Guðlaugur og Óskar: Erum með besta varnarlið landsins Smári Jökull Jónsson skrifar 21. maí 2017 18:24 Guðlaugur bendir sínum mönnum á að halda ró. Vísir/Ernir Valsmenn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik eftir sjö marka sigur á FH í oddaleik í Kaplakrika í dag. Þjálfarar Vals, þeir Guðlaugur Arnarsson og Óskar Bjarni Óskarsson, voru vitaskuld hæstánægðir þegar Vísir hitti þá að leik loknum. „Vörnin stóð bara gríðarlega vel, Siggi [Sigurður Ingiberg Ólafsson] kom í markið og þeir gátu ekki skorað hjá honum,“ sagði Guðlaugur þegar blaðamaður Vísis spurði hann hvað hefði eiginlega gerst í síðari hálfleik. Valsmenn unnu seinni hálfleikinn með 9 marka mun eftir að hafa verið tveimur mörkum undir í hálfleik. „Við vorum tiltölulega rólegir, vorum að fá okkur aðeins of mikið af hraðaupphlaupum þar sem við vorum ekki að hlaupa vel til baka í fyrri hálfleik. Við vissum að við þyrftum að ná okkar hraðaupphlaupum, halda ró og þá myndi þetta koma,“ sagði Óskar Bjarni en þeir félagar hafa myndað sterkt þjálfarateymi hjá Val í vetur. „Við erum með besta varnarlið Íslands. Við erum búnir að vinna tvo titla á vörninni og það er mikið til Gulla að þakka. Við erum með stráka sem nenna að spila vörn, það er bara lykillinn,“ bætti Óskar Bjarni við. Það hefur mikið gengið á hjá Val í vetur og þeir fóru meðal annars alla leið í undanúrslit Evrópukeppninnar þar sem þeir féllu úr leik á grátlegan hátt. „Evrópuævintýrið gaf ótrúlegan kraft inn í hópinn, það er bara þannig,“ sagði Guðlaugur áður en hann var hlaupinn í verðlaunaafhendingu. „Ég þarf að fara að taka á móti bikarnum,“ sagði Guðlaugur skælbrosandi að lokum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Ísak: Ætla ekki að koma með neinar afsakanir, betra liðið vann einfaldlega "Við náum engum takti í seinni hálfleik og leyfum þeim að stjórna ferðinni,“ segir Ísak Rafnsson, leikmaður FH, eftir tapið gegn Val í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik sem fram fór í Kaplakrika. Valur vann einvígið 3-2. 21. maí 2017 18:04 Umfjöllun og viðtöl: FH - Valur 20-27 | Valsmenn eru Íslandsmeistarar Valur er Íslandsmeistari í handknattleik karla eftir 27-20 sigur á FH í oddaleik í Kaplakrika. Valsmenn tryggðu sér titilinn með frábærum seinni hálfleik en staðan í hálfleik var 11-9 fyrir FH. 21. maí 2017 18:45 Ýmir Örn: Liðsheildin skilaði þessu "Tilfinningin er auðvitað alveg mögnuð. Ég veit ekki hvað ég á að segja, það var erfitt að vera útaf seinustu átta mínúturnar en þeir bara kláruðu þetta. Þetta er ótrúlegt,“ sagði Ýmir Örn Gíslason leikmaður Vals í samtali við Vísi eftir sigurinn á FH í dag þar sem Valsmenn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik. 21. maí 2017 18:09 Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur Sjá meira
Valsmenn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik eftir sjö marka sigur á FH í oddaleik í Kaplakrika í dag. Þjálfarar Vals, þeir Guðlaugur Arnarsson og Óskar Bjarni Óskarsson, voru vitaskuld hæstánægðir þegar Vísir hitti þá að leik loknum. „Vörnin stóð bara gríðarlega vel, Siggi [Sigurður Ingiberg Ólafsson] kom í markið og þeir gátu ekki skorað hjá honum,“ sagði Guðlaugur þegar blaðamaður Vísis spurði hann hvað hefði eiginlega gerst í síðari hálfleik. Valsmenn unnu seinni hálfleikinn með 9 marka mun eftir að hafa verið tveimur mörkum undir í hálfleik. „Við vorum tiltölulega rólegir, vorum að fá okkur aðeins of mikið af hraðaupphlaupum þar sem við vorum ekki að hlaupa vel til baka í fyrri hálfleik. Við vissum að við þyrftum að ná okkar hraðaupphlaupum, halda ró og þá myndi þetta koma,“ sagði Óskar Bjarni en þeir félagar hafa myndað sterkt þjálfarateymi hjá Val í vetur. „Við erum með besta varnarlið Íslands. Við erum búnir að vinna tvo titla á vörninni og það er mikið til Gulla að þakka. Við erum með stráka sem nenna að spila vörn, það er bara lykillinn,“ bætti Óskar Bjarni við. Það hefur mikið gengið á hjá Val í vetur og þeir fóru meðal annars alla leið í undanúrslit Evrópukeppninnar þar sem þeir féllu úr leik á grátlegan hátt. „Evrópuævintýrið gaf ótrúlegan kraft inn í hópinn, það er bara þannig,“ sagði Guðlaugur áður en hann var hlaupinn í verðlaunaafhendingu. „Ég þarf að fara að taka á móti bikarnum,“ sagði Guðlaugur skælbrosandi að lokum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Ísak: Ætla ekki að koma með neinar afsakanir, betra liðið vann einfaldlega "Við náum engum takti í seinni hálfleik og leyfum þeim að stjórna ferðinni,“ segir Ísak Rafnsson, leikmaður FH, eftir tapið gegn Val í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik sem fram fór í Kaplakrika. Valur vann einvígið 3-2. 21. maí 2017 18:04 Umfjöllun og viðtöl: FH - Valur 20-27 | Valsmenn eru Íslandsmeistarar Valur er Íslandsmeistari í handknattleik karla eftir 27-20 sigur á FH í oddaleik í Kaplakrika. Valsmenn tryggðu sér titilinn með frábærum seinni hálfleik en staðan í hálfleik var 11-9 fyrir FH. 21. maí 2017 18:45 Ýmir Örn: Liðsheildin skilaði þessu "Tilfinningin er auðvitað alveg mögnuð. Ég veit ekki hvað ég á að segja, það var erfitt að vera útaf seinustu átta mínúturnar en þeir bara kláruðu þetta. Þetta er ótrúlegt,“ sagði Ýmir Örn Gíslason leikmaður Vals í samtali við Vísi eftir sigurinn á FH í dag þar sem Valsmenn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik. 21. maí 2017 18:09 Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur Sjá meira
Ísak: Ætla ekki að koma með neinar afsakanir, betra liðið vann einfaldlega "Við náum engum takti í seinni hálfleik og leyfum þeim að stjórna ferðinni,“ segir Ísak Rafnsson, leikmaður FH, eftir tapið gegn Val í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik sem fram fór í Kaplakrika. Valur vann einvígið 3-2. 21. maí 2017 18:04
Umfjöllun og viðtöl: FH - Valur 20-27 | Valsmenn eru Íslandsmeistarar Valur er Íslandsmeistari í handknattleik karla eftir 27-20 sigur á FH í oddaleik í Kaplakrika. Valsmenn tryggðu sér titilinn með frábærum seinni hálfleik en staðan í hálfleik var 11-9 fyrir FH. 21. maí 2017 18:45
Ýmir Örn: Liðsheildin skilaði þessu "Tilfinningin er auðvitað alveg mögnuð. Ég veit ekki hvað ég á að segja, það var erfitt að vera útaf seinustu átta mínúturnar en þeir bara kláruðu þetta. Þetta er ótrúlegt,“ sagði Ýmir Örn Gíslason leikmaður Vals í samtali við Vísi eftir sigurinn á FH í dag þar sem Valsmenn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik. 21. maí 2017 18:09