Comey segir Trump hafa óskað eftir að slakað yrði á rannsókn FBI á tengslum Flynn við Rússa Heimir Már Pétursson skrifar 8. júní 2017 19:59 Fyrrverandi forstjóri FBI telur engan vafa leika á að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á síðasta ári með ýmsum hætti. Hann hafi skilið forsetann þannig að hann hafi beðið að hann um að stöðva rannsókn Alríkislögreglunnar á tengslum Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump, við Rússa. James Comey fyrrverandi forstjóri FBI sat fyrir svörum hjá rannsóknarnefnd öldungardeildar Bandaríkjaþings í dag og var fundinum sjónvarpað beint. Mikill fjöldi fólks fylgdist spennt með yfirheyrslunni á veitingastöðum um öll Bandaríkin. Comey skilaði skrifuðum vitnisburði til nefndarinnar og að lokinni stuttri yfirlýsingu fyrir nefndinni svaraði hann spurningum nefndarfólks. Formaður nefndarinnar spurði Comey hvers vegna hann ákvað eftir fyrsta fund hans með Trump hinn 6. janúar, áður en Trump tók við embætti, að skrifa nákvæm minnisblöð um alla þeirra fundi. En á þessum fyrsta fundi fór Comey yfir rannsókn FBI á tengslum starfsmanna kosningabaráttu Trump við Rússa. „Ég hafði miklar áhyggjur af því að hann kynni að ljúga um efni fundar okkar og því taldi ég mikilvægt að skjalfesta það. Slíkt hafði ég aldrei upplifað á mínum ferli og því fannst mér rétt að setja þetta á blað með mjög nákvæmum hætti,“ sagði FBI forstjórinn fyrrverandi. Sagðist Comey ekki hafa fundið þörf fyrir að skrá nákvæmlega fundi sína með George Bush og Barack Obama en hegðun og persóna Trump hafi ráðið miklu. Comey staðfesti hins vegar fyrir nefndinni að hann hafi í þrígang, að ósk Trump, tilkynnt forsetanum að FBI væri ekki að rannsaka forsetann sjálfan. Comey átti níu fundi með Trump þar sem hann segir forsetann hafa óskað eftir hollustuyfirlýsingu frá honum og forsetinn hafi margsinnis jafnframt sagt að hann teldi Comey standa sig vel í starfi og hann vildi halda honum. Því hafi komið á óvart þegar forsetinn rak hann. „Það fékk því á mig þegar ég sá forsetann segja í sjónvarpi að hann hafi rekið mig út af Rússlandsrannsókninni. Og þegar ég heyrði í fjölmiðlum að hann væri í einkasamtölum að halda því fram að brottrekstur minn hefði létt þrýstingi af Rússlands rannsókninni. Ríkisstjórnin ákvað síðan að ófrægja mig, og það sem meira er Alríkislögregluna FBI,með því að segja að óreiða ríkti hjá stofnuninni, að henni væri slælega stjórnað og starfsliðið treysti ekki lengur stjórnanda hennar. Þetta var lygi. Hrein og bein lygi,“ sagði Comey. Það sem gæti reynst Trump erfiðast og jafnvel leitt til ákæru frá þinginu er frásögn Comey af því þegar forsetinn bað alla aðra en Comey að yfirgefa forsetaskrifstofuna og þeir áttu tveggja manna tal um rannsókn FBI á Micahel Flynn þjóðaröryggisráðgjafa sem Trump hafði rekið eftir að upp komast að hann laug um samskipti sín við Rússa. Þar segir Comey forsetann hafa sagt að hann vonaði að FBI slakaði á rannsókninni á Flynn. „Það er ekki mitt að segja hvort samtal mitt við forsetann hefði verið viðleitni til hindrunar réttvísinnar. Ég tók þetta mjög nærri mér og hafði áhyggjur af þessu. En það er niðurstaða sem sérstakur rannsakandi mun reyna að komast að; hvað vakti fyrir honum og hvort um lögbrot sé að ræða,“ sagði James Comey. Donald Trump Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Sjá meira
