Handbolti

Steinunn og Theodór kosin leikmenn ársins í handboltanum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Steinunn Björnsdóttir og Theodór Sigurbjörnsson.
Steinunn Björnsdóttir og Theodór Sigurbjörnsson. Vísir/Samsett
Steinunn Björnsdóttir, línumaður Íslandsmeistara Fram, og Theodór Sigurbjörnsson, hornamaður ÍBV, voru í kvöld valin bestu leikmenn ársins í Olís-deildum karla og kvenna í handbolta en verðlaunin voru afhent á Lokahófi HSÍ.

Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður úr Fram og Sandra Erlingsdóttir, örvhent skytta úr ÍBV, voru valin efnilegustu leikmenn deildanna tveggja.

Þjálfarar Fram voru valdir bestu þjálfararnir. Stefán Arnarson gerði kvennalið Fram að Íslandsmeisturum og Guðmundur Helgi Pálsson kom karlaliði Fram óvænt alla leið í undanúrslit úrslitakeppninnar.

Steinunn Björnsdóttir vann annars fullt af verðlaunum í kvöld en hún var líka valin besti varnarmaður deildarinnar og hlaut Sigríðarbikarinn sem mikilvægasti leikmaðurinn að mati þjálfara deildarinnar.

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir hjá Selfossi var kosin besti sóknarmaður Olís-deildar kvenna og Framarinn Guðrún Ósk Maríasdóttir var valin besti markvörður deildarinnar.

Valsmaðurinn Orri Freyr Gíslason fékk Valdimarsbikarinn sem mikilvægasti leikmaðurinn að mati þjálfara deildarinnar.  Theodór Sigurbjörnsson var líka valinn besti sóknarmaður Olís-deildar karla en FH-ingurinn Ágúst Birgisson var kosinn besti varnamaðurinn og Stjörnumaðurinn Sveinbjörn Pétursson er besti markvörður tímabilsins.

Anton Gylfi Pálsson var búin að vera kosinn þjálfari ársins tíu ár í röð, fyrst með Hlyni Leifssyni og svo með Jónasi Elíassyni. Sigurganga Antons er á enda því þeir Heimir Örn Árnason og Sigurður Hjörtur Þrastarson voru valdir besta dómaraparið í vetur.



Hér fyrir neðan má sjá öll verðlaun kvöldsins:

1.    Háttvísiverðlaun HDSÍ kvenna 2017

    Laufey Ásta Guðmundsdóttir – Grótta

2.    Háttvísiverðlaun HDSÍ karla 2017

    Andri Þór Helgason - Fram

3.    Unglingabikar HSÍ 2017

    HK

4.    Markahæsti leikmaður 1.deildar kvenna 2017

    Alina Molkova - Víkingur með 238 mörk

5.    Markahæsti leikmaður 1.deildar karla 2017

        Jón Kristinn Björgvinsson – ÍR með 158 mörk

6.    Markahæsti leikmaður Olís deildar kvenna 2017

    Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir – Selfoss með 174 mörk

7.    Markahæsti leikmaður Olís deildar karla 2017

    Theodór Sigurbjörnsson - ÍBV með 233 mörk



8.    Besti varnarmaður 1.deildar kvenna 2017

    Berglind Þorsteinsdóttir - HK

9.    Besti varnarmaður 1.deildar karla 2017

    Sveinn Þorgeirsson - Fjölnir

10.    Besti varnarmaður Olís deildar kvenna 2017

        Steinunn Björnsdóttir - Fram

11.    Besti varnarmaður Olís deildar karla 2017

    Ágúst Birgisson - FH



12.    Besti sóknarmaður 1.deildar kvenna 2017

         Alina Molkova - Víkingur

13.    Besti sóknarmaður 1.deildar karla 2017

         Jón Kristinn Björgvinsson - ÍR

14.    Besti sóknarmaður Olís deildar kvenna 2017

    Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir - Selfoss

15.    Besti sóknarmaður Olís deildar karla 2017

        Theodór Sigurbjörnsson - ÍBV



16.    Besti markmaður 1.deildar kvenna 2017

     Margrét Ýr Björnsdóttir - HK

17.    Besti markmaður 1.deildar karla 2017

     Einar Baldvin Baldvinsson - Víkingur

18.    Besti markmaður Olís deildar kvenna 2017

    Guðrún Ósk Maríasdóttir - Fram

19.    Besti markmaður Olís deildar karla 2017

    Sveinbjörn Pétursson - Stjarnan



20.    Besta dómaraparið 2017

    Heimir Örn Árnason – Sigurður Hjörtur Þrastarson



21.    Sigríðarbikarinn 2017

    Steinunn Björnsdóttir - Fram

22.    Valdimarsbikarinn 2017

    Orri Freyr Gíslason - Valur



23.    Besti Þjálfari í 1.deild kvenna 2017

        Jónatan Þór Magnússon – KA/Þór

24.    Besti Þjálfari í 1.deild karla 2017

        Arnar Gunnarsson – Fjölnir

25.    Besti þjálfari í Olís deildar kvenna 2017

        Stefán Arnarson - Fram

26.    Besti Þjálfari í Olís deildar karla 2017

        Guðmundur Helgi Pálsson - Fram



27.    Efnilegasti leikmaður 1.deildar kvenna 2017

         Andrea Jacobsen - Fjölnir

28.    Efnilegasti leikmaður 1.deildar karla 2017

         Sveinn Jóhannsson - Fjölnir

29.    Efnilegasti leikmaður Olís deildar kvenna 2017

        Sandra Erlingsdóttir - ÍBV

30.    Efnilegasti leikmaður Olís deildar karla 2017

        Viktor Gísli Hallgrímsson - Fram



31.    Leikmaður ársins í 1.deild kvenna 2017

         Martha Hermannsdóttir – KA/Þór

32.    Leikmaður ársins í 1.deild karla 2017

         Jón Kristinn Björgvinsson - ÍR

33.    Besti leikmaður í Olís deildar kvenna 2017

        Steinunn Björnsdóttir - Fram

34.    Besti leikmaður í Olís deildar karla 2017

        Theodór Sigurbjörnsson - ÍBV




Fleiri fréttir

Sjá meira


×