Efnilegasti markvörður landsins í þremur landsliðum samtímis Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. maí 2017 09:00 Viktor Gísli Hallgrímsson. Mynd/Frammyndir/Ljósmynd JGK Framarinn Viktor Gísli Hallgrímsson hefur verið valinn í 19 ára landslið karla í handbolta en undanfarna viku hefur strákurinn verið valinn í hvert landsliðið á fætur öðru. Það verður því lítið sumarfrí hjá stráknum því hann verður upptekinn í mörgum landsliðsverkefnum í sumar. Viktor Gísli sló í gegn í Olís-deild karla í vetur þar sem hann hjálpaði spútnikliði Fram að komast alla leið í undanúrslit úrslitakeppninnar. Viktor Gísli var meðal annars í miklu stuði þegar Framliðið sló Hauka út úr átta liða úrslitum. Bjarni Fritzson, þjálfari 19 ára landsliðs karla, valdi nú síðast Vitkor Gísla í æfingahóp sinn fyrir sumarið 2017. 19 ára landslið karla tekur þátt í æfingamóti í Lubeck í Þýskalandi 29.júní til 2. júlí og fer svo á HM 19 ára landsliða í Georgíu í ágúst. Fjórum dögum fyrr var Viktor Gísli valinn í tvo landsliðshópa eða 17 ára landsliðið og 21 árs landsliðið. Hann endaði síðan vikuna á því að vera kosinn efnilegasti leikmaður Olís-deildar karla á lokahófi HSÍ.Viktor Gísli valinn í æfingahóp Íslands U-19, þar með er hann núna í æfingahópum Íslands U17, U19 og U21 https://t.co/8TdE9tvuH5#Handbolti — FRAM F.C. (@framiceland) May 24, 2017 Heimir Ríkarðsson valdi Viktor Gísla í æfingahóp 17 ára landsliðs karla en liðið er nú að æfa 24. til 26. maí. Sautján ára landsliðið tekur þátt í tveimur mótum í sumar, European Open í Svíþjóð í byrjun júlí og Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í lok júlí. Sitthvor hópurinn verður sendur á mótin með von um að skapa sem mesta breidd í aldurshópnum. Sigursteinn Arndal og Ólafur Stefánsson völdu 23 leikmenn til undirbúnings fyrir HM u-21 árs liða sem fer fram í Alsír og hefst um miðjan júlí. Viktor Gísli er einn af leikmönnum hópsins. Liðið fer til Frakklands í byrjun júlí til frekari undirbúnings og spila auk þess vináttulandsleiki. „Þetta þýðir að Viktor Gísli hefur núna verið valinn í U-17, U-19 og U-21 ára landslið Íslands og ljóst að drengurinn mun hafa nóg að snúast í sumar. Það er jafnframt ljóst að Viktor mun ekki vera á fullu með öllum þessum landsliðum en HSÍ mun stýra álaginu í samráði við þjálfara,“ segir í frétt um Viktor Gísla á heimasíðu Fram. Nú er bara spurning hvort Geir Sveinsson taki strákinn inn í A-landsliðið í sumar en það stefnir allt í það að Viktor Gísli sé framtíðarmarkvörður A-landsliðsins. Það verður þó að teljast ólíklegt enda varla til uppteknari handboltamaður á landinu en einmitt Viktor Gísli. Olís-deild karla Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Járnkona sundsins kveður Sport „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Fleiri fréttir Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Sjá meira
Framarinn Viktor Gísli Hallgrímsson hefur verið valinn í 19 ára landslið karla í handbolta en undanfarna viku hefur strákurinn verið valinn í hvert landsliðið á fætur öðru. Það verður því lítið sumarfrí hjá stráknum því hann verður upptekinn í mörgum landsliðsverkefnum í sumar. Viktor Gísli sló í gegn í Olís-deild karla í vetur þar sem hann hjálpaði spútnikliði Fram að komast alla leið í undanúrslit úrslitakeppninnar. Viktor Gísli var meðal annars í miklu stuði þegar Framliðið sló Hauka út úr átta liða úrslitum. Bjarni Fritzson, þjálfari 19 ára landsliðs karla, valdi nú síðast Vitkor Gísla í æfingahóp sinn fyrir sumarið 2017. 19 ára landslið karla tekur þátt í æfingamóti í Lubeck í Þýskalandi 29.júní til 2. júlí og fer svo á HM 19 ára landsliða í Georgíu í ágúst. Fjórum dögum fyrr var Viktor Gísli valinn í tvo landsliðshópa eða 17 ára landsliðið og 21 árs landsliðið. Hann endaði síðan vikuna á því að vera kosinn efnilegasti leikmaður Olís-deildar karla á lokahófi HSÍ.Viktor Gísli valinn í æfingahóp Íslands U-19, þar með er hann núna í æfingahópum Íslands U17, U19 og U21 https://t.co/8TdE9tvuH5#Handbolti — FRAM F.C. (@framiceland) May 24, 2017 Heimir Ríkarðsson valdi Viktor Gísla í æfingahóp 17 ára landsliðs karla en liðið er nú að æfa 24. til 26. maí. Sautján ára landsliðið tekur þátt í tveimur mótum í sumar, European Open í Svíþjóð í byrjun júlí og Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í lok júlí. Sitthvor hópurinn verður sendur á mótin með von um að skapa sem mesta breidd í aldurshópnum. Sigursteinn Arndal og Ólafur Stefánsson völdu 23 leikmenn til undirbúnings fyrir HM u-21 árs liða sem fer fram í Alsír og hefst um miðjan júlí. Viktor Gísli er einn af leikmönnum hópsins. Liðið fer til Frakklands í byrjun júlí til frekari undirbúnings og spila auk þess vináttulandsleiki. „Þetta þýðir að Viktor Gísli hefur núna verið valinn í U-17, U-19 og U-21 ára landslið Íslands og ljóst að drengurinn mun hafa nóg að snúast í sumar. Það er jafnframt ljóst að Viktor mun ekki vera á fullu með öllum þessum landsliðum en HSÍ mun stýra álaginu í samráði við þjálfara,“ segir í frétt um Viktor Gísla á heimasíðu Fram. Nú er bara spurning hvort Geir Sveinsson taki strákinn inn í A-landsliðið í sumar en það stefnir allt í það að Viktor Gísli sé framtíðarmarkvörður A-landsliðsins. Það verður þó að teljast ólíklegt enda varla til uppteknari handboltamaður á landinu en einmitt Viktor Gísli.
Olís-deild karla Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Járnkona sundsins kveður Sport „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Fleiri fréttir Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Sjá meira