Fyrrverandi forstjóri FBI telur engan vafa leika á að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á síðasta ári með ýmsum hætti. Hann hafi skilið forsetann þannig að hann hafi beðið að hann um að stöðva rannsókn Alríkislögreglunnar á tengslum Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump, við Rússa. James Comey fyrrverandi forstjóri FBI sat fyrir svörum hjá rannsóknarnefnd öldungardeildar Bandaríkjaþings í dag og var fundinum sjónvarpað beint. Mikill fjöldi fólks fylgdist spennt með yfirheyrslunni á veitingastöðum um öll Bandaríkin. Comey skilaði skrifuðum vitnisburði til nefndarinnar og að lokinni stuttri yfirlýsingu fyrir nefndinni svaraði hann spurningum nefndarfólks. Formaður nefndarinnar spurði Comey hvers vegna hann ákvað eftir fyrsta fund hans með Trump hinn 6. janúar, áður en Trump tók við embætti, að skrifa nákvæm minnisblöð um alla þeirra fundi. En á þessum fyrsta fundi fór Comey yfir rannsókn FBI á tengslum starfsmanna kosningabaráttu Trump við Rússa. „Ég hafði miklar áhyggjur af því að hann kynni að ljúga um efni fundar okkar og því taldi ég mikilvægt að skjalfesta það. Slíkt hafði ég aldrei upplifað á mínum ferli og því fannst mér rétt að setja þetta á blað með mjög nákvæmum hætti,“ sagði FBI forstjórinn fyrrverandi. Sagðist Comey ekki hafa fundið þörf fyrir að skrá nákvæmlega fundi sína með George Bush og Barack Obama en hegðun og persóna Trump hafi ráðið miklu. Comey staðfesti hins vegar fyrir nefndinni að hann hafi í þrígang, að ósk Trump, tilkynnt forsetanum að FBI væri ekki að rannsaka forsetann sjálfan. Comey átti níu fundi með Trump þar sem hann segir forsetann hafa óskað eftir hollustuyfirlýsingu frá honum og forsetinn hafi margsinnis jafnframt sagt að hann teldi Comey standa sig vel í starfi og hann vildi halda honum. Því hafi komið á óvart þegar forsetinn rak hann. „Það fékk því á mig þegar ég sá forsetann segja í sjónvarpi að hann hafi rekið mig út af Rússlandsrannsókninni. Og þegar ég heyrði í fjölmiðlum að hann væri í einkasamtölum að halda því fram að brottrekstur minn hefði létt þrýstingi af Rússlands rannsókninni. Ríkisstjórnin ákvað síðan að ófrægja mig, og það sem meira er Alríkislögregluna FBI,með því að segja að óreiða ríkti hjá stofnuninni, að henni væri slælega stjórnað og starfsliðið treysti ekki lengur stjórnanda hennar. Þetta var lygi. Hrein og bein lygi,“ sagði Comey. Það sem gæti reynst Trump erfiðast og jafnvel leitt til ákæru frá þinginu er frásögn Comey af því þegar forsetinn bað alla aðra en Comey að yfirgefa forsetaskrifstofuna og þeir áttu tveggja manna tal um rannsókn FBI á Micahel Flynn þjóðaröryggisráðgjafa sem Trump hafði rekið eftir að upp komast að hann laug um samskipti sín við Rússa. Þar segir Comey forsetann hafa sagt að hann vonaði að FBI slakaði á rannsókninni á Flynn. „Það er ekki mitt að segja hvort samtal mitt við forsetann hefði verið viðleitni til hindrunar réttvísinnar. Ég tók þetta mjög nærri mér og hafði áhyggjur af þessu. En það er niðurstaða sem sérstakur rannsakandi mun reyna að komast að; hvað vakti fyrir honum og hvort um lögbrot sé að ræða,“ sagði James Comey.
Donald Trump Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Sjá meira