Sigurbjörn: Erum ekkert að spá í liðunum í kring Sigurbjörn Hreiðarsson skrifar 22. maí 2017 22:21 Sigurbjörn og Ólafur Jóhannesson þjálfarar Vals. Vísir Sigurbjörn Hreiðarsson aðstoðarþjálfari Vals var ánægður með stigin þrjú sem hans menn náðu í með 2-0 sigrinum á KR en sagði að KR-ingarnir hefðu verið sterkari að mörgu leyti í kvöld. „Þeir náttúrulega byrjuðu miklu betur og voru með þetta fyrstu 15-20 mínúturnar. Þeir lokuðu á okkur og við komumst þannig lagað ekki í neinn takt. Fyrsta markið er í raun í fyrsta sinn sem við förum innfyrir, keyrðum á þá og erum með vopn til þess,“ sagði Sigurbjörn við Vísi eftir leik en vopnið sem hann talar um er líklega löng innköst Arnars Sveins Geirssonar en fyrsta markið kom einmitt eftir eitt slíkt. „Ógnin okkar í fyrri hálfleik var að nýta styrkleika okkar sóknarmanna, við gátum skorað nokkuð mörk. Þeir gátu auðvitað gert það líka en staðan var 2-0 hálfleik og við sættum okkur vel við það,“ bætti Sigurbjörn við. „Við hefðum viljað vera einum gír ofar í baráttu og frumkvæði. Við stóðum það af okkur í byrjun en þeir náttúrulega gátu jafnað úr víti. Það var smá punktur í því og svo fáum við færi og nýtum eitt. 2-0 staða í hálfleik var mjög góð.“ „Við bökkum síðan aðeins líkt og í FH-leiknum en munurinn var sá að nú vorum við búnir að skora fleiri mörk. Mér fannst KR-ingarnir grimmir og í raun ofan á í mörgu í dag. En við unnum leikinn og tökum það,“ bætti Sigurbjörn við og var á því að báðir vítadómarnir hefðu verið hárréttir. „Það eru bara fjórir leikir búnir og við búnir að spila þrjá leiki heima, við viljum vinna alla leiki hér. Það er krafa sem við setjum á okkur. Auðvitað viljum við vinna útileikina líka en hér ætlum við að vera sterkir og erum það. Núna er það bara stigasöfnun og maður er ekkert að spá í einhverjum liðum í kringum sig,“ sagði Sigurbjörn Hreiðarsson að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - KR 2-1 | Valsmenn byrja tímabilið vel Valsmenn settust við hlið Stjörnumanna á toppi Pepsi-deildar karla eftir heimasigur á nágrönnunum og erkifjendunum úr Vesturbænum. 22. maí 2017 23:00 Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Fótbolti Fleiri fréttir Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum Sjá meira
Sigurbjörn Hreiðarsson aðstoðarþjálfari Vals var ánægður með stigin þrjú sem hans menn náðu í með 2-0 sigrinum á KR en sagði að KR-ingarnir hefðu verið sterkari að mörgu leyti í kvöld. „Þeir náttúrulega byrjuðu miklu betur og voru með þetta fyrstu 15-20 mínúturnar. Þeir lokuðu á okkur og við komumst þannig lagað ekki í neinn takt. Fyrsta markið er í raun í fyrsta sinn sem við förum innfyrir, keyrðum á þá og erum með vopn til þess,“ sagði Sigurbjörn við Vísi eftir leik en vopnið sem hann talar um er líklega löng innköst Arnars Sveins Geirssonar en fyrsta markið kom einmitt eftir eitt slíkt. „Ógnin okkar í fyrri hálfleik var að nýta styrkleika okkar sóknarmanna, við gátum skorað nokkuð mörk. Þeir gátu auðvitað gert það líka en staðan var 2-0 hálfleik og við sættum okkur vel við það,“ bætti Sigurbjörn við. „Við hefðum viljað vera einum gír ofar í baráttu og frumkvæði. Við stóðum það af okkur í byrjun en þeir náttúrulega gátu jafnað úr víti. Það var smá punktur í því og svo fáum við færi og nýtum eitt. 2-0 staða í hálfleik var mjög góð.“ „Við bökkum síðan aðeins líkt og í FH-leiknum en munurinn var sá að nú vorum við búnir að skora fleiri mörk. Mér fannst KR-ingarnir grimmir og í raun ofan á í mörgu í dag. En við unnum leikinn og tökum það,“ bætti Sigurbjörn við og var á því að báðir vítadómarnir hefðu verið hárréttir. „Það eru bara fjórir leikir búnir og við búnir að spila þrjá leiki heima, við viljum vinna alla leiki hér. Það er krafa sem við setjum á okkur. Auðvitað viljum við vinna útileikina líka en hér ætlum við að vera sterkir og erum það. Núna er það bara stigasöfnun og maður er ekkert að spá í einhverjum liðum í kringum sig,“ sagði Sigurbjörn Hreiðarsson að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - KR 2-1 | Valsmenn byrja tímabilið vel Valsmenn settust við hlið Stjörnumanna á toppi Pepsi-deildar karla eftir heimasigur á nágrönnunum og erkifjendunum úr Vesturbænum. 22. maí 2017 23:00 Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Fótbolti Fleiri fréttir Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum Sjá meira
Leik lokið: Valur - KR 2-1 | Valsmenn byrja tímabilið vel Valsmenn settust við hlið Stjörnumanna á toppi Pepsi-deildar karla eftir heimasigur á nágrönnunum og erkifjendunum úr Vesturbænum. 22. maí 2017 23:00