Trump og Sádar gera gríðarstóra samninga Samúel Karl Ólason skrifar 20. maí 2017 14:25 Donald Trump og Salman bin Abdulaziz al-Saud, konungur Sádi-Arabíu. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tók í dag taka þátt í athöfn í Sádi-Arabíu þar sem skrifað var undir fjölda samninga á milli ríkjanna og fyrirtækja. Margir af samningunum snúa að ætlun yfirvalda Sádi-Arabíu að draga úr því hvað ríkið er háð olíu og auka framleiðslu heima við. Um er að ræða gríðarstóra samninga og mjög háar upphæðir.Reuters fréttaveitan segir þó að sumir samningar hafi áður verið tilkynntir og að aðrir þarfnist frekari viðræðna. Því sé athöfnin að hluta til sýnimennska.Samkvæmt AP fréttaveitunni segja starfsmenn Hvíta hússins að sölusamningar varðandi hergögn verði samtals 450 milljarða dala virði á næstu tíu árum. Það samsvarar um 45.000.000.000.000 krónum (45 billjónir eða 45 þúsund milljarðar króna). Þá segir að samningarnir muni leiða til tuga þúsunda nýrra starfa í vopnaframleiðslu í Bandaríkjunum.Lockheed Martin samdi um að framleiða 150 Black Hawk þyrlur í Sádi-Arabíu, sem er til marks um vilja Sáda til að framleiða eigin vopn og hergögn. Þá mun fyrirtækið Dow Chemical byggja um 100 milljóna dala verksmiðju í Sádi-Arabíu. Donald Trump Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tók í dag taka þátt í athöfn í Sádi-Arabíu þar sem skrifað var undir fjölda samninga á milli ríkjanna og fyrirtækja. Margir af samningunum snúa að ætlun yfirvalda Sádi-Arabíu að draga úr því hvað ríkið er háð olíu og auka framleiðslu heima við. Um er að ræða gríðarstóra samninga og mjög háar upphæðir.Reuters fréttaveitan segir þó að sumir samningar hafi áður verið tilkynntir og að aðrir þarfnist frekari viðræðna. Því sé athöfnin að hluta til sýnimennska.Samkvæmt AP fréttaveitunni segja starfsmenn Hvíta hússins að sölusamningar varðandi hergögn verði samtals 450 milljarða dala virði á næstu tíu árum. Það samsvarar um 45.000.000.000.000 krónum (45 billjónir eða 45 þúsund milljarðar króna). Þá segir að samningarnir muni leiða til tuga þúsunda nýrra starfa í vopnaframleiðslu í Bandaríkjunum.Lockheed Martin samdi um að framleiða 150 Black Hawk þyrlur í Sádi-Arabíu, sem er til marks um vilja Sáda til að framleiða eigin vopn og hergögn. Þá mun fyrirtækið Dow Chemical byggja um 100 milljóna dala verksmiðju í Sádi-Arabíu.
Donald Trump Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent