Lögreglan telur augljóst að árásarmaðurinn tengist stærra neti hryðjuverkamanna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. maí 2017 14:37 Salman Abedi var fæddur árið 1994. Lögreglan í Manchester telur augljóst að Salman Abedi, maðurinn sem sprengdi sig í loft upp í anddyri Manchester Arena á mánudagskvöld, tengist stærra neti hryðjuverkamanna. Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglunnar nú síðdegis þegar Ian Hopkins, lögreglustjóri, var spurður að því hvort að verið væri að leita að öðrum manni sem gerði sprengjuna sem Abedi notaði, en breskir fjölmiðlar hafa greint frá því í dag að leitað væri að „sprengjugerðarmanni.“ Þannig telur öryggisblaðamaður BBC að Abedi hafi verið nokkurs konar burðardýr, það er að hann hafi ekki búið sprengjuna til sjálfur.Segir son sinn saklausan Þá gaf lögreglustjórinn ekki upp hvort að lögreglan hefði fundið „sprengjuverksmiðjuna“ en sagði að lögreglan væri að leita ítarlega um alla Manchester-borg. Þannig var mikill viðbúnaður í miðborginni í dag vegna húsleitar lögreglu. Lögreglustjórinn staðfesti að lögreglukona hefði verið á meðal þeirra sem lést í árásinni en gaf ekki upp nafn hennar að svo stöddu. AP-fréttastofan ræddi í dag við föður Abedi sem segir að sonur sinn sé saklaus. Þá sagði hann jafnframt að einn hinna handteknu væri annar sonur hans, hinn 23 ára gamli Ismail Abedi. „Við trúum ekki á það að drepa saklaust fólk, þetta erum ekki við,“ sagði Abedi eldri við AP og staðfesti einnig að Abedi hefði verið í Líbíu fyrir sex vikum og hefði ætlað sér að fara til Sádi-Arabíu. Eins og greint hefur verið frá hefur viðbúnaðarstig vegna hryðjuverkaógnar verið hækkað í Bretlandi og hermenn verið kallaðir út. Alls hafa fjórir verið handteknir vegna árásarinnar. Hryðjuverk í Evrópu Hryðjuverk í Manchester Tengdar fréttir Ólíklegt að árásarmaðurinn hafi verið einn að verki Hæsta viðbúnaðarstig er í gildi vegna hryðjuverkaógnar. 24. maí 2017 08:41 Árásin í Manchester: Handtökur og herinn kallaður út Lögreglan í Manchester handtók í dag þrjá einstaklinga í tengslum við hryðjuverkaárásina í borginni á mánudag. 24. maí 2017 11:17 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fleiri fréttir Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Sjá meira
Lögreglan í Manchester telur augljóst að Salman Abedi, maðurinn sem sprengdi sig í loft upp í anddyri Manchester Arena á mánudagskvöld, tengist stærra neti hryðjuverkamanna. Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglunnar nú síðdegis þegar Ian Hopkins, lögreglustjóri, var spurður að því hvort að verið væri að leita að öðrum manni sem gerði sprengjuna sem Abedi notaði, en breskir fjölmiðlar hafa greint frá því í dag að leitað væri að „sprengjugerðarmanni.“ Þannig telur öryggisblaðamaður BBC að Abedi hafi verið nokkurs konar burðardýr, það er að hann hafi ekki búið sprengjuna til sjálfur.Segir son sinn saklausan Þá gaf lögreglustjórinn ekki upp hvort að lögreglan hefði fundið „sprengjuverksmiðjuna“ en sagði að lögreglan væri að leita ítarlega um alla Manchester-borg. Þannig var mikill viðbúnaður í miðborginni í dag vegna húsleitar lögreglu. Lögreglustjórinn staðfesti að lögreglukona hefði verið á meðal þeirra sem lést í árásinni en gaf ekki upp nafn hennar að svo stöddu. AP-fréttastofan ræddi í dag við föður Abedi sem segir að sonur sinn sé saklaus. Þá sagði hann jafnframt að einn hinna handteknu væri annar sonur hans, hinn 23 ára gamli Ismail Abedi. „Við trúum ekki á það að drepa saklaust fólk, þetta erum ekki við,“ sagði Abedi eldri við AP og staðfesti einnig að Abedi hefði verið í Líbíu fyrir sex vikum og hefði ætlað sér að fara til Sádi-Arabíu. Eins og greint hefur verið frá hefur viðbúnaðarstig vegna hryðjuverkaógnar verið hækkað í Bretlandi og hermenn verið kallaðir út. Alls hafa fjórir verið handteknir vegna árásarinnar.
Hryðjuverk í Evrópu Hryðjuverk í Manchester Tengdar fréttir Ólíklegt að árásarmaðurinn hafi verið einn að verki Hæsta viðbúnaðarstig er í gildi vegna hryðjuverkaógnar. 24. maí 2017 08:41 Árásin í Manchester: Handtökur og herinn kallaður út Lögreglan í Manchester handtók í dag þrjá einstaklinga í tengslum við hryðjuverkaárásina í borginni á mánudag. 24. maí 2017 11:17 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fleiri fréttir Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Sjá meira
Ólíklegt að árásarmaðurinn hafi verið einn að verki Hæsta viðbúnaðarstig er í gildi vegna hryðjuverkaógnar. 24. maí 2017 08:41
Árásin í Manchester: Handtökur og herinn kallaður út Lögreglan í Manchester handtók í dag þrjá einstaklinga í tengslum við hryðjuverkaárásina í borginni á mánudag. 24. maí 2017 11:17