Milos Milojevic ráðinn þjálfari Breiðabliks Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. maí 2017 14:15 Milos Milojevic var ekki lengi án starfs. vísir/vilhelm Breiðablik er búið að ganga frá þjálfararáðningu en liðið hefur verið þjálfaralaust síðan það lét Arnar Grétarsson fara eftir tvær umferðir í Pepsi-deildinni. Milos Milojevic, fyrrverandi þjálfari Víkings í Reykjavík, var í dag ráðinn þjálfari Breiðabliks. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. Ekki er tekið fram hversu langur samningurinn er. Olgeir Sigurgeirsson, fyrrverandi leikmaður Blika og núverandi þjálfari í 2. flokk félagsins, verður aðstoðarmaður Serbans hjá meistaraflokknum. Milos sagði upp störfum sem þjálfari Víkings á föstudaginn eftir þrjá tapleiki í röð í Pepsi-deildinni en „óyfirstíganlegur ágreiningur“ hans og stjórnar Fossvogsliðsins var sögð ástæða uppsagnarinnar. Serbinn 35 ára gamli tók við aðalþjálfarastarfinu hjá Víkingum um mitt sumar 2015 þegar Ólafur Þórðarson var látinn fara en hann var áður aðstoðarmaður hans. Saman komu þeir Víkingsliðinu upp úr 1. deildinni 2013 og í Evrópukeppni sem nýliðar í Pepsi-deildinni árið 2014. Undir stjórn Milosar hélt liðið sér uppi þrátt fyrir erfiða stöðu um mitt mót árið 2015 og í fyrra settu Víkingar stigamet þegar þeir náðu í 32 stig í Pepsi-deildinni og höfnuðu í sjöunda sæti. Sigurður Víðisson hefur stýrt Breiðabliki í undanförnum þremur leikjum í deild og bikar. Tveir fyrstu töpuðust en Blikar unnu slag þjálfaralausu liðanna í Víkinni í gær, 3-2. Það var fyrsti sigur Breiðabliks í Víkinni síðan árið 1991. Þetta var jafnframt fyrsti sigur Blika í Pepsi-deildinni í sumar en þeir eru með þrjú stig eins og Víkingar. Milos Milojevic kom fyrst til Íslands árið 2006 og lék þá með Hamri en hann gekk í raðir Víkings sem leikmaður árið 2010. Hann þjálfaði yngri flokka hjá félaginum, var yfirþjálfari og síðar aðalþjálfari. Fyrsta verkefni Milosar sem þjálfari Breiðabliks verður útileikur á móti ÍA á mánudaginn kemur. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Milos þakkar fyrir sig: Leikmenn Víkings gerðu mig að betri þjálfara Milos Milojevic, fyrrverandi þjálfari Víkings R., þakkar fyrir sig í færslu sem hann birti á Facebook í gærkvöldi. 20. maí 2017 12:56 Aðstoðarmaður Milosar vill taka við Víkingi R. 21. maí 2017 22:04 Framkvæmdastjóri Víkings: Tökum stöðuna eftir Blikaleikinn Eins og fram kom á Vísi er Milos Milojevic hættur sem þjálfari Víkings R. 19. maí 2017 18:46 Milos: Ekki sá léttasti að eiga við Sem kunnugt er hætti Milos Milojevic sem þjálfari Víkings R. í gær. 20. maí 2017 19:00 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur R. - Breiðablik 2-3 | Blikar komnir á blað eftir langþráðan sigur Leikmenn Breiðabliks gerðu sér góða ferð í Fossvoginn í kvöld þegar liðið lagði Víking R. í víkinni, 1-3. Liðið er því loksins komið á blað í deildinni eftir töp í fyrstu þremur leikjunum. 21. maí 2017 22:00 Milos hættur hjá Víkingi Milos Milojevic er hættur sem þjálfari Víkings R. í Pepsi-deild karla. 19. maí 2017 18:20 Milos: Breiðablik er spennandi félag Milos Milojevic ætlar að halda áfram í þjálfun, hvort sem það verður hér á landi eða erlendis. 19. maí 2017 20:06 Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Enski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Leik lokið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Sjá meira
Breiðablik er búið að ganga frá þjálfararáðningu en liðið hefur verið þjálfaralaust síðan það lét Arnar Grétarsson fara eftir tvær umferðir í Pepsi-deildinni. Milos Milojevic, fyrrverandi þjálfari Víkings í Reykjavík, var í dag ráðinn þjálfari Breiðabliks. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. Ekki er tekið fram hversu langur samningurinn er. Olgeir Sigurgeirsson, fyrrverandi leikmaður Blika og núverandi þjálfari í 2. flokk félagsins, verður aðstoðarmaður Serbans hjá meistaraflokknum. Milos sagði upp störfum sem þjálfari Víkings á föstudaginn eftir þrjá tapleiki í röð í Pepsi-deildinni en „óyfirstíganlegur ágreiningur“ hans og stjórnar Fossvogsliðsins var sögð ástæða uppsagnarinnar. Serbinn 35 ára gamli tók við aðalþjálfarastarfinu hjá Víkingum um mitt sumar 2015 þegar Ólafur Þórðarson var látinn fara en hann var áður aðstoðarmaður hans. Saman komu þeir Víkingsliðinu upp úr 1. deildinni 2013 og í Evrópukeppni sem nýliðar í Pepsi-deildinni árið 2014. Undir stjórn Milosar hélt liðið sér uppi þrátt fyrir erfiða stöðu um mitt mót árið 2015 og í fyrra settu Víkingar stigamet þegar þeir náðu í 32 stig í Pepsi-deildinni og höfnuðu í sjöunda sæti. Sigurður Víðisson hefur stýrt Breiðabliki í undanförnum þremur leikjum í deild og bikar. Tveir fyrstu töpuðust en Blikar unnu slag þjálfaralausu liðanna í Víkinni í gær, 3-2. Það var fyrsti sigur Breiðabliks í Víkinni síðan árið 1991. Þetta var jafnframt fyrsti sigur Blika í Pepsi-deildinni í sumar en þeir eru með þrjú stig eins og Víkingar. Milos Milojevic kom fyrst til Íslands árið 2006 og lék þá með Hamri en hann gekk í raðir Víkings sem leikmaður árið 2010. Hann þjálfaði yngri flokka hjá félaginum, var yfirþjálfari og síðar aðalþjálfari. Fyrsta verkefni Milosar sem þjálfari Breiðabliks verður útileikur á móti ÍA á mánudaginn kemur.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Milos þakkar fyrir sig: Leikmenn Víkings gerðu mig að betri þjálfara Milos Milojevic, fyrrverandi þjálfari Víkings R., þakkar fyrir sig í færslu sem hann birti á Facebook í gærkvöldi. 20. maí 2017 12:56 Aðstoðarmaður Milosar vill taka við Víkingi R. 21. maí 2017 22:04 Framkvæmdastjóri Víkings: Tökum stöðuna eftir Blikaleikinn Eins og fram kom á Vísi er Milos Milojevic hættur sem þjálfari Víkings R. 19. maí 2017 18:46 Milos: Ekki sá léttasti að eiga við Sem kunnugt er hætti Milos Milojevic sem þjálfari Víkings R. í gær. 20. maí 2017 19:00 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur R. - Breiðablik 2-3 | Blikar komnir á blað eftir langþráðan sigur Leikmenn Breiðabliks gerðu sér góða ferð í Fossvoginn í kvöld þegar liðið lagði Víking R. í víkinni, 1-3. Liðið er því loksins komið á blað í deildinni eftir töp í fyrstu þremur leikjunum. 21. maí 2017 22:00 Milos hættur hjá Víkingi Milos Milojevic er hættur sem þjálfari Víkings R. í Pepsi-deild karla. 19. maí 2017 18:20 Milos: Breiðablik er spennandi félag Milos Milojevic ætlar að halda áfram í þjálfun, hvort sem það verður hér á landi eða erlendis. 19. maí 2017 20:06 Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Enski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Leik lokið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Sjá meira
Milos þakkar fyrir sig: Leikmenn Víkings gerðu mig að betri þjálfara Milos Milojevic, fyrrverandi þjálfari Víkings R., þakkar fyrir sig í færslu sem hann birti á Facebook í gærkvöldi. 20. maí 2017 12:56
Framkvæmdastjóri Víkings: Tökum stöðuna eftir Blikaleikinn Eins og fram kom á Vísi er Milos Milojevic hættur sem þjálfari Víkings R. 19. maí 2017 18:46
Milos: Ekki sá léttasti að eiga við Sem kunnugt er hætti Milos Milojevic sem þjálfari Víkings R. í gær. 20. maí 2017 19:00
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur R. - Breiðablik 2-3 | Blikar komnir á blað eftir langþráðan sigur Leikmenn Breiðabliks gerðu sér góða ferð í Fossvoginn í kvöld þegar liðið lagði Víking R. í víkinni, 1-3. Liðið er því loksins komið á blað í deildinni eftir töp í fyrstu þremur leikjunum. 21. maí 2017 22:00
Milos hættur hjá Víkingi Milos Milojevic er hættur sem þjálfari Víkings R. í Pepsi-deild karla. 19. maí 2017 18:20
Milos: Breiðablik er spennandi félag Milos Milojevic ætlar að halda áfram í þjálfun, hvort sem það verður hér á landi eða erlendis. 19. maí 2017 20:06