Tveir stórir jarðskjálftar urðu í Bárðarbungu í kvöld, nánar tiltekið í norðanverðri Bárðarbunguöskjunni. Sá fyrri mældist kl. 20:33 og var af stærð 3,8, en sá seinni um tveim og hálfri mínútu síðar 3,9 að stærð.
Rúmlega tíu eftirskjálftar fylgdu, sá stærsti kl. 21:16 um 3,2 að stærð.
Tveir stórir skjálftar í Bárðarbungu
Birgir Olgeirsson skrifar
