Samfélagsskýrslum fyrirtækja fjölgar Fanney Karlsdóttir og Ketill Berg Magnússon skrifar 6. júní 2017 14:15 Fyrirtæki og aðrar skipulagsheildir gera í auknum mæli grein fyrir áhrifum sínum á umhverfið og samfélagið með svokölluðum umhverfis- og/eða samfélagsskýrslum. Líkt og ársreikningar og ársskýrslur fyrirtækja og stofnana þá eru samfélagsskýrslur gjarnan gefnar út árlega með upplýsingum um starfsemi fyrirtækisins síðastliðið ár, en með fókusinn á umhverfis- og samfélagsáhrif fyrirtækisins. Þannig geta fjárfestar, viðskiptavinir, lánadrottnar, samstarfsaðilar og aðrir sem eiga hagsmuna að gæta af rekstri fyrirtækisins fengið ítarlegri upplýsingar um reksturinn og betur metið árangur þess. Sú tíð er liðin þegar fjárhagsleg afkoma fyrirtækja var eini mælikvarðinn á árangur í rekstri. Fyrirtæki hafa víðtæk áhrif á samfélögin sem þau starfa í svo krafan um meira gagnsæi um starfsemi þeirra þykir orðið sjálfsögð. Mikilvægt er að mæla umhverfisáhrif fyrirtækja og þau áhrif sem starfsemi þeirra hefur á félagslega þætti í samfélaginu. Þannig er augljóst að fyrirtæki sem hirðir ekki um mengunarvarnir eða skilur eftir sig sviðna jörð í samskiptum sínum við viðskiptavini hefur ekki eins jákvæð áhrif á samfélagið og fyrirtæki sem með starfsemi sinni lágmarkar umhverfisspor sín og leggur sig fram við að viðskiptin séu siðræn og hafi gagnkvæman ávinning fyrir eigendurna og aðra hagsmunaaðila fyrirtækisins. Undanfarin ár hafa verið þróaðar aðferðir til að meta og mæla umhverfis- og félagsleg áhrif fyrirtækja. Smám saman hafa mælikvarðar orðið samræmdari þannig að auðveldara er að skilja og bera saman árangur fyrirtækja á þessum sviðum. Þróuð hafa verið alþjóðleg ófjárhagsleg árangursviðmið fyrirtækja, meðal annars í Global Compact, sáttmála Sameinuðu þjóðanna, viðmiðum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD), af samtökunum Global Reporting Initiative auk þess sem alþjóðasamtök sjálfbærra kauphalla, og þar með Kauphöll Íslands, hafa gefið út leiðbeiningar um birtingu upplýsinga um umhverfismál, samfélagslega þætti og stjórnarhætti. Flest þessara viðmiða eru valfrjáls og velja fjölmörg fyrirtæki að gangast undir þau af fúsum og frjálsum vilja því þau sjá að það bætir árangur fyrirtækjanna og skapar meiri sátt um reksturinn meðal hagsmunaaðila. Á miðju síðasta ári var fest í lög á Íslandi að stór fyrirtæki verða að birta upplýsingar um umhverfis- og félagsleg áhrif sín í ársreikningum sínum. Slík lög hafa verið í gildi í nokkur ár á Norðurlöndunum og verða innleidd í löndum ESB samkvæmt tilskipun ESB frá árinu 2014. Þróunin er því í áttina að aukinni upplýsingagjöf fyrirtækja um umhverfis- og félagslega þætti í rekstri sínum. Slíkar skýrslur eru oft sannreyndar af óháðum aðila líkt og endurskoðendur gera við ársreikninga félaga. Fleiri og fleiri íslensk fyrirtæki, stofnanir, sjóðir og sveitafélög vilja innleiða ábyrga starfshætti í starfsemi sína. Árið 2011 var Festa, miðstöð um samfélagsábyrgð fyrirtækja, stofnuð í þeim tilgangi að styðja við fyrirtæki sem vilja vinna að samfélagslegri ábyrgð. Nú, sex árum síðar, hafa 93 fyrirtæki gerst aðilar að Festu og sækja þangað upplýsingar um þróun samfélagsábyrgðar innan lands og utan. Fyrirtækjum hérlendis fjölgar einnig sem birta árlega upplýsingar um árangur sinn í umhverfis- og samfélagsmálum. Slíkar upplýsingar eru ýmist birtar í sérstökum samfélagsskýrslum eða sem hluti af ársskýrslum fyrirtækjanna. Það er spennandi að sjá að í mörgum tilfellum nýta fyrirtæki samfélagsskýrslurnar til að segja frá nýsköpun og árangri á sviði umhverfis- og samfélagsmála sem augljóslega stuðlar bæði að betri rekstrarafkomu þeirra og skilar sér til samfélagsins. Mörg fyrirtæki virðast hafa komið auga á að stærstu tækifæri þeirra til vaxtar og nýsköpunar eru einmitt á sviði sjálfbærni og félagslega ábyrgra starfshátta. Fimmtudaginn 8. júní nk. kl. 8.30 mun Festa og Stjórnvísi standa fyrir fundi um samfélagsskýrslur fyrirtækja. Þar munu forsvarsmenn fyrirtækja fjalla um samfélagsskýrslur sínar og lýsa því hvernig þær nýtast í starfsemi fyrirtækjanna.Höfundar eru Fanney Karlsdóttir stjórnarformaður og Ketill Berg Magnússon, framkvæmdastjóri Festu, miðstöðvar um samfélagsábyrgð fyrirtækja Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ketill Berg Magnússon Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Fyrirtæki og aðrar skipulagsheildir gera í auknum mæli grein fyrir áhrifum sínum á umhverfið og samfélagið með svokölluðum umhverfis- og/eða samfélagsskýrslum. Líkt og ársreikningar og ársskýrslur fyrirtækja og stofnana þá eru samfélagsskýrslur gjarnan gefnar út árlega með upplýsingum um starfsemi fyrirtækisins síðastliðið ár, en með fókusinn á umhverfis- og samfélagsáhrif fyrirtækisins. Þannig geta fjárfestar, viðskiptavinir, lánadrottnar, samstarfsaðilar og aðrir sem eiga hagsmuna að gæta af rekstri fyrirtækisins fengið ítarlegri upplýsingar um reksturinn og betur metið árangur þess. Sú tíð er liðin þegar fjárhagsleg afkoma fyrirtækja var eini mælikvarðinn á árangur í rekstri. Fyrirtæki hafa víðtæk áhrif á samfélögin sem þau starfa í svo krafan um meira gagnsæi um starfsemi þeirra þykir orðið sjálfsögð. Mikilvægt er að mæla umhverfisáhrif fyrirtækja og þau áhrif sem starfsemi þeirra hefur á félagslega þætti í samfélaginu. Þannig er augljóst að fyrirtæki sem hirðir ekki um mengunarvarnir eða skilur eftir sig sviðna jörð í samskiptum sínum við viðskiptavini hefur ekki eins jákvæð áhrif á samfélagið og fyrirtæki sem með starfsemi sinni lágmarkar umhverfisspor sín og leggur sig fram við að viðskiptin séu siðræn og hafi gagnkvæman ávinning fyrir eigendurna og aðra hagsmunaaðila fyrirtækisins. Undanfarin ár hafa verið þróaðar aðferðir til að meta og mæla umhverfis- og félagsleg áhrif fyrirtækja. Smám saman hafa mælikvarðar orðið samræmdari þannig að auðveldara er að skilja og bera saman árangur fyrirtækja á þessum sviðum. Þróuð hafa verið alþjóðleg ófjárhagsleg árangursviðmið fyrirtækja, meðal annars í Global Compact, sáttmála Sameinuðu þjóðanna, viðmiðum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD), af samtökunum Global Reporting Initiative auk þess sem alþjóðasamtök sjálfbærra kauphalla, og þar með Kauphöll Íslands, hafa gefið út leiðbeiningar um birtingu upplýsinga um umhverfismál, samfélagslega þætti og stjórnarhætti. Flest þessara viðmiða eru valfrjáls og velja fjölmörg fyrirtæki að gangast undir þau af fúsum og frjálsum vilja því þau sjá að það bætir árangur fyrirtækjanna og skapar meiri sátt um reksturinn meðal hagsmunaaðila. Á miðju síðasta ári var fest í lög á Íslandi að stór fyrirtæki verða að birta upplýsingar um umhverfis- og félagsleg áhrif sín í ársreikningum sínum. Slík lög hafa verið í gildi í nokkur ár á Norðurlöndunum og verða innleidd í löndum ESB samkvæmt tilskipun ESB frá árinu 2014. Þróunin er því í áttina að aukinni upplýsingagjöf fyrirtækja um umhverfis- og félagslega þætti í rekstri sínum. Slíkar skýrslur eru oft sannreyndar af óháðum aðila líkt og endurskoðendur gera við ársreikninga félaga. Fleiri og fleiri íslensk fyrirtæki, stofnanir, sjóðir og sveitafélög vilja innleiða ábyrga starfshætti í starfsemi sína. Árið 2011 var Festa, miðstöð um samfélagsábyrgð fyrirtækja, stofnuð í þeim tilgangi að styðja við fyrirtæki sem vilja vinna að samfélagslegri ábyrgð. Nú, sex árum síðar, hafa 93 fyrirtæki gerst aðilar að Festu og sækja þangað upplýsingar um þróun samfélagsábyrgðar innan lands og utan. Fyrirtækjum hérlendis fjölgar einnig sem birta árlega upplýsingar um árangur sinn í umhverfis- og samfélagsmálum. Slíkar upplýsingar eru ýmist birtar í sérstökum samfélagsskýrslum eða sem hluti af ársskýrslum fyrirtækjanna. Það er spennandi að sjá að í mörgum tilfellum nýta fyrirtæki samfélagsskýrslurnar til að segja frá nýsköpun og árangri á sviði umhverfis- og samfélagsmála sem augljóslega stuðlar bæði að betri rekstrarafkomu þeirra og skilar sér til samfélagsins. Mörg fyrirtæki virðast hafa komið auga á að stærstu tækifæri þeirra til vaxtar og nýsköpunar eru einmitt á sviði sjálfbærni og félagslega ábyrgra starfshátta. Fimmtudaginn 8. júní nk. kl. 8.30 mun Festa og Stjórnvísi standa fyrir fundi um samfélagsskýrslur fyrirtækja. Þar munu forsvarsmenn fyrirtækja fjalla um samfélagsskýrslur sínar og lýsa því hvernig þær nýtast í starfsemi fyrirtækjanna.Höfundar eru Fanney Karlsdóttir stjórnarformaður og Ketill Berg Magnússon, framkvæmdastjóri Festu, miðstöðvar um samfélagsábyrgð fyrirtækja
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun