Lög brotin í meðferð Alþingis Snærós Sindradóttir skrifar 6. júní 2017 07:00 Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra skipti fjórum af lista þeirra hæfustu út fyrir aðra umsækjendur sem þóttu síður hæfir. vísir/anton brink Kosning Alþingis um skipun dómara við Landsrétt var ekki í samræmi við lög og gæti skapað ríkinu bótaábyrgð. Alþingi bar að greiða atkvæði með hverjum og einum umsækjanda um starfið í stað þess að greiða atkvæði um tillögu dómsmálaráðherra í heild sinni. Þetta er samdóma álit þeirra lögfræðinga sem Fréttablaðið ræddi við vegna málsins. Þingmenn Pírata hafa vakið athygli á málinu síðan atkvæðagreiðslan fór fram á fimmtudag en þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, Birgir Ármannsson, sagði í kvöldfréttum RÚV á laugardag að Alþingi hefði farið að lögum í einu og öllu í málinu. Arnar Þór Jónsson, lektor við lagadeild HR. Þetta var í fyrsta sinn sem Alþingi greiðir atkvæði um skipan heils dómstóls í einu. Ólíklegt er að viðlíka mál, þar sem heill dómstóll er skipaður, komi aftur til kasta Alþingis í bráð. Arnar Þór Jónsson, lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, segir málið ekki svo einfalt. „Ef ráðherra vill víkja frá tillögu dómnefndar þá þarf að leggja tillögu þess efnis fyrir Alþingi og nafngreina þá umsækjendur sem hann vill að komi inn. Þá má túlka lögin, sem Alþingi hefur sjálft sett, þannig að það beri að kjósa um hvern og einn umsækjanda.“ Arnar segir þó að kosning Alþingis standi óhögguð en að umsækjendur geti látið reyna á bótarétt fyrir dómi. Nú þegar hefur Ástráður Haraldsson lögmaður gefið það út að hann hyggist leita réttar síns eftir að hafa ekki verið á lista dómsmálaráðherra þrátt fyrir að vera í hópi fimmtán hæfustu í starfið að mati nefndar. „Í svona dómsmáli myndi reyna á hvort löggjafinn hafi brotið sín eigin lög. Það væri í hæsta máta óvenjulegt. Það yrði áhugavert að fylgjast með afgreiðslu slíks dómsmáls,“ segir Arnar. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður hefur sama skilning og Arnar á lögunum. „Minn skilningur er sá að það hefði átt að greiða atkvæði um hvern og einn. Það á eftir að reyna á þetta fyrir dómstólum. Þetta er spurning um bótaskyldu býst ég við. Íslenskum lögum er þannig háttað að það er erfitt að koma svona grundvallarspurningum að fyrir dómstólum. Almenningur getur ekki látið reyna á þetta heldur bara þeir sem urðu fyrir neikvæðri niðurstöðu af þessu.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Segir ráðherra hafa svindlað á kerfinu og ætlar í mál Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður var metinn einn af fimmtán hæfustu umsækjendunum um dómarastöðu í Landsrétti en var færður af listanum af dómsmálaráðherra. Hann segir reglur hafa verið brotnar og ætlar í mál við ráðherra. 3. júní 2017 06:00 Úr fallsæti hjá hæfnisnefnd í dómarasæti hjá ráðherra Breyting Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra á tillögum hæfnisnefndar um skipan dómara í Landsrétt er umdeild en flaug í gegnum Alþingi mínútu fyrir þinglok. 2. júní 2017 13:15 Tveir íhuga stöðuna en einn ákveðið að stefna Ástráður Haraldsson telur að dómsmálaráðherra hafi meðal annars brotið gegn reglum stjórnsýsluréttarins og jafnréttislögum við skipan dómara við Landsrétt. 3. júní 2017 07:00 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Þyrfti að tvöfalda hlutfall smærri íbúða til að anna eftirspurn Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Sjá meira
