Comey segir Trump hafa óskað eftir að slakað yrði á rannsókn FBI á tengslum Flynn við Rússa Heimir Már Pétursson skrifar 8. júní 2017 19:59 Fyrrverandi forstjóri FBI telur engan vafa leika á að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á síðasta ári með ýmsum hætti. Hann hafi skilið forsetann þannig að hann hafi beðið að hann um að stöðva rannsókn Alríkislögreglunnar á tengslum Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump, við Rússa. James Comey fyrrverandi forstjóri FBI sat fyrir svörum hjá rannsóknarnefnd öldungardeildar Bandaríkjaþings í dag og var fundinum sjónvarpað beint. Mikill fjöldi fólks fylgdist spennt með yfirheyrslunni á veitingastöðum um öll Bandaríkin. Comey skilaði skrifuðum vitnisburði til nefndarinnar og að lokinni stuttri yfirlýsingu fyrir nefndinni svaraði hann spurningum nefndarfólks. Formaður nefndarinnar spurði Comey hvers vegna hann ákvað eftir fyrsta fund hans með Trump hinn 6. janúar, áður en Trump tók við embætti, að skrifa nákvæm minnisblöð um alla þeirra fundi. En á þessum fyrsta fundi fór Comey yfir rannsókn FBI á tengslum starfsmanna kosningabaráttu Trump við Rússa. „Ég hafði miklar áhyggjur af því að hann kynni að ljúga um efni fundar okkar og því taldi ég mikilvægt að skjalfesta það. Slíkt hafði ég aldrei upplifað á mínum ferli og því fannst mér rétt að setja þetta á blað með mjög nákvæmum hætti,“ sagði FBI forstjórinn fyrrverandi. Sagðist Comey ekki hafa fundið þörf fyrir að skrá nákvæmlega fundi sína með George Bush og Barack Obama en hegðun og persóna Trump hafi ráðið miklu. Comey staðfesti hins vegar fyrir nefndinni að hann hafi í þrígang, að ósk Trump, tilkynnt forsetanum að FBI væri ekki að rannsaka forsetann sjálfan. Comey átti níu fundi með Trump þar sem hann segir forsetann hafa óskað eftir hollustuyfirlýsingu frá honum og forsetinn hafi margsinnis jafnframt sagt að hann teldi Comey standa sig vel í starfi og hann vildi halda honum. Því hafi komið á óvart þegar forsetinn rak hann. „Það fékk því á mig þegar ég sá forsetann segja í sjónvarpi að hann hafi rekið mig út af Rússlandsrannsókninni. Og þegar ég heyrði í fjölmiðlum að hann væri í einkasamtölum að halda því fram að brottrekstur minn hefði létt þrýstingi af Rússlands rannsókninni. Ríkisstjórnin ákvað síðan að ófrægja mig, og það sem meira er Alríkislögregluna FBI,með því að segja að óreiða ríkti hjá stofnuninni, að henni væri slælega stjórnað og starfsliðið treysti ekki lengur stjórnanda hennar. Þetta var lygi. Hrein og bein lygi,“ sagði Comey. Það sem gæti reynst Trump erfiðast og jafnvel leitt til ákæru frá þinginu er frásögn Comey af því þegar forsetinn bað alla aðra en Comey að yfirgefa forsetaskrifstofuna og þeir áttu tveggja manna tal um rannsókn FBI á Micahel Flynn þjóðaröryggisráðgjafa sem Trump hafði rekið eftir að upp komast að hann laug um samskipti sín við Rússa. Þar segir Comey forsetann hafa sagt að hann vonaði að FBI slakaði á rannsókninni á Flynn. „Það er ekki mitt að segja hvort samtal mitt við forsetann hefði verið viðleitni til hindrunar réttvísinnar. Ég tók þetta mjög nærri mér og hafði áhyggjur af þessu. En það er niðurstaða sem sérstakur rannsakandi mun reyna að komast að; hvað vakti fyrir honum og hvort um lögbrot sé að ræða,“ sagði James Comey. Donald Trump Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Sjá meira
Fyrrverandi forstjóri FBI telur engan vafa leika á að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á síðasta ári með ýmsum hætti. Hann hafi skilið forsetann þannig að hann hafi beðið að hann um að stöðva rannsókn Alríkislögreglunnar á tengslum Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump, við Rússa. James Comey fyrrverandi forstjóri FBI sat fyrir svörum hjá rannsóknarnefnd öldungardeildar Bandaríkjaþings í dag og var fundinum sjónvarpað beint. Mikill fjöldi fólks fylgdist spennt með yfirheyrslunni á veitingastöðum um öll Bandaríkin. Comey skilaði skrifuðum vitnisburði til nefndarinnar og að lokinni stuttri yfirlýsingu fyrir nefndinni svaraði hann spurningum nefndarfólks. Formaður nefndarinnar spurði Comey hvers vegna hann ákvað eftir fyrsta fund hans með Trump hinn 6. janúar, áður en Trump tók við embætti, að skrifa nákvæm minnisblöð um alla þeirra fundi. En á þessum fyrsta fundi fór Comey yfir rannsókn FBI á tengslum starfsmanna kosningabaráttu Trump við Rússa. „Ég hafði miklar áhyggjur af því að hann kynni að ljúga um efni fundar okkar og því taldi ég mikilvægt að skjalfesta það. Slíkt hafði ég aldrei upplifað á mínum ferli og því fannst mér rétt að setja þetta á blað með mjög nákvæmum hætti,“ sagði FBI forstjórinn fyrrverandi. Sagðist Comey ekki hafa fundið þörf fyrir að skrá nákvæmlega fundi sína með George Bush og Barack Obama en hegðun og persóna Trump hafi ráðið miklu. Comey staðfesti hins vegar fyrir nefndinni að hann hafi í þrígang, að ósk Trump, tilkynnt forsetanum að FBI væri ekki að rannsaka forsetann sjálfan. Comey átti níu fundi með Trump þar sem hann segir forsetann hafa óskað eftir hollustuyfirlýsingu frá honum og forsetinn hafi margsinnis jafnframt sagt að hann teldi Comey standa sig vel í starfi og hann vildi halda honum. Því hafi komið á óvart þegar forsetinn rak hann. „Það fékk því á mig þegar ég sá forsetann segja í sjónvarpi að hann hafi rekið mig út af Rússlandsrannsókninni. Og þegar ég heyrði í fjölmiðlum að hann væri í einkasamtölum að halda því fram að brottrekstur minn hefði létt þrýstingi af Rússlands rannsókninni. Ríkisstjórnin ákvað síðan að ófrægja mig, og það sem meira er Alríkislögregluna FBI,með því að segja að óreiða ríkti hjá stofnuninni, að henni væri slælega stjórnað og starfsliðið treysti ekki lengur stjórnanda hennar. Þetta var lygi. Hrein og bein lygi,“ sagði Comey. Það sem gæti reynst Trump erfiðast og jafnvel leitt til ákæru frá þinginu er frásögn Comey af því þegar forsetinn bað alla aðra en Comey að yfirgefa forsetaskrifstofuna og þeir áttu tveggja manna tal um rannsókn FBI á Micahel Flynn þjóðaröryggisráðgjafa sem Trump hafði rekið eftir að upp komast að hann laug um samskipti sín við Rússa. Þar segir Comey forsetann hafa sagt að hann vonaði að FBI slakaði á rannsókninni á Flynn. „Það er ekki mitt að segja hvort samtal mitt við forsetann hefði verið viðleitni til hindrunar réttvísinnar. Ég tók þetta mjög nærri mér og hafði áhyggjur af þessu. En það er niðurstaða sem sérstakur rannsakandi mun reyna að komast að; hvað vakti fyrir honum og hvort um lögbrot sé að ræða,“ sagði James Comey.
Donald Trump Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Sjá meira