Handbolti

Ísak: Ætla ekki að koma með neinar afsakanir, betra liðið vann einfaldlega

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ísak var nokkuð góður í vörn FH.
Ísak var nokkuð góður í vörn FH. vísir/eyþór
„Við náum engum takti í seinni hálfleik og leyfum þeim að stjórna ferðinni,“ segir Ísak Rafnsson, leikmaður FH, eftir tapið gegn Val í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik sem fram fór í Kaplakrika. Valur vann einvígið 3-2.

„Það er aldrei gott að slaka á á móti Val og þeir eru bara verðugir meistarar og ég óska þeim til hamingju með titilinn.“

Ísak segir að FH hafi spilað marga svona leiki í vetur.

„Ég veit bara ekki hvað klikkaði í seinni hálfleik og ég nenni ekki að fara koma með einhverjar afsakanir, við töpuðum bara fyrir betra liðinu.“

Hann segir að Sigurður Ingiberg Ólafsson hafi verið FH-ingum erfiður í marki Vals.

„Hann varði bara fáránlega mikið og hann var líklega munurinn á liðunum tveimur í seinni hálfleik.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×