Fjármálaráðherra hefur auknar áhyggjur af vaxandi styrk krónunnar Heimir Már Pétursson skrifar 24. maí 2017 18:35 Fjármálaráðherra lýsti miklum áhyggjum af stöðugri styrkingu krónunnar á Alþingi í dag og sagði ljóst að vandi útflutingsgreina héldi áfram að aukast með áframhaldandi styrkingu hennar. Stjórnarandstaðan gagnrýndi ráðherra og ríkisstjórnina fyrir úrræðaleysi og auglýsti eftir stefnu stjórnvalda í peningamálum. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, lýsti eftir stefnu fjármálaráðherra og ríkisstjórnarinnar í gjaldmiðils- og peningamálum í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. „Fjármálaráðherra sagði í fjölmiðlum í fyrradag að staðan í gjaldmiðilsmálum væri svo alvarleg að við yrðum að horfa á mjög róttækar lausnir. Eða samkvæmt orðum hæstvirts fjármálaráðherra, við gætum ekki haft þennan fljótandi gjaldmiðil. Þetta ætti ekki að vera rússibanareið,“ sagði Katrín og spurði hvort ráðherrann væri að tala um að taka upp fastgengisstefnu með tengingu við annan gjaldmiðil eða inngöngu í Evrópusambandið og upptöku evru. „Hvaða róttæku lausnir á hæstvirtur ráðherra við? Því hæstvirtur ráðherra hefur líka látið hafa eftir sér að núverandi fyrirkomulag gjaldmiðlamála sé ónýtt,“ sagði Katrín. Benedikt Jóhannesson fjármálaáðherra sagði grafalvarlegt mál þegar gengi krónunnar breyttist svo hratt sem verið hafi undanfarin tvö ár. Seðlabanki og stjórnvöld hafi brugðist við með ýmsum hætti. „Það er ekkert leyndarmál að stefna Viðreisnar fyrir kosningar var að skoða myntráð. Það er leið sem við höfum verið að kynna fyrir öðrum og ég veit að margir hafa skoðað af áhuga,“ sagði Benedikt. Nefnd á vegum stjórnvalda væri að endurskoða peningamálastefnuna. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, vitnaði í grein í Markaði Fréttablaðsins í dag þar sem fram kæmi að erlendir fjárfestar væru byrjaðir að kaupa íslensk ríkisskuldabréf á ný til að hagnast á vaxtamun og hafi keypt fyrir nokkra milljarða í þessum mánuði. En þau viðskipti hafi að mestu lagst af vegna aðgerða fyrri stjórnavalda í júní 2016. „Langar mig að spyrja ráðherra af því hvort hann telji að vaxtamunaviðskipti hafi átt drjúgan þátt í að efnahagslífið á Íslandi fór á hliðina haustið 2008? Og þá hvort hann telji ástæðu til að grípa til aðgerða til að sporna við þessum viðskiptum sem nú eru aftur hafin,“ sagði Sigurður Ingi. Fjármálaráðherra sagði rétt að Viðreisn hefði ein flokka boðað upptöku myntráðs eða tengingu krónunnar við erlendan gjaldmiðil og minnti aftur á að nefnd á vegum stjórnvalda væri að móta nýja stefnu í peningamálum. „Þeim mun lengur sem krónan heldur áfram að styrkjast, þeim mun erfiðara verður ástandið fyrir útflutnings atvinnuvegina. Ég hef mjög miklar áhyggjur af þessu. Ég hafði áhyggjur af þessu í kosningabaráttunni, eftir kosningar og þær áhyggjur hafa ekki minnkað,“ sagði Benedikt Jóhannesson. Alþingi Tengdar fréttir Stýrivextir ekki lægri í tvö ár Stýrivextir voru lækkaðir um 25 punkta í morgun og eru nú 4,75%. Lægri hafa þeir ekki veriðí tvö ár. Seðlabankastjóri segir mögulegt að vextir verði lækkaðir enn frekar þrátt fyrir að hagvöxtur sé í hæstu hæðum. 17. maí 2017 20:00 Vaxtamunarviðskipti hefjast á ný eftir tíu mánaða frost Innflæði fjármagns vegna fjárfestinga erlendra aðila í ríkisskuldabréfum er hafið á ný eftir að það stöðvaðist alfarið þegar Seðlabanki Íslands virkjaði sérstakt fjárstreymistæki í júní 2016. 24. maí 2017 08:00 Búa sig undir frekari styrkingu krónunnar Ákvörðun Seðlabankans um að hætta reglulegum gjaldeyriskaupum mun líklega leiða til styrkingar krónunnar. Þetta getur ógnað enn frekar samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja. Framkvæmdastjóri SI óttast landflótta fyrirtækja. 22. maí 2017 06:30 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
Fjármálaráðherra lýsti miklum áhyggjum af stöðugri styrkingu krónunnar á Alþingi í dag og sagði ljóst að vandi útflutingsgreina héldi áfram að aukast með áframhaldandi styrkingu hennar. Stjórnarandstaðan gagnrýndi ráðherra og ríkisstjórnina fyrir úrræðaleysi og auglýsti eftir stefnu stjórnvalda í peningamálum. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, lýsti eftir stefnu fjármálaráðherra og ríkisstjórnarinnar í gjaldmiðils- og peningamálum í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. „Fjármálaráðherra sagði í fjölmiðlum í fyrradag að staðan í gjaldmiðilsmálum væri svo alvarleg að við yrðum að horfa á mjög róttækar lausnir. Eða samkvæmt orðum hæstvirts fjármálaráðherra, við gætum ekki haft þennan fljótandi gjaldmiðil. Þetta ætti ekki að vera rússibanareið,“ sagði Katrín og spurði hvort ráðherrann væri að tala um að taka upp fastgengisstefnu með tengingu við annan gjaldmiðil eða inngöngu í Evrópusambandið og upptöku evru. „Hvaða róttæku lausnir á hæstvirtur ráðherra við? Því hæstvirtur ráðherra hefur líka látið hafa eftir sér að núverandi fyrirkomulag gjaldmiðlamála sé ónýtt,“ sagði Katrín. Benedikt Jóhannesson fjármálaáðherra sagði grafalvarlegt mál þegar gengi krónunnar breyttist svo hratt sem verið hafi undanfarin tvö ár. Seðlabanki og stjórnvöld hafi brugðist við með ýmsum hætti. „Það er ekkert leyndarmál að stefna Viðreisnar fyrir kosningar var að skoða myntráð. Það er leið sem við höfum verið að kynna fyrir öðrum og ég veit að margir hafa skoðað af áhuga,“ sagði Benedikt. Nefnd á vegum stjórnvalda væri að endurskoða peningamálastefnuna. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, vitnaði í grein í Markaði Fréttablaðsins í dag þar sem fram kæmi að erlendir fjárfestar væru byrjaðir að kaupa íslensk ríkisskuldabréf á ný til að hagnast á vaxtamun og hafi keypt fyrir nokkra milljarða í þessum mánuði. En þau viðskipti hafi að mestu lagst af vegna aðgerða fyrri stjórnavalda í júní 2016. „Langar mig að spyrja ráðherra af því hvort hann telji að vaxtamunaviðskipti hafi átt drjúgan þátt í að efnahagslífið á Íslandi fór á hliðina haustið 2008? Og þá hvort hann telji ástæðu til að grípa til aðgerða til að sporna við þessum viðskiptum sem nú eru aftur hafin,“ sagði Sigurður Ingi. Fjármálaráðherra sagði rétt að Viðreisn hefði ein flokka boðað upptöku myntráðs eða tengingu krónunnar við erlendan gjaldmiðil og minnti aftur á að nefnd á vegum stjórnvalda væri að móta nýja stefnu í peningamálum. „Þeim mun lengur sem krónan heldur áfram að styrkjast, þeim mun erfiðara verður ástandið fyrir útflutnings atvinnuvegina. Ég hef mjög miklar áhyggjur af þessu. Ég hafði áhyggjur af þessu í kosningabaráttunni, eftir kosningar og þær áhyggjur hafa ekki minnkað,“ sagði Benedikt Jóhannesson.
Alþingi Tengdar fréttir Stýrivextir ekki lægri í tvö ár Stýrivextir voru lækkaðir um 25 punkta í morgun og eru nú 4,75%. Lægri hafa þeir ekki veriðí tvö ár. Seðlabankastjóri segir mögulegt að vextir verði lækkaðir enn frekar þrátt fyrir að hagvöxtur sé í hæstu hæðum. 17. maí 2017 20:00 Vaxtamunarviðskipti hefjast á ný eftir tíu mánaða frost Innflæði fjármagns vegna fjárfestinga erlendra aðila í ríkisskuldabréfum er hafið á ný eftir að það stöðvaðist alfarið þegar Seðlabanki Íslands virkjaði sérstakt fjárstreymistæki í júní 2016. 24. maí 2017 08:00 Búa sig undir frekari styrkingu krónunnar Ákvörðun Seðlabankans um að hætta reglulegum gjaldeyriskaupum mun líklega leiða til styrkingar krónunnar. Þetta getur ógnað enn frekar samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja. Framkvæmdastjóri SI óttast landflótta fyrirtækja. 22. maí 2017 06:30 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
Stýrivextir ekki lægri í tvö ár Stýrivextir voru lækkaðir um 25 punkta í morgun og eru nú 4,75%. Lægri hafa þeir ekki veriðí tvö ár. Seðlabankastjóri segir mögulegt að vextir verði lækkaðir enn frekar þrátt fyrir að hagvöxtur sé í hæstu hæðum. 17. maí 2017 20:00
Vaxtamunarviðskipti hefjast á ný eftir tíu mánaða frost Innflæði fjármagns vegna fjárfestinga erlendra aðila í ríkisskuldabréfum er hafið á ný eftir að það stöðvaðist alfarið þegar Seðlabanki Íslands virkjaði sérstakt fjárstreymistæki í júní 2016. 24. maí 2017 08:00
Búa sig undir frekari styrkingu krónunnar Ákvörðun Seðlabankans um að hætta reglulegum gjaldeyriskaupum mun líklega leiða til styrkingar krónunnar. Þetta getur ógnað enn frekar samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja. Framkvæmdastjóri SI óttast landflótta fyrirtækja. 22. maí 2017 06:30