Kosning Alþingis um skipun dómara við Landsrétt var ekki í samræmi við lög og gæti skapað ríkinu bótaábyrgð. Alþingi bar að greiða atkvæði með hverjum og einum umsækjanda um starfið í stað þess að greiða atkvæði um tillögu dómsmálaráðherra í heild sinni. Þetta er samdóma álit þeirra lögfræðinga sem Fréttablaðið ræddi við vegna málsins. Þingmenn Pírata hafa vakið athygli á málinu síðan atkvæðagreiðslan fór fram á fimmtudag en þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, Birgir Ármannsson, sagði í kvöldfréttum RÚV á laugardag að Alþingi hefði farið að lögum í einu og öllu í málinu. Arnar Þór Jónsson, lektor við lagadeild HR. Þetta var í fyrsta sinn sem Alþingi greiðir atkvæði um skipan heils dómstóls í einu. Ólíklegt er að viðlíka mál, þar sem heill dómstóll er skipaður, komi aftur til kasta Alþingis í bráð. Arnar Þór Jónsson, lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, segir málið ekki svo einfalt. „Ef ráðherra vill víkja frá tillögu dómnefndar þá þarf að leggja tillögu þess efnis fyrir Alþingi og nafngreina þá umsækjendur sem hann vill að komi inn. Þá má túlka lögin, sem Alþingi hefur sjálft sett, þannig að það beri að kjósa um hvern og einn umsækjanda.“ Arnar segir þó að kosning Alþingis standi óhögguð en að umsækjendur geti látið reyna á bótarétt fyrir dómi. Nú þegar hefur Ástráður Haraldsson lögmaður gefið það út að hann hyggist leita réttar síns eftir að hafa ekki verið á lista dómsmálaráðherra þrátt fyrir að vera í hópi fimmtán hæfustu í starfið að mati nefndar. „Í svona dómsmáli myndi reyna á hvort löggjafinn hafi brotið sín eigin lög. Það væri í hæsta máta óvenjulegt. Það yrði áhugavert að fylgjast með afgreiðslu slíks dómsmáls,“ segir Arnar. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður hefur sama skilning og Arnar á lögunum. „Minn skilningur er sá að það hefði átt að greiða atkvæði um hvern og einn. Það á eftir að reyna á þetta fyrir dómstólum. Þetta er spurning um bótaskyldu býst ég við. Íslenskum lögum er þannig háttað að það er erfitt að koma svona grundvallarspurningum að fyrir dómstólum. Almenningur getur ekki látið reyna á þetta heldur bara þeir sem urðu fyrir neikvæðri niðurstöðu af þessu.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Segir ráðherra hafa svindlað á kerfinu og ætlar í mál Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður var metinn einn af fimmtán hæfustu umsækjendunum um dómarastöðu í Landsrétti en var færður af listanum af dómsmálaráðherra. Hann segir reglur hafa verið brotnar og ætlar í mál við ráðherra. 3. júní 2017 06:00 Úr fallsæti hjá hæfnisnefnd í dómarasæti hjá ráðherra Breyting Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra á tillögum hæfnisnefndar um skipan dómara í Landsrétt er umdeild en flaug í gegnum Alþingi mínútu fyrir þinglok. 2. júní 2017 13:15 Tveir íhuga stöðuna en einn ákveðið að stefna Ástráður Haraldsson telur að dómsmálaráðherra hafi meðal annars brotið gegn reglum stjórnsýsluréttarins og jafnréttislögum við skipan dómara við Landsrétt. 3. júní 2017 07:00 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Þyrfti að tvöfalda hlutfall smærri íbúða til að anna eftirspurn Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Sjá meira
Segir ráðherra hafa svindlað á kerfinu og ætlar í mál Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður var metinn einn af fimmtán hæfustu umsækjendunum um dómarastöðu í Landsrétti en var færður af listanum af dómsmálaráðherra. Hann segir reglur hafa verið brotnar og ætlar í mál við ráðherra. 3. júní 2017 06:00
Úr fallsæti hjá hæfnisnefnd í dómarasæti hjá ráðherra Breyting Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra á tillögum hæfnisnefndar um skipan dómara í Landsrétt er umdeild en flaug í gegnum Alþingi mínútu fyrir þinglok. 2. júní 2017 13:15
Tveir íhuga stöðuna en einn ákveðið að stefna Ástráður Haraldsson telur að dómsmálaráðherra hafi meðal annars brotið gegn reglum stjórnsýsluréttarins og jafnréttislögum við skipan dómara við Landsrétt. 3. júní 2017 07:00