Logi: Ekkert skemmtilegra en að vinna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. júní 2017 23:01 Logi Ólafsson, þjálfari Víkings. mynd/Stefán Logi Ólafsson, stýrði Víkingi R. í fyrsta sinn á heimavelli í langan tíma í kvöld og var mjög sáttur með sína menn, ekki síst vegna þess að þeir klóruðu sigur gegn Fjölni til baka eftir að hafa lent undir.„Það var klaufagangur að fá á sig þetta mark vegna þess að mér fannst við byrja leikinn mjög vel,“ sagði Logi í samtali við Vísi eftir leikinn. Þetta var annar leikurinn sem liðið spilar undir stjórn Loga en í þeim fyrri nældi liðið í stig á útivelli gegn KA eftir að hafa lent 2-0 undir. Um svipaða sögu var að ræða hér nema nú nældi liðið sér í öll stigin þrjú. Logi segir mikinn karakter búa í hópnum. „Ég held að liðið hafi vitað það allan tíma að eftir að hafa náð að jafna, og eftir að hafa lent 2-0 undir gegn KA, þá býr þetta í þessu liði. Það var ekki um neina uppgjöf að ræða heldur að reyna að vinna leikinn sem við og gerðum,“ sagði Logi. Þrátt fyrir yfirburði Víkings gekk þeim þó illa að skapa sér opin færi. Bæði mörk liðsins komu eftir föst leikatriði, víti og horn. Logi segir að liðið hefði átt að búa til betri færi úr þeim möguleikum sem liðið fékk en það hafi þó verið erfitt að mæta liði eins og Fjölni á þessum tímapunkti. „Það er ekki heiglum hentt að lenda á móti liði eins og Fjölni á þessum tímapunkti sem fengu á sig fimm mörk í síðasta leik. Dagskipunin er að halda markinu hreinu. Það var við erfiða mótherja að etja í varnarleiknum hjá þeim þannig að það er að einhverju leyti skiljanlegt að við vorum ekki nógu beittir í því,“ sagði Logi. Hann hefur nú stýrt liðinu í um það bil tvær vikur og er hann ánægður með að vera kominn aftur í stjórasætið eftir smá hlé frá leiknum. „Mér líst vel á þetta. Það er verið að tala um að þetta sé skemmtilegra og eitthvað slíkt. Það er ekkert skemmtilegra en að vinna. Það er það sem gerir þetta skemmtilegt,“ sagði Logi. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur R. - Fjölnir 2-1 | Fyrsti deildarsigur Víkinga undir stjórn Loga Mörk frá Ivica Jovanovic og Vladimir Tufegdzic tryggðu Víkingum sigur á Fjölnismönnum. 5. júní 2017 22:45 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Fleiri fréttir FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Sjá meira
Logi Ólafsson, stýrði Víkingi R. í fyrsta sinn á heimavelli í langan tíma í kvöld og var mjög sáttur með sína menn, ekki síst vegna þess að þeir klóruðu sigur gegn Fjölni til baka eftir að hafa lent undir.„Það var klaufagangur að fá á sig þetta mark vegna þess að mér fannst við byrja leikinn mjög vel,“ sagði Logi í samtali við Vísi eftir leikinn. Þetta var annar leikurinn sem liðið spilar undir stjórn Loga en í þeim fyrri nældi liðið í stig á útivelli gegn KA eftir að hafa lent 2-0 undir. Um svipaða sögu var að ræða hér nema nú nældi liðið sér í öll stigin þrjú. Logi segir mikinn karakter búa í hópnum. „Ég held að liðið hafi vitað það allan tíma að eftir að hafa náð að jafna, og eftir að hafa lent 2-0 undir gegn KA, þá býr þetta í þessu liði. Það var ekki um neina uppgjöf að ræða heldur að reyna að vinna leikinn sem við og gerðum,“ sagði Logi. Þrátt fyrir yfirburði Víkings gekk þeim þó illa að skapa sér opin færi. Bæði mörk liðsins komu eftir föst leikatriði, víti og horn. Logi segir að liðið hefði átt að búa til betri færi úr þeim möguleikum sem liðið fékk en það hafi þó verið erfitt að mæta liði eins og Fjölni á þessum tímapunkti. „Það er ekki heiglum hentt að lenda á móti liði eins og Fjölni á þessum tímapunkti sem fengu á sig fimm mörk í síðasta leik. Dagskipunin er að halda markinu hreinu. Það var við erfiða mótherja að etja í varnarleiknum hjá þeim þannig að það er að einhverju leyti skiljanlegt að við vorum ekki nógu beittir í því,“ sagði Logi. Hann hefur nú stýrt liðinu í um það bil tvær vikur og er hann ánægður með að vera kominn aftur í stjórasætið eftir smá hlé frá leiknum. „Mér líst vel á þetta. Það er verið að tala um að þetta sé skemmtilegra og eitthvað slíkt. Það er ekkert skemmtilegra en að vinna. Það er það sem gerir þetta skemmtilegt,“ sagði Logi.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur R. - Fjölnir 2-1 | Fyrsti deildarsigur Víkinga undir stjórn Loga Mörk frá Ivica Jovanovic og Vladimir Tufegdzic tryggðu Víkingum sigur á Fjölnismönnum. 5. júní 2017 22:45 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Fleiri fréttir FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur R. - Fjölnir 2-1 | Fyrsti deildarsigur Víkinga undir stjórn Loga Mörk frá Ivica Jovanovic og Vladimir Tufegdzic tryggðu Víkingum sigur á Fjölnismönnum. 5. júní 2017 22:45