Handbolti

Valsmenn endurtóku leikinn frá 1998

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Valsmenn urðu Íslandsmeistarar þrátt fyrir að hafa ekki verið með heimavallarrétt í neinu einvígi í úrslitakeppninni.
Valsmenn urðu Íslandsmeistarar þrátt fyrir að hafa ekki verið með heimavallarrétt í neinu einvígi í úrslitakeppninni. vísir/ernir
Sem kunnugt er urðu Valsmenn Íslandsmeistar karla í handbolta í 22. sinn í sögu félagsins í dag. Valur vann einnig bikarkeppnina og er því handhafi tveggja stærstu titlanna sem í boði eru á Íslandi. Þá fóru Valsmenn í undanúrslit Áskorendabikars Evrópu.

Valsmönnum gekk ekkert sérstaklega vel í Olís-deildinni í vetur og enduðu í 7. sæti hennar. Af þeim sökum voru þeir ekki með heimavallarrétt í neinu einvígi í úrslitakeppninni. Það kom þó ekki að sök því Valur vann sex af sjö útileikjum sínum í úrslitakeppninni og stóð á endanum uppi sem Íslandsmeistari.

Það hefur aðeins einu sinni gerst áður að lið sem endar jafn neðarlega og Valsmenn í deildarkeppninni verði Íslandsmeistari.

Það sama gerðist árið 1998 þegar Valur varð Íslandsmeistari þrátt fyrir að hafa endað í 7. sæti í deildarkeppninni. Valur vann þá Fram í úrslitaeinvíginu 3-1.

Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfara Vals, var aðstoðarþjálfari liðsins fyrir 19 árum. Óskar Bjarni gegndi mikilvægu hlutverki hjá Val tímabilið 1997-98 því þjálfari liðsins, Jón Kristjánsson, var spilaði einnig með því.

Líkt og í ár unnu Valsmenn tvöfalt 1998. Þeir unnu Fram í frægum bikarúrslitaleik sem dró dilk á eftir sér.

Íslandsmeistaratitilinn í ár er sá fyrsti sem Valur vinnur eftir úrslitakeppni frá 1998. Valsmenn urðu Íslandsmeistarar 2007 en þá var engin úrslitakeppni.


Tengdar fréttir

Anton: Við slátruðum þeim

"Þetta er ótrúlega sætt og líka í ljósi þess að við erum bæði Íslands- og bikarmeistarar.

Ýmir Örn: Liðsheildin skilaði þessu

"Tilfinningin er auðvitað alveg mögnuð. Ég veit ekki hvað ég á að segja, það var erfitt að vera útaf seinustu átta mínúturnar en þeir bara kláruðu þetta. Þetta er ótrúlegt,“ sagði Ýmir Örn Gíslason leikmaður Vals í samtali við Vísi eftir sigurinn á FH í dag þar sem Valsmenn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik.

Guðlaugur og Óskar: Erum með besta varnarlið landsins

Valsmenn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik eftir sjö marka sigur á FH í oddaleik í Kaplakrika í dag. Þjálfarar Vals, þeir Guðlaugur Arnarsson og Óskar Bjarni Óskarsson, voru vitaskuld hæstánægðir þegar Vísir hitti þá að leik loknum í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×