Geir: Tími Gísla kemur klárlega síðar Henry Birgir Gunnarsson skrifar 30. maí 2017 17:15 Gísli fór hamförum í úrslitunum gegn Val og lék við hvurn sinn fingur. vísir/eyþór Geir Sveinsson landsliðsþjálfari tilkynnti leikmannahóp sinn fyrir mót í Noregi í gær og fannst mörgum handboltaáhugamönnum skrítið að ekkert pláss væri fyrir efnilegasta handboltamann landsins í hópnum. Hinn 17 ára gamli Gísli Þorgeir Kristjánsson fór á kostum með FH í úrslitakeppni Olís-deildarinnar og dró FH-vagninn. Hann var svo valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar. Aron Pálmarsson, Arnór Atlason og Ásgeir Örn Hallgrímsson fengu frí og fara ekki til Noregs og svo var heldur ekki hægt að velja leikmenn í þýska úrvalsdeildinni. Sex nýliðar eru því í hópnum en enginn Gísli. Það fannst mörgum skrítið og var það mikið rætt á samfélagsmiðlum í gær. „Gísli er frábær leikmaður sem hefur staðið sig einstaklega vel. Hann kom svo virkilega sterkur út úr úrslitakeppninni. Sýndi á sér sterka hlið sem við vorum ekki alveg búin að sjá í Íslandsmótinu fram að því,“ segir Geir í samtali við Vísi. „Það er klárt mál að Gísli er framtíðarleikmaður en við ákváðum að bíða með að velja hann í þetta skiptið. Hann stendur líka í ströngu og mörg verkefni fram undan. Hans tími kemur klárlega síðar.“ Miðjumennirnir Janus Daði Smárason og Gunnar Steinn Jónsson eru í hópnum og fá tækifæri til þess að láta ljós sitt skína í þessu sterka æfingamóti í Noregi. „Gísli kom sterklega til greina í valinu en í þetta skiptið erum við með Janus og Gunnar sem fá enn stærra tækifæri þar sem hvorki Aron né Arnór eru með okkur. Það hefur vantað tækifæri og þá kannski sérstaklega fyrir Gunna. Það er kannski það sem ræður því að Gísli þarf aðeins að bíða. En hann gerði engu að síður gott tilkall til þess að fá tækifærið.“ Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Sex nýliðar fara til Noregs Nokkrir af sterkustu handboltamönnum landsins fá frí er A-landslið karla tekur þátt á æfingamóti í Noregi. 29. maí 2017 17:18 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Sjá meira
Geir Sveinsson landsliðsþjálfari tilkynnti leikmannahóp sinn fyrir mót í Noregi í gær og fannst mörgum handboltaáhugamönnum skrítið að ekkert pláss væri fyrir efnilegasta handboltamann landsins í hópnum. Hinn 17 ára gamli Gísli Þorgeir Kristjánsson fór á kostum með FH í úrslitakeppni Olís-deildarinnar og dró FH-vagninn. Hann var svo valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar. Aron Pálmarsson, Arnór Atlason og Ásgeir Örn Hallgrímsson fengu frí og fara ekki til Noregs og svo var heldur ekki hægt að velja leikmenn í þýska úrvalsdeildinni. Sex nýliðar eru því í hópnum en enginn Gísli. Það fannst mörgum skrítið og var það mikið rætt á samfélagsmiðlum í gær. „Gísli er frábær leikmaður sem hefur staðið sig einstaklega vel. Hann kom svo virkilega sterkur út úr úrslitakeppninni. Sýndi á sér sterka hlið sem við vorum ekki alveg búin að sjá í Íslandsmótinu fram að því,“ segir Geir í samtali við Vísi. „Það er klárt mál að Gísli er framtíðarleikmaður en við ákváðum að bíða með að velja hann í þetta skiptið. Hann stendur líka í ströngu og mörg verkefni fram undan. Hans tími kemur klárlega síðar.“ Miðjumennirnir Janus Daði Smárason og Gunnar Steinn Jónsson eru í hópnum og fá tækifæri til þess að láta ljós sitt skína í þessu sterka æfingamóti í Noregi. „Gísli kom sterklega til greina í valinu en í þetta skiptið erum við með Janus og Gunnar sem fá enn stærra tækifæri þar sem hvorki Aron né Arnór eru með okkur. Það hefur vantað tækifæri og þá kannski sérstaklega fyrir Gunna. Það er kannski það sem ræður því að Gísli þarf aðeins að bíða. En hann gerði engu að síður gott tilkall til þess að fá tækifærið.“
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Sex nýliðar fara til Noregs Nokkrir af sterkustu handboltamönnum landsins fá frí er A-landslið karla tekur þátt á æfingamóti í Noregi. 29. maí 2017 17:18 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Sjá meira
Sex nýliðar fara til Noregs Nokkrir af sterkustu handboltamönnum landsins fá frí er A-landslið karla tekur þátt á æfingamóti í Noregi. 29. maí 2017 17:18