Frá menntun til framtíðarstarfa Katrín Olga Jóhannesdóttir skrifar 30. maí 2017 07:00 Á Íslandi er atvinnuþátttaka með því hæsta sem gerist á heimsvísu, atvinnuleysi í lágmarki og hagvöxtur góður. Hingað streyma erlendir ferðamenn enda má fyrst og fremst rekja vinnuaflsaukningu og útflutningsvöxt undanfarinna ára til ferðaþjónustu. Víðsvegar í hinum þróaða heimi hefur hins vegar reynst erfitt að ná niður atvinnuleysi í kjölfar alþjóðlegu fjármálakreppunnar. Rannsóknir hafa sýnt að vanabundin störf (e. routine jobs) eru líklegri til að hverfa í efnahagslegri lægð þar sem fyrirtæki leita nýrra leiða til að draga úr kostnaði með aukinni vélvæðingu. Fjöldi fólks situr eftir án atvinnu í kjölfar slíkra tímabila því störfin sem nú skapast krefjast færni sem samræmist ekki fyrri þjálfun. Því er ljóst að til að viðhalda sterkum hagvexti á Íslandi þurfum við að vera á tánum í síbreytilegum heimi. Á síðasta Viðskiptaþingi ræddum við um auðlindageirann sem hefur borið uppi hagvöxt Íslands. Við veltum því upp hvort yfir okkur hvíldi auðlindabölvun, þar sem ekki væri knýjandi þörf að horfa til annarra atvinnugreina hérlendis. Alþjóðavæðing hefur aukið samkeppni á milli landa og flutt vinnuaflsfrek störf til lágkostnaðarlanda. Störf sem sitja eftir í þróuðum löndum reyna nú í auknum mæli á sértæka færni sem erfitt er að vélvæða að fullu, bæði á sviði tækni og mannlegra samskipta. Samkeppni hefur aukist á alþjóðavísu um einstaklinga með rétta færni til að sinna slíkum störfum enda eru þau oftar en ekki háframleiðnistörf. Fyrirtæki koma sér að jafnaði fyrir þar sem mannauðinn er að finna og því snýr umræðan um menntun og þjálfun beint að samkeppnishæfni landa. Ef við hugum ekki að einstaklingum með færni í störf framtíðarinnar mun slíkt hamla hagvexti hér á landi. Umtalsverð tækifæri liggja því í einni af grunnstoðum samfélagsins; menntakerfinu. Niðurstöður samkeppnishæfnikönnunar á vegum IMD háskólans er að vænta á morgun. Samhliða birtingu gagna um samkeppnisstöðu Íslands standa Viðskiptaráð Íslands og Íslandsbanki fyrir opnum fundi um menntun og samkeppnishæfni mannauðs. Í gegnum árin hefur Ísland skorað misvel á alþjóðlega menntamælikvarða. Útgjöld til menntamála sem hlutfall af landsframleiðslu voru hæst hér á alþjóðavísu samkvæmt úttekt IMD í fyrra, þó við stöndum enn aftarlega í PISA könnunum. Þá vorum við í 24. sæti hvað varðar aðgang að færu vinnuafli samkvæmt stjórnendakönnun IMD. Vinnustaðir þurfa einnig að líta í eigin barm, því samkvæmt IMD sat Ísland í 43. sæti í fyrra hvað varðar áherslu á starfsmannaþjálfun. Í hröðum og tæknivæddum heimi styttist líftími lausna og verkferla þar sem tækninni fleygir fram á ógnarhraða. Því er bráðnauðsynlegt að við tryggjum starfsfólki áframhaldandi þjálfun eftir að formlegu námi lýkur. Framtíðin snýst um hugvit, þekkingu og þjónustu sem er alþjóðlega samkeppnisfær. Allt er þetta háð kraftmiklum mannauði. Við þurfum að vera óhrædd við að hugsa menntakerfið og samspil þess við atvinnulífið upp á nýtt til að tryggja hér áframhaldandi hagvöxt í tæknivæddum heimi. Við bjóðum ykkur að taka þátt í umræðunni á fundi Viðskiptaráðs Íslands og Íslandsbanka í Hörpu kl. 08:30 á morgun. Höfundur er formaður Viðskiptaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Olga