Miklu færri bókanir í borginni Ólöf Skaftadóttir skrifar 22. maí 2017 06:00 Talsvert hefur dregið úr að ferðamenn bóki ferðir í til að mynda hvalaskoðun á höfuðborgarsvæðinu, það sem af er maí. vísir/stefán Forsvarsmenn fyrirtækja í ferðaþjónustu í Reykjavík segja talsvert færri bókanir á hótelgistingum, borðum á veitingastöðum og afþreyingu fyrir ferðamenn fyrstu þrjár vikurnar í maí, miðað við í fyrra. Segja þeir bókanir allt að 40 prósentum færri á tímabilinu. „Þetta sé ég svart á hvítu í mínum rekstri. Ég veit ekki hvort um er að ræða fækkun ferðamanna, eða breytta hegðun. Það er engin mæði í okkur – en ef þetta heldur svona áfram er ljóst að það þarf að draga saman seglin,“ segir Rannveig Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Eldingar, hvalaskoðunarfyrirtækis, en hún á einnig sæti í stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar. „Við erum að sjá 38 prósent færri bókanir á dagsferðum frá Reykjavík á tímabilinu, en bókunarstaðan í sumar lítur ágætlega út. Maí er alltaf rólegri í afþreyingu en aðrir mánuðir, en það kemur á óvart hvað þetta er mikil dýfa,“ segir Þórarinn Þór, framkvæmdastjóri hjá Reykjavík Excursions. „Maður heyrir að ferðamenn séu að eyða minna, kaupi ódýrari mat úr lágvöruverslunum, gisti færri nætur og velji ódýrari afþreyingu,“ útskýrir Rannveig. Upplýsingafulltrúi Isavia segist ekki hafa merkt fækkun ferðamanna sem heimsækja landið, en farþegaspár gera ráð fyrir áframhaldandi fjölgun. „Mér fyndist áhugavert að sjá frekari greiningu á þessum tölum,“ segir Rannveig, en líkt og fram hefur komið fer talning ferðamanna í Leifsstöð fram við vopnaleitina. Allir sem fara þar í gegn og hafa erlend vegabréf eru taldir ferðamenn, líka þeir sem búa á Íslandi. Einnig þeir sem fara aldrei út af Leifsstöð, eru á leið annað í tengiflugi, en þurfa að sækja farangur og innrita sig aftur á Keflavíkurflugvelli. Gengi íslensku krónunnar gæti líka haft áhrif á eyðslu ferðamanna, en krónan hefur styrkst mjög gagnvart erlendum gjaldmiðlum undanfarið. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fordæmalaus uppbygging í sveit og bæ Sveitarstjóri Rangárþings eystra segir uppbyggingu í sveitarfélaginu meiri nú en áður hafi sést. Það á bæði við um þéttbýli og dreifbýli. Ferðaþjónusta drífur vöxtinn áfram. 4. maí 2017 07:00 Sýna ferðamönnum hvernig hægt er að komast af í Reykjavík fyrir minna en fimm þúsund á dag Erlendir ferðamenn sem hingað koma hafa kvartað yfir háu verðlagi og Ísland er á nýjan leik orðið eitt dýrasta land í heimi. Það virðist þó ekki stöðva ferðamenn í að koma hingað til lands.Bandaríska sjónvarpsstöðin CNBC fjallaði nýverið um hvernig megi komast af í Reykjavík fyrir sem minnstan pening. 16. maí 2017 20:37 Segir heildarhagsmuni tekna fram yfir sérhagsmuni með hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu Hann segir ekki sjá mikið athugavert við það að Ísland sé dýr áfangastaður og að ferðaþjónustan geti haldið áfram að vaxa og dafna. Til þess þurfi þó skýra sýn og samstarf stjórnvalda og ferðaþjónustunnar. 30. apríl 2017 12:32 Telur ekki að hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustuna muni hafa áhrif á dreifingu ferðamanna um landið Benedikt Jóhannesson, fjármálráðherra, segist ekki sjá að hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustuna muni hafa þau áhrif að dreifa ferðamönnum meira um landið en nú gerist en það hefur lengi verið bæði markmið stjórnvalda og aðila í ferðaþjónustunni að fá ferðamenn til að fara víðar um landið. 9. maí 2017 16:45 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Loftgæði mælast óholl á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira
Forsvarsmenn fyrirtækja í ferðaþjónustu í Reykjavík segja talsvert færri bókanir á hótelgistingum, borðum á veitingastöðum og afþreyingu fyrir ferðamenn fyrstu þrjár vikurnar í maí, miðað við í fyrra. Segja þeir bókanir allt að 40 prósentum færri á tímabilinu. „Þetta sé ég svart á hvítu í mínum rekstri. Ég veit ekki hvort um er að ræða fækkun ferðamanna, eða breytta hegðun. Það er engin mæði í okkur – en ef þetta heldur svona áfram er ljóst að það þarf að draga saman seglin,“ segir Rannveig Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Eldingar, hvalaskoðunarfyrirtækis, en hún á einnig sæti í stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar. „Við erum að sjá 38 prósent færri bókanir á dagsferðum frá Reykjavík á tímabilinu, en bókunarstaðan í sumar lítur ágætlega út. Maí er alltaf rólegri í afþreyingu en aðrir mánuðir, en það kemur á óvart hvað þetta er mikil dýfa,“ segir Þórarinn Þór, framkvæmdastjóri hjá Reykjavík Excursions. „Maður heyrir að ferðamenn séu að eyða minna, kaupi ódýrari mat úr lágvöruverslunum, gisti færri nætur og velji ódýrari afþreyingu,“ útskýrir Rannveig. Upplýsingafulltrúi Isavia segist ekki hafa merkt fækkun ferðamanna sem heimsækja landið, en farþegaspár gera ráð fyrir áframhaldandi fjölgun. „Mér fyndist áhugavert að sjá frekari greiningu á þessum tölum,“ segir Rannveig, en líkt og fram hefur komið fer talning ferðamanna í Leifsstöð fram við vopnaleitina. Allir sem fara þar í gegn og hafa erlend vegabréf eru taldir ferðamenn, líka þeir sem búa á Íslandi. Einnig þeir sem fara aldrei út af Leifsstöð, eru á leið annað í tengiflugi, en þurfa að sækja farangur og innrita sig aftur á Keflavíkurflugvelli. Gengi íslensku krónunnar gæti líka haft áhrif á eyðslu ferðamanna, en krónan hefur styrkst mjög gagnvart erlendum gjaldmiðlum undanfarið.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fordæmalaus uppbygging í sveit og bæ Sveitarstjóri Rangárþings eystra segir uppbyggingu í sveitarfélaginu meiri nú en áður hafi sést. Það á bæði við um þéttbýli og dreifbýli. Ferðaþjónusta drífur vöxtinn áfram. 4. maí 2017 07:00 Sýna ferðamönnum hvernig hægt er að komast af í Reykjavík fyrir minna en fimm þúsund á dag Erlendir ferðamenn sem hingað koma hafa kvartað yfir háu verðlagi og Ísland er á nýjan leik orðið eitt dýrasta land í heimi. Það virðist þó ekki stöðva ferðamenn í að koma hingað til lands.Bandaríska sjónvarpsstöðin CNBC fjallaði nýverið um hvernig megi komast af í Reykjavík fyrir sem minnstan pening. 16. maí 2017 20:37 Segir heildarhagsmuni tekna fram yfir sérhagsmuni með hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu Hann segir ekki sjá mikið athugavert við það að Ísland sé dýr áfangastaður og að ferðaþjónustan geti haldið áfram að vaxa og dafna. Til þess þurfi þó skýra sýn og samstarf stjórnvalda og ferðaþjónustunnar. 30. apríl 2017 12:32 Telur ekki að hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustuna muni hafa áhrif á dreifingu ferðamanna um landið Benedikt Jóhannesson, fjármálráðherra, segist ekki sjá að hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustuna muni hafa þau áhrif að dreifa ferðamönnum meira um landið en nú gerist en það hefur lengi verið bæði markmið stjórnvalda og aðila í ferðaþjónustunni að fá ferðamenn til að fara víðar um landið. 9. maí 2017 16:45 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Loftgæði mælast óholl á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira
Fordæmalaus uppbygging í sveit og bæ Sveitarstjóri Rangárþings eystra segir uppbyggingu í sveitarfélaginu meiri nú en áður hafi sést. Það á bæði við um þéttbýli og dreifbýli. Ferðaþjónusta drífur vöxtinn áfram. 4. maí 2017 07:00
Sýna ferðamönnum hvernig hægt er að komast af í Reykjavík fyrir minna en fimm þúsund á dag Erlendir ferðamenn sem hingað koma hafa kvartað yfir háu verðlagi og Ísland er á nýjan leik orðið eitt dýrasta land í heimi. Það virðist þó ekki stöðva ferðamenn í að koma hingað til lands.Bandaríska sjónvarpsstöðin CNBC fjallaði nýverið um hvernig megi komast af í Reykjavík fyrir sem minnstan pening. 16. maí 2017 20:37
Segir heildarhagsmuni tekna fram yfir sérhagsmuni með hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu Hann segir ekki sjá mikið athugavert við það að Ísland sé dýr áfangastaður og að ferðaþjónustan geti haldið áfram að vaxa og dafna. Til þess þurfi þó skýra sýn og samstarf stjórnvalda og ferðaþjónustunnar. 30. apríl 2017 12:32
Telur ekki að hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustuna muni hafa áhrif á dreifingu ferðamanna um landið Benedikt Jóhannesson, fjármálráðherra, segist ekki sjá að hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustuna muni hafa þau áhrif að dreifa ferðamönnum meira um landið en nú gerist en það hefur lengi verið bæði markmið stjórnvalda og aðila í ferðaþjónustunni að fá ferðamenn til að fara víðar um landið. 9. maí 2017 16:45