir kosningar og maður hefur fullan rétt á því að segja samfélaginu að þær kröfur sem maður gerði að sínum fyrir kosningar séu óraunhæfar eftir þær. Honum gleymist líka að þegar maður talar, hversu þýðlega sem það er gert, er maður bara að tjá það sem maður veit, en ef maður hlustar gæti maður lært. Ætli tregða hans til þess að hlusta sé vegna þess að hann sé hræddur við að læra eitthvað ljótt? Það er greinilega ein af aðferðunum til þess að takast á við sögur af þjáningu og eymd, sem á rætur sínar í löskuðu heilbrigðiskerfi, að hlusta ekki en horfa dulúðugum augum út í heiminn, skakkur á svip og segja eitthvað fallegt og undurmjúkt. Það er ljóst á fimm ára áætlun ríkisfjármála sem Alþingi samþykkti á dögunum að ríkisstjórnin ætlar að svíkja flest ef ekki allt sem þjóðin á skilið, bað um og var lofað fyrir kosningar. Hún virðist staðráðin í að vinna keppnina um það hvað sé versta ríkisstjórn í sögu lýðveldisins. Og ég prísa okkur samt sæl þótt undarlegt megi virðast. Þegar bölvunin verður blessun, sem gerist af og til, minnir það mig gjarnan á sögu sem ég hef oft sagt af því þegar faðir minn sté út úr bíl við bæ í Suðursveit og hundur rauk á hann og beit hann í hægri fótlegginn. Faðir minn var einfættur og með gervifótlegg úr áli hægra megin þannig að hundgreyið fékk taugaáfall og þaut ýlfrandi frá bænum, niður brekkuna, fyrir fjóshorn og sást ekki aftur í nokkra daga. En faðir minn leit á mig og sagði brosandi út undir eyru: Þarna sérðu, strákur, það er ekki alltaf vont að hafa glatað fæti. Stjórnarandstaðan á Þingi er sá hundur sem hefur sannfært mig um að núverandi ríkisstjórn sé ekki það versta sem hefði getað komið fyrir okkur. Stjórnarandstaðan er gagnslaus, hugmyndasnauð og málstola. Hvar eru tillögur stjórnarandstöðunnar um endurreisn heilbrigðiskerfisins, til minnkunar á muninum á þeim sem eiga og eiga ekki, að heilbrigðu bankakerfi og til þess að takast á við árekstra hagsmuna samfélagsins og hagsmuna þeirra sem samfélagið hefur kosið til þess að stjórna sér? Hvar er stjórnarandstaðan? Skyldi hún halda að hún sé að ferja okkur inn í betri heim og að leiðin liggi í gegnum Vaðlaheiðargöngin? Það er eins gott fyrir hana að gera sér grein fyrir því að í þá ferð fer hún ein. Það fylgir henni enginn. Að lokum ráð til lesandans: þegar þú fyllist örvæntingu út af vesöld ríkisstjórnarinnar mundu að þetta hefði getað verið verra. Við hefðum getað endað með núverandi stjórnarandstöðu í ríkisstjórn og það er staðreynd að þótt ríkisstjórnin sé býsna slöpp er stjórnarandstaðan líklega verri. Þar af leiðandi eigum við kannski að prísa okkur sæl fyrir þann gervifót sem ríkisstjórnin er þótt það þýði að við verðum ein og óstudd að sjá um að veita henni aðhald, stjórnarandstaðan á Þingi leggur þar næstum ekkert af mörkum.Höfundur er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun