Miklu færri bókanir í borginni Ólöf Skaftadóttir skrifar 22. maí 2017 06:00 Talsvert hefur dregið úr að ferðamenn bóki ferðir í til að mynda hvalaskoðun á höfuðborgarsvæðinu, það sem af er maí. vísir/stefán Forsvarsmenn fyrirtækja í ferðaþjónustu í Reykjavík segja talsvert færri bókanir á hótelgistingum, borðum á veitingastöðum og afþreyingu fyrir ferðamenn fyrstu þrjár vikurnar í maí, miðað við í fyrra. Segja þeir bókanir allt að 40 prósentum færri á tímabilinu. „Þetta sé ég svart á hvítu í mínum rekstri. Ég veit ekki hvort um er að ræða fækkun ferðamanna, eða breytta hegðun. Það er engin mæði í okkur – en ef þetta heldur svona áfram er ljóst að það þarf að draga saman seglin,“ segir Rannveig Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Eldingar, hvalaskoðunarfyrirtækis, en hún á einnig sæti í stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar. „Við erum að sjá 38 prósent færri bókanir á dagsferðum frá Reykjavík á tímabilinu, en bókunarstaðan í sumar lítur ágætlega út. Maí er alltaf rólegri í afþreyingu en aðrir mánuðir, en það kemur á óvart hvað þetta er mikil dýfa,“ segir Þórarinn Þór, framkvæmdastjóri hjá Reykjavík Excursions. „Maður heyrir að ferðamenn séu að eyða minna, kaupi ódýrari mat úr lágvöruverslunum, gisti færri nætur og velji ódýrari afþreyingu,“ útskýrir Rannveig. Upplýsingafulltrúi Isavia segist ekki hafa merkt fækkun ferðamanna sem heimsækja landið, en farþegaspár gera ráð fyrir áframhaldandi fjölgun. „Mér fyndist áhugavert að sjá frekari greiningu á þessum tölum,“ segir Rannveig, en líkt og fram hefur komið fer talning ferðamanna í Leifsstöð fram við vopnaleitina. Allir sem fara þar í gegn og hafa erlend vegabréf eru taldir ferðamenn, líka þeir sem búa á Íslandi. Einnig þeir sem fara aldrei út af Leifsstöð, eru á leið annað í tengiflugi, en þurfa að sækja farangur og innrita sig aftur á Keflavíkurflugvelli. Gengi íslensku krónunnar gæti líka haft áhrif á eyðslu ferðamanna, en krónan hefur styrkst mjög gagnvart erlendum gjaldmiðlum undanfarið. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fordæmalaus uppbygging í sveit og bæ Sveitarstjóri Rangárþings eystra segir uppbyggingu í sveitarfélaginu meiri nú en áður hafi sést. Það á bæði við um þéttbýli og dreifbýli. Ferðaþjónusta drífur vöxtinn áfram. 4. maí 2017 07:00 Sýna ferðamönnum hvernig hægt er að komast af í Reykjavík fyrir minna en fimm þúsund á dag Erlendir ferðamenn sem hingað koma hafa kvartað yfir háu verðlagi og Ísland er á nýjan leik orðið eitt dýrasta land í heimi. Það virðist þó ekki stöðva ferðamenn í að koma hingað til lands.Bandaríska sjónvarpsstöðin CNBC fjallaði nýverið um hvernig megi komast af í Reykjavík fyrir sem minnstan pening. 16. maí 2017 20:37 Segir heildarhagsmuni tekna fram yfir sérhagsmuni með hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu Hann segir ekki sjá mikið athugavert við það að Ísland sé dýr áfangastaður og að ferðaþjónustan geti haldið áfram að vaxa og dafna. Til þess þurfi þó skýra sýn og samstarf stjórnvalda og ferðaþjónustunnar. 30. apríl 2017 12:32 Telur ekki að hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustuna muni hafa áhrif á dreifingu ferðamanna um landið Benedikt Jóhannesson, fjármálráðherra, segist ekki sjá að hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustuna muni hafa þau áhrif að dreifa ferðamönnum meira um landið en nú gerist en það hefur lengi verið bæði markmið stjórnvalda og aðila í ferðaþjónustunni að fá ferðamenn til að fara víðar um landið. 9. maí 2017 16:45 Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Forsvarsmenn fyrirtækja í ferðaþjónustu í Reykjavík segja talsvert færri bókanir á hótelgistingum, borðum á veitingastöðum og afþreyingu fyrir ferðamenn fyrstu þrjár vikurnar í maí, miðað við í fyrra. Segja þeir bókanir allt að 40 prósentum færri á tímabilinu. „Þetta sé ég svart á hvítu í mínum rekstri. Ég veit ekki hvort um er að ræða fækkun ferðamanna, eða breytta hegðun. Það er engin mæði í okkur – en ef þetta heldur svona áfram er ljóst að það þarf að draga saman seglin,“ segir Rannveig Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Eldingar, hvalaskoðunarfyrirtækis, en hún á einnig sæti í stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar. „Við erum að sjá 38 prósent færri bókanir á dagsferðum frá Reykjavík á tímabilinu, en bókunarstaðan í sumar lítur ágætlega út. Maí er alltaf rólegri í afþreyingu en aðrir mánuðir, en það kemur á óvart hvað þetta er mikil dýfa,“ segir Þórarinn Þór, framkvæmdastjóri hjá Reykjavík Excursions. „Maður heyrir að ferðamenn séu að eyða minna, kaupi ódýrari mat úr lágvöruverslunum, gisti færri nætur og velji ódýrari afþreyingu,“ útskýrir Rannveig. Upplýsingafulltrúi Isavia segist ekki hafa merkt fækkun ferðamanna sem heimsækja landið, en farþegaspár gera ráð fyrir áframhaldandi fjölgun. „Mér fyndist áhugavert að sjá frekari greiningu á þessum tölum,“ segir Rannveig, en líkt og fram hefur komið fer talning ferðamanna í Leifsstöð fram við vopnaleitina. Allir sem fara þar í gegn og hafa erlend vegabréf eru taldir ferðamenn, líka þeir sem búa á Íslandi. Einnig þeir sem fara aldrei út af Leifsstöð, eru á leið annað í tengiflugi, en þurfa að sækja farangur og innrita sig aftur á Keflavíkurflugvelli. Gengi íslensku krónunnar gæti líka haft áhrif á eyðslu ferðamanna, en krónan hefur styrkst mjög gagnvart erlendum gjaldmiðlum undanfarið.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fordæmalaus uppbygging í sveit og bæ Sveitarstjóri Rangárþings eystra segir uppbyggingu í sveitarfélaginu meiri nú en áður hafi sést. Það á bæði við um þéttbýli og dreifbýli. Ferðaþjónusta drífur vöxtinn áfram. 4. maí 2017 07:00 Sýna ferðamönnum hvernig hægt er að komast af í Reykjavík fyrir minna en fimm þúsund á dag Erlendir ferðamenn sem hingað koma hafa kvartað yfir háu verðlagi og Ísland er á nýjan leik orðið eitt dýrasta land í heimi. Það virðist þó ekki stöðva ferðamenn í að koma hingað til lands.Bandaríska sjónvarpsstöðin CNBC fjallaði nýverið um hvernig megi komast af í Reykjavík fyrir sem minnstan pening. 16. maí 2017 20:37 Segir heildarhagsmuni tekna fram yfir sérhagsmuni með hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu Hann segir ekki sjá mikið athugavert við það að Ísland sé dýr áfangastaður og að ferðaþjónustan geti haldið áfram að vaxa og dafna. Til þess þurfi þó skýra sýn og samstarf stjórnvalda og ferðaþjónustunnar. 30. apríl 2017 12:32 Telur ekki að hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustuna muni hafa áhrif á dreifingu ferðamanna um landið Benedikt Jóhannesson, fjármálráðherra, segist ekki sjá að hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustuna muni hafa þau áhrif að dreifa ferðamönnum meira um landið en nú gerist en það hefur lengi verið bæði markmið stjórnvalda og aðila í ferðaþjónustunni að fá ferðamenn til að fara víðar um landið. 9. maí 2017 16:45 Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Fordæmalaus uppbygging í sveit og bæ Sveitarstjóri Rangárþings eystra segir uppbyggingu í sveitarfélaginu meiri nú en áður hafi sést. Það á bæði við um þéttbýli og dreifbýli. Ferðaþjónusta drífur vöxtinn áfram. 4. maí 2017 07:00
Sýna ferðamönnum hvernig hægt er að komast af í Reykjavík fyrir minna en fimm þúsund á dag Erlendir ferðamenn sem hingað koma hafa kvartað yfir háu verðlagi og Ísland er á nýjan leik orðið eitt dýrasta land í heimi. Það virðist þó ekki stöðva ferðamenn í að koma hingað til lands.Bandaríska sjónvarpsstöðin CNBC fjallaði nýverið um hvernig megi komast af í Reykjavík fyrir sem minnstan pening. 16. maí 2017 20:37
Segir heildarhagsmuni tekna fram yfir sérhagsmuni með hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu Hann segir ekki sjá mikið athugavert við það að Ísland sé dýr áfangastaður og að ferðaþjónustan geti haldið áfram að vaxa og dafna. Til þess þurfi þó skýra sýn og samstarf stjórnvalda og ferðaþjónustunnar. 30. apríl 2017 12:32
Telur ekki að hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustuna muni hafa áhrif á dreifingu ferðamanna um landið Benedikt Jóhannesson, fjármálráðherra, segist ekki sjá að hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustuna muni hafa þau áhrif að dreifa ferðamönnum meira um landið en nú gerist en það hefur lengi verið bæði markmið stjórnvalda og aðila í ferðaþjónustunni að fá ferðamenn til að fara víðar um landið. 9. maí 2017 16:45