288.000 á mánuði í heildartekjur árið 2022 Ellen Calmon skrifar 31. maí 2017 07:00 Samkvæmt fjármálaáætlun ríkisins til ársins 2022 er engan veginn sett nægilegt fjármagn í heilbrigðiskerfið. Fjármunir eru settir í byggingu nýs spítala sem er gott og gilt en ekki nægilegir fjármunir til að bæta í raun þjónustu innan kerfisins. Samkvæmt rannsóknum Rúnars Vilhjálmssonar, prófessors við Háskóla Íslands, erum við að færast óðfluga fjær félagslegu heilbrigðiskerfi sem hefur verið litið á sem hornstein íslensks heilbrigðiskerfis hingað til. Fjármálaáætlunin boðar ekki heldur betra líf fyrir örorkulífeyrisþega. Það er nú yfirlýst markmið ríkisstjórnarinnar að halda öryrkjum í fátækt með því að miða við að hækkun lífeyris verði á bilinu 3,1%-4,8% á árunum 2018-2022. Alls ekki boðlegt Ef við erum bjartsýn og búumst við 4,8% hækkun öll árin, þá mun mögulega óskertur örorkulífeyrir vera um 288.000 krónur árið 2022, sem er alls ekki boðlegt. Það er hætta á að örorkulífeyrisþegar sjái svartnættið eitt. Hvað þætti þér um ef ríkisstjórnin byði þér að vera með um 288 þúsund krónur á mánuði fyrir skatt eftir fimm ár? Sæir þú fram á bjartari lífdaga? Grundvallarhlutverk ríkisvaldsins í velferðarríki er að tryggja mannréttindi og þar á meðal að koma til móts við einstaklinga sem þurfa á aðstoð að halda. Ekki virðist vera raunveruleg ætlun ríkisstjórnarinnar að styrkja mikilvægar grunnstoðir samfélagsins með nýrri fjármálaáætlun. Taka þarf út skerðingar Ef það er raunverulegur vilji ríkisstjórnarinnar að hvetja örorkulífeyrisþega til aukinnar samfélagsþátttöku þá þarf að setja mun meira fjármagn í almannatryggingakerfið eða á bilinu 10-12 milljarða króna. Það þarf að taka út skerðingar vegna atvinnu- og lífeyrissjóðstekna og hækka örorkulífeyri verulega svo fólk geti fyrst á möguleika á því að lifa mannsæmandi lífi. Gerum breytingar núna! Höfundur er formaður ÖBÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ellen Jacqueline Calmon Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Samkvæmt fjármálaáætlun ríkisins til ársins 2022 er engan veginn sett nægilegt fjármagn í heilbrigðiskerfið. Fjármunir eru settir í byggingu nýs spítala sem er gott og gilt en ekki nægilegir fjármunir til að bæta í raun þjónustu innan kerfisins. Samkvæmt rannsóknum Rúnars Vilhjálmssonar, prófessors við Háskóla Íslands, erum við að færast óðfluga fjær félagslegu heilbrigðiskerfi sem hefur verið litið á sem hornstein íslensks heilbrigðiskerfis hingað til. Fjármálaáætlunin boðar ekki heldur betra líf fyrir örorkulífeyrisþega. Það er nú yfirlýst markmið ríkisstjórnarinnar að halda öryrkjum í fátækt með því að miða við að hækkun lífeyris verði á bilinu 3,1%-4,8% á árunum 2018-2022. Alls ekki boðlegt Ef við erum bjartsýn og búumst við 4,8% hækkun öll árin, þá mun mögulega óskertur örorkulífeyrir vera um 288.000 krónur árið 2022, sem er alls ekki boðlegt. Það er hætta á að örorkulífeyrisþegar sjái svartnættið eitt. Hvað þætti þér um ef ríkisstjórnin byði þér að vera með um 288 þúsund krónur á mánuði fyrir skatt eftir fimm ár? Sæir þú fram á bjartari lífdaga? Grundvallarhlutverk ríkisvaldsins í velferðarríki er að tryggja mannréttindi og þar á meðal að koma til móts við einstaklinga sem þurfa á aðstoð að halda. Ekki virðist vera raunveruleg ætlun ríkisstjórnarinnar að styrkja mikilvægar grunnstoðir samfélagsins með nýrri fjármálaáætlun. Taka þarf út skerðingar Ef það er raunverulegur vilji ríkisstjórnarinnar að hvetja örorkulífeyrisþega til aukinnar samfélagsþátttöku þá þarf að setja mun meira fjármagn í almannatryggingakerfið eða á bilinu 10-12 milljarða króna. Það þarf að taka út skerðingar vegna atvinnu- og lífeyrissjóðstekna og hækka örorkulífeyri verulega svo fólk geti fyrst á möguleika á því að lifa mannsæmandi lífi. Gerum breytingar núna! Höfundur er formaður ÖBÍ.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar