Sögulegar sættir í stóra límmiðamálinu: Þórunn Antonía og Hildur Lilliendahl sungu I Got You Babe Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. maí 2017 15:41 Þórunn Antonía stjórnar reglulegum karaókí-kvöldum á Sæta svíninu í miðbæ Reykjavíkur. Í gær bar til tíðinda á einu slíku. Vísir Svo virðist sem ágreiningur Þórunnar Antoníu Magnúsdóttur, tónlistarkonu og kynningarfulltrúa tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice, og Hildar Lilliendahl, starfsmanns Reykjavíkurborgar og femínista, nái ekki lengra en sem nemur kommentakerfum á netinu. Þær tóku sáttadúettinn I Got You Babe með Sonny og Cher á karaókí-kvöldi í miðbæ Reykjavíkur í gær, við mikinn fögnuð viðstaddra.Sjá einnig: Eru saman í liði gegn nauðgunum Fyrir rúmri viku lét Þórunn Antonía útbúa límmiða, sem gerðir voru til að líma ofan á glös og koma þannig í veg fyrir byrlanir á svokölluðum nauðgunarlyfjum. Límmiðarnir vöktu hörð viðbrögð, sérstaklega í umræðum á samfélagsmiðlum, en í samtali við Vísi sagðist Þórunn raunar aldrei hafa hugsað límmiðana sem lausn, þeim hafi aðeins verið ætlað að varpa ljósi á ákveðið samfélagsmein. Hildur var á meðal þeirra sem ekki voru sammála þessari nálgun Þórunnar Antoníu og áttu þær í nokkru orðaskaki sín á milli um málið.Hér má sjá Hildi og Þórunni syngja sáttadúettinn af mikilli innlifun.Skjáskot„Manni líður aldrei vel þegar fólk er svona upp á móti manni, maður vill tækla málin á málefnalegan og rólegan hátt,“ sagði Þórunn þegar Vísir náði tali af henni í dag. Það má segja að Þórunn hafi fengið ósk sína uppfyllta gærkvöldi en þá voru málin tækluð, þó að hægt sé að deila um hvort það hafi verið gert á rólegan hátt. Þórunn Antonía stendur að vikulegum karaókí-kvöldum á Sæta svíninu, matsölustað og bar í miðbænum, og í gær fékk hún fregnir af því að Hildur Lilliendahl, sem hefur verið tíður gestur á þessum kvöldum, væri á staðnum. Þórunn segir Hildi hafa komið upp að sér og faðmað sig og þær stöllur hafi í kjölfarið ákveðið að taka hinn ódauðlega ástardúett I Got You Babe með Sonny og Cher. „Það má vera sammála um að vera ósammála en bera samt virðingu fyrir hvor annarri. Það er margt hægt að leysa með samsöng,“ sagði Þórunn kát í bragði. „Þetta er nefnilega málið, ástin sigrar allt."Hér má hlusta á I Got You Babe í flutningi Sonny og Cher: Tengdar fréttir Þórunn Antonía: Hugsum í lausnum ekki nöldri Þórunn Antonía á erfitt með að skilja gagnrýnina á herferð sína gegn nauðgurum og kallar eftir betri hugmyndum. 15. maí 2017 14:08 Eru saman í liði gegn nauðgunum Þórunn Antonía Magnúsdóttir vill koma í veg fyrir að fólki séu byrluð nauðgunarlyf. Hún lét gera límmiða sem settur er ofan á glös. Guðni Th. er verndari verkefnisins. Dillon, B5 og Prikið taka þátt. 15. maí 2017 07:00 Varstu ekki örugglega með límmiða yfir glasinu þínu? Nöfnurnar Hildur Sverrisdóttir þingmaður og Hildur Lilliendahl eru meðal þeirra sem eru efins um að límmiðar til að setja á glös á skemmtistöðum bæjarins til að sporna við nauðgunarlyfum sé skref í rétta átt. 15. maí 2017 11:15 Mest lesið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Lífið Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Matur Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Leikjavísir Fleiri fréttir Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Sjá meira
Svo virðist sem ágreiningur Þórunnar Antoníu Magnúsdóttur, tónlistarkonu og kynningarfulltrúa tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice, og Hildar Lilliendahl, starfsmanns Reykjavíkurborgar og femínista, nái ekki lengra en sem nemur kommentakerfum á netinu. Þær tóku sáttadúettinn I Got You Babe með Sonny og Cher á karaókí-kvöldi í miðbæ Reykjavíkur í gær, við mikinn fögnuð viðstaddra.Sjá einnig: Eru saman í liði gegn nauðgunum Fyrir rúmri viku lét Þórunn Antonía útbúa límmiða, sem gerðir voru til að líma ofan á glös og koma þannig í veg fyrir byrlanir á svokölluðum nauðgunarlyfjum. Límmiðarnir vöktu hörð viðbrögð, sérstaklega í umræðum á samfélagsmiðlum, en í samtali við Vísi sagðist Þórunn raunar aldrei hafa hugsað límmiðana sem lausn, þeim hafi aðeins verið ætlað að varpa ljósi á ákveðið samfélagsmein. Hildur var á meðal þeirra sem ekki voru sammála þessari nálgun Þórunnar Antoníu og áttu þær í nokkru orðaskaki sín á milli um málið.Hér má sjá Hildi og Þórunni syngja sáttadúettinn af mikilli innlifun.Skjáskot„Manni líður aldrei vel þegar fólk er svona upp á móti manni, maður vill tækla málin á málefnalegan og rólegan hátt,“ sagði Þórunn þegar Vísir náði tali af henni í dag. Það má segja að Þórunn hafi fengið ósk sína uppfyllta gærkvöldi en þá voru málin tækluð, þó að hægt sé að deila um hvort það hafi verið gert á rólegan hátt. Þórunn Antonía stendur að vikulegum karaókí-kvöldum á Sæta svíninu, matsölustað og bar í miðbænum, og í gær fékk hún fregnir af því að Hildur Lilliendahl, sem hefur verið tíður gestur á þessum kvöldum, væri á staðnum. Þórunn segir Hildi hafa komið upp að sér og faðmað sig og þær stöllur hafi í kjölfarið ákveðið að taka hinn ódauðlega ástardúett I Got You Babe með Sonny og Cher. „Það má vera sammála um að vera ósammála en bera samt virðingu fyrir hvor annarri. Það er margt hægt að leysa með samsöng,“ sagði Þórunn kát í bragði. „Þetta er nefnilega málið, ástin sigrar allt."Hér má hlusta á I Got You Babe í flutningi Sonny og Cher:
Tengdar fréttir Þórunn Antonía: Hugsum í lausnum ekki nöldri Þórunn Antonía á erfitt með að skilja gagnrýnina á herferð sína gegn nauðgurum og kallar eftir betri hugmyndum. 15. maí 2017 14:08 Eru saman í liði gegn nauðgunum Þórunn Antonía Magnúsdóttir vill koma í veg fyrir að fólki séu byrluð nauðgunarlyf. Hún lét gera límmiða sem settur er ofan á glös. Guðni Th. er verndari verkefnisins. Dillon, B5 og Prikið taka þátt. 15. maí 2017 07:00 Varstu ekki örugglega með límmiða yfir glasinu þínu? Nöfnurnar Hildur Sverrisdóttir þingmaður og Hildur Lilliendahl eru meðal þeirra sem eru efins um að límmiðar til að setja á glös á skemmtistöðum bæjarins til að sporna við nauðgunarlyfum sé skref í rétta átt. 15. maí 2017 11:15 Mest lesið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Lífið Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Matur Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Leikjavísir Fleiri fréttir Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Sjá meira
Þórunn Antonía: Hugsum í lausnum ekki nöldri Þórunn Antonía á erfitt með að skilja gagnrýnina á herferð sína gegn nauðgurum og kallar eftir betri hugmyndum. 15. maí 2017 14:08
Eru saman í liði gegn nauðgunum Þórunn Antonía Magnúsdóttir vill koma í veg fyrir að fólki séu byrluð nauðgunarlyf. Hún lét gera límmiða sem settur er ofan á glös. Guðni Th. er verndari verkefnisins. Dillon, B5 og Prikið taka þátt. 15. maí 2017 07:00
Varstu ekki örugglega með límmiða yfir glasinu þínu? Nöfnurnar Hildur Sverrisdóttir þingmaður og Hildur Lilliendahl eru meðal þeirra sem eru efins um að límmiðar til að setja á glös á skemmtistöðum bæjarins til að sporna við nauðgunarlyfum sé skref í rétta átt. 15. maí 2017 11:15