Jóhannesdóttir Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Á Íslandi er atvinnuþátttaka með því hæsta sem gerist á heimsvísu, atvinnuleysi í lágmarki og hagvöxtur góður. Hingað streyma erlendir ferðamenn enda má fyrst og fremst rekja vinnuaflsaukningu og útflutningsvöxt undanfarinna ára til ferðaþjónustu. Víðsvegar í hinum þróaða heimi hefur hins vegar reynst erfitt að ná niður atvinnuleysi í kjölfar alþjóðlegu fjármálakreppunnar. Rannsóknir hafa sýnt að vanabundin störf (e. routine jobs) eru líklegri til að hverfa í efnahagslegri lægð þar sem fyrirtæki leita nýrra leiða til að draga úr kostnaði með aukinni vélvæðingu. Fjöldi fólks situr eftir án atvinnu í kjölfar slíkra tímabila því störfin sem nú skapast krefjast færni sem samræmist ekki fyrri þjálfun. Því er ljóst að til að viðhalda sterkum hagvexti á Íslandi þurfum við að vera á tánum í síbreytilegum heimi. Á síðasta Viðskiptaþingi ræddum við um auðlindageirann sem hefur borið uppi hagvöxt Íslands. Við veltum því upp hvort yfir okkur hvíldi auðlindabölvun, þar sem ekki væri knýjandi þörf að horfa til annarra atvinnugreina hérlendis. Alþjóðavæðing hefur aukið samkeppni á milli landa og flutt vinnuaflsfrek störf til lágkostnaðarlanda. Störf sem sitja eftir í þróuðum löndum reyna nú í auknum mæli á sértæka færni sem erfitt er að vélvæða að fullu, bæði á sviði tækni og mannlegra samskipta. Samkeppni hefur aukist á alþjóðavísu um einstaklinga með rétta færni til að sinna slíkum störfum enda eru þau oftar en ekki háframleiðnistörf. Fyrirtæki koma sér að jafnaði fyrir þar sem mannauðinn er að finna og því snýr umræðan um menntun og þjálfun beint að samkeppnishæfni landa. Ef við hugum ekki að einstaklingum með færni í störf framtíðarinnar mun slíkt hamla hagvexti hér á landi. Umtalsverð tækifæri liggja því í einni af grunnstoðum samfélagsins; menntakerfinu. Niðurstöður samkeppnishæfnikönnunar á vegum IMD háskólans er að vænta á morgun. Samhliða birtingu gagna um samkeppnisstöðu Íslands standa Viðskiptaráð Íslands og Íslandsbanki fyrir opnum fundi um menntun og samkeppnishæfni mannauðs. Í gegnum árin hefur Ísland skorað misvel á alþjóðlega menntamælikvarða. Útgjöld til menntamála sem hlutfall af landsframleiðslu voru hæst hér á alþjóðavísu samkvæmt úttekt IMD í fyrra, þó við stöndum enn aftarlega í PISA könnunum. Þá vorum við í 24. sæti hvað varðar aðgang að færu vinnuafli samkvæmt stjórnendakönnun IMD. Vinnustaðir þurfa einnig að líta í eigin barm, því samkvæmt IMD sat Ísland í 43. sæti í fyrra hvað varðar áherslu á starfsmannaþjálfun. Í hröðum og tæknivæddum heimi styttist líftími lausna og verkferla þar sem tækninni fleygir fram á ógnarhraða. Því er bráðnauðsynlegt að við tryggjum starfsfólki áframhaldandi þjálfun eftir að formlegu námi lýkur. Framtíðin snýst um hugvit, þekkingu og þjónustu sem er alþjóðlega samkeppnisfær. Allt er þetta háð kraftmiklum mannauði. Við þurfum að vera óhrædd við að hugsa menntakerfið og samspil þess við atvinnulífið upp á nýtt til að tryggja hér áframhaldandi hagvöxt í tæknivæddum heimi. Við bjóðum ykkur að taka þátt í umræðunni á fundi Viðskiptaráðs Íslands og Íslandsbanka í Hörpu kl. 08:30 á morgun. Höfundur er formaður Viðskiptaráðs